Rannsaka veðmálasvindl í Danmörku: Fyrrum leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar grunaður Anton Ingi Leifsson skrifar 20. maí 2020 08:00 Jores Okore er mögulega í vandræðum. vísir/getty Lögreglan í Danmörku rannsakar nú mögulegt veðmálasvindl sem á að hafa átt sér stað í leik AaB og OB í efstu deild dönsku knattspyrnunnar sem fór fram þann 18. október 2019. AaB vann 1-0 sigur í leiknum. Álaborgar-liðið staðfesti á heimasíðu sinni í gær að félagið hefði fengið það staðfest frá lögreglunni að félagið gæti verið miðpunkturinn í veðmálasvindli en Ekstra Bladet greinir svo frá því talað sé um einn launahæsta leikmann liðsins Jores Okore. Vi har kigget på den her sag i noget tid efterhånden. Der kan desværre meget vel gemme sig nogle rigtigt grimme ting #sldk #bolddk https://t.co/BdRxqXSs8C— Anders Borup (@borup_bold) May 19, 2020 Ekstra Bladet segir frá því á vef sínum að heimildarmenn þeirra hafi lengi fylgst með málinu en háum fjárhæðum var spilað á að varnarmaðurinn Okore myndi fá gult spjald í leiknum. Hann nældi sér í það á 92. mínútu fyrir ansi groddalega tæklingu. Þetta var hans fyrsta brot í leiknum en lokað var fyrir að hægt væri að veðja á að Okore myndi fá gult spjald skömmu fyrir leikinn þar sem ansi stórar fjárhæðir höfðu þá borist á þetta tiltekna veðmál. Peningarnir sem unnust á þessu veðmáli voru svo raknir til Kaupmannahafnar en ekki út úr landinu eins og venjan er. Ekstra Bladet hefur reynt að fá bæði tali af umboðsmanni Okore og leikmanninum sjálfum en það hefur ekki tekist. Einnig neitar Álaborgar-liðið að tjá sig enn frekar um málið en Okore er einn öflugasti varnarmaður deildarinnar. Vi har detaljerne omkring den matchfixing-sag centreret omkring Jores Okore, som Nordjyllands Politi efterforsker i #AaB #sldk (med @MadsWehlast ) https://t.co/Q3V1aceD97— Klaus Egelund (@klausegelund) May 19, 2020 Okore hefur verið í herbúðum AaB frá því sumarið 2017 en hann hefur einnig leikið með Nordsjælland og FCK í Danmörku. Á árunum 2013 til 2016 lék hann með Aston Villa þar sem hann lék 38 leiki en að auki hefur hann leikið átta landsleiki fyrir danska landsliðið. Enski boltinn Danski boltinn Danmörk Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
Lögreglan í Danmörku rannsakar nú mögulegt veðmálasvindl sem á að hafa átt sér stað í leik AaB og OB í efstu deild dönsku knattspyrnunnar sem fór fram þann 18. október 2019. AaB vann 1-0 sigur í leiknum. Álaborgar-liðið staðfesti á heimasíðu sinni í gær að félagið hefði fengið það staðfest frá lögreglunni að félagið gæti verið miðpunkturinn í veðmálasvindli en Ekstra Bladet greinir svo frá því talað sé um einn launahæsta leikmann liðsins Jores Okore. Vi har kigget på den her sag i noget tid efterhånden. Der kan desværre meget vel gemme sig nogle rigtigt grimme ting #sldk #bolddk https://t.co/BdRxqXSs8C— Anders Borup (@borup_bold) May 19, 2020 Ekstra Bladet segir frá því á vef sínum að heimildarmenn þeirra hafi lengi fylgst með málinu en háum fjárhæðum var spilað á að varnarmaðurinn Okore myndi fá gult spjald í leiknum. Hann nældi sér í það á 92. mínútu fyrir ansi groddalega tæklingu. Þetta var hans fyrsta brot í leiknum en lokað var fyrir að hægt væri að veðja á að Okore myndi fá gult spjald skömmu fyrir leikinn þar sem ansi stórar fjárhæðir höfðu þá borist á þetta tiltekna veðmál. Peningarnir sem unnust á þessu veðmáli voru svo raknir til Kaupmannahafnar en ekki út úr landinu eins og venjan er. Ekstra Bladet hefur reynt að fá bæði tali af umboðsmanni Okore og leikmanninum sjálfum en það hefur ekki tekist. Einnig neitar Álaborgar-liðið að tjá sig enn frekar um málið en Okore er einn öflugasti varnarmaður deildarinnar. Vi har detaljerne omkring den matchfixing-sag centreret omkring Jores Okore, som Nordjyllands Politi efterforsker i #AaB #sldk (med @MadsWehlast ) https://t.co/Q3V1aceD97— Klaus Egelund (@klausegelund) May 19, 2020 Okore hefur verið í herbúðum AaB frá því sumarið 2017 en hann hefur einnig leikið með Nordsjælland og FCK í Danmörku. Á árunum 2013 til 2016 lék hann með Aston Villa þar sem hann lék 38 leiki en að auki hefur hann leikið átta landsleiki fyrir danska landsliðið.
Enski boltinn Danski boltinn Danmörk Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira