Sádar boða enn meiri olíuframleiðslu í verðstríði við Rússa Kjartan Kjartansson skrifar 10. mars 2020 16:41 Öryggisvörður með andlitsgrímu vegna kórónuveirunnar við höfuðstöðvar Aramco í Jiddah í Sádi-Arabíu. AP/Amr Nabil Engin þíða virðist væntanleg í deilum Sádi-Arabíu og Rússlands um olíuverð og hafa stjórnvöld í Ríad nú boðað að þau muni auka framleiðslu sína meira en áður hefur sést í apríl. Þau gera einnig lítið úr umleitunum Rússa um viðræður við OPEC, samtök olíuútflutningsríkja. Verð á hráolíu hrundi um 25% vegna deilna Sáda og Rússa í gær. OPEC samþykkti fyrir helgi að draga úr framleiðslu á olíu til að verja verð á henni í skugga minnkandi eftirspurnar vegna kórónuveirunnar sem breiðist nú um heiminn. Rússar höfnuðu því að taka þátt í aðgerðunum á föstudag og hófu Sádar þá verðstríð til að þvinga Rússa til að gefa eftir. Verðfallið leiddi til hruns á hlutabréfamörkuðum víða um heim. Í Bandaríkin voru viðskipti í kauphöllinni í New York stöðvuð sjálfkrafa skömmu eftir opnun þegar hlutabréfaverð hríðlækkaði um 7% á örfáum mínútum. Amin Nasser, forstjóri Aramco, opinbers olíufélags Sádi-Arabíu, segir að það ætli að auka framboð á olíu í 12,3 milljónir tunna á dag í apríl. Það er 300.000 tunnum yfir framleiðslugetu félagsins sem Reuters-fréttastofan segir benda til þess að Sádar ætli að byrja að selja úr hráolíulager sem þeir halda til að stýra heimsmarkaðsverði. Bæði ríki tilbúin í langvarandi verðstríð Rússnesk stjórnvöld höfðu sagst opin fyrir viðræðum við OPEC en Abdulaziz bin Salman, orkumálaráðherra Sádi-Arabíu, virtist skjóta þá hugmynd niður í dag. „Ég sé ekki viskuna í því að halda fundi í maí-júní sem myndu aðeins opinbera að okkur hafi mistekist í að taka á því sem við hefðum átt að gera í neyð eins og þessari og að grípa til nauðsynlegra ráðstafana,“ sagði ráðherrann. Orkumálaráðuneyti Rússlands hefur boðað stjórnendur þarlendra olíufyrirtækja á fund á morgun til að ræða samstarfið við OPEC. Mögulegt er að Rússar auki sína framleiðslu einnig sem gæti lækkað olíuverð enn frekar. Reuters segir að bæði Rússar og Sádar hafi úr verulegum varasjóði að moða og að báðar þjóðir séu því vel undirbúnar til að standa í langvinnu verðstríði. Sádi-Arabía Rússland Bensín og olía Tengdar fréttir Deila Sáda og Rússa leiðir til verðfalls olíu Verð hráolíu tók gífurlega dýfu þegar markaðir opnuðu í nótt og hefur verðhrunið ekki verið meira frá upphafi Persaflóastríðsins árið 1991. 9. mars 2020 02:12 Bölmóður á mörkuðum eftir verðfall á olíu Helstu vísitölur í Evrópu og Asíu féllu verulega eftir um það bill fimmtungslækkun á heimsmarkaðsverði olíu í nótt. Hrunið kyndir undir ótta við heimskreppu vegna kórónuveirufaraldursins sem breiðist nú um heiminn. 9. mars 2020 10:52 Markaðir vestanhafs braggast eftir mikla lækkun Lækkanir gærdagsins sem raktar voru til áhyggna af kórónuveirunni gengu til baka að hluta við opnun markaða í dag. Bandaríkjastjórn ætlar að kynna mótvægisaðgerðir vegna efnahagslegra áhrifa faraldursins í dag. 10. mars 2020 14:18 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Engin þíða virðist væntanleg í deilum Sádi-Arabíu og Rússlands um olíuverð og hafa stjórnvöld í Ríad nú boðað að þau muni auka framleiðslu sína meira en áður hefur sést í apríl. Þau gera einnig lítið úr umleitunum Rússa um viðræður við OPEC, samtök olíuútflutningsríkja. Verð á hráolíu hrundi um 25% vegna deilna Sáda og Rússa í gær. OPEC samþykkti fyrir helgi að draga úr framleiðslu á olíu til að verja verð á henni í skugga minnkandi eftirspurnar vegna kórónuveirunnar sem breiðist nú um heiminn. Rússar höfnuðu því að taka þátt í aðgerðunum á föstudag og hófu Sádar þá verðstríð til að þvinga Rússa til að gefa eftir. Verðfallið leiddi til hruns á hlutabréfamörkuðum víða um heim. Í Bandaríkin voru viðskipti í kauphöllinni í New York stöðvuð sjálfkrafa skömmu eftir opnun þegar hlutabréfaverð hríðlækkaði um 7% á örfáum mínútum. Amin Nasser, forstjóri Aramco, opinbers olíufélags Sádi-Arabíu, segir að það ætli að auka framboð á olíu í 12,3 milljónir tunna á dag í apríl. Það er 300.000 tunnum yfir framleiðslugetu félagsins sem Reuters-fréttastofan segir benda til þess að Sádar ætli að byrja að selja úr hráolíulager sem þeir halda til að stýra heimsmarkaðsverði. Bæði ríki tilbúin í langvarandi verðstríð Rússnesk stjórnvöld höfðu sagst opin fyrir viðræðum við OPEC en Abdulaziz bin Salman, orkumálaráðherra Sádi-Arabíu, virtist skjóta þá hugmynd niður í dag. „Ég sé ekki viskuna í því að halda fundi í maí-júní sem myndu aðeins opinbera að okkur hafi mistekist í að taka á því sem við hefðum átt að gera í neyð eins og þessari og að grípa til nauðsynlegra ráðstafana,“ sagði ráðherrann. Orkumálaráðuneyti Rússlands hefur boðað stjórnendur þarlendra olíufyrirtækja á fund á morgun til að ræða samstarfið við OPEC. Mögulegt er að Rússar auki sína framleiðslu einnig sem gæti lækkað olíuverð enn frekar. Reuters segir að bæði Rússar og Sádar hafi úr verulegum varasjóði að moða og að báðar þjóðir séu því vel undirbúnar til að standa í langvinnu verðstríði.
Sádi-Arabía Rússland Bensín og olía Tengdar fréttir Deila Sáda og Rússa leiðir til verðfalls olíu Verð hráolíu tók gífurlega dýfu þegar markaðir opnuðu í nótt og hefur verðhrunið ekki verið meira frá upphafi Persaflóastríðsins árið 1991. 9. mars 2020 02:12 Bölmóður á mörkuðum eftir verðfall á olíu Helstu vísitölur í Evrópu og Asíu féllu verulega eftir um það bill fimmtungslækkun á heimsmarkaðsverði olíu í nótt. Hrunið kyndir undir ótta við heimskreppu vegna kórónuveirufaraldursins sem breiðist nú um heiminn. 9. mars 2020 10:52 Markaðir vestanhafs braggast eftir mikla lækkun Lækkanir gærdagsins sem raktar voru til áhyggna af kórónuveirunni gengu til baka að hluta við opnun markaða í dag. Bandaríkjastjórn ætlar að kynna mótvægisaðgerðir vegna efnahagslegra áhrifa faraldursins í dag. 10. mars 2020 14:18 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Deila Sáda og Rússa leiðir til verðfalls olíu Verð hráolíu tók gífurlega dýfu þegar markaðir opnuðu í nótt og hefur verðhrunið ekki verið meira frá upphafi Persaflóastríðsins árið 1991. 9. mars 2020 02:12
Bölmóður á mörkuðum eftir verðfall á olíu Helstu vísitölur í Evrópu og Asíu féllu verulega eftir um það bill fimmtungslækkun á heimsmarkaðsverði olíu í nótt. Hrunið kyndir undir ótta við heimskreppu vegna kórónuveirufaraldursins sem breiðist nú um heiminn. 9. mars 2020 10:52
Markaðir vestanhafs braggast eftir mikla lækkun Lækkanir gærdagsins sem raktar voru til áhyggna af kórónuveirunni gengu til baka að hluta við opnun markaða í dag. Bandaríkjastjórn ætlar að kynna mótvægisaðgerðir vegna efnahagslegra áhrifa faraldursins í dag. 10. mars 2020 14:18