Segir brottvísun aftur frestað en nú vegna Grikkja Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. mars 2020 13:39 Þetta eru systkinin Saja, sem er fjögurra ára, Kayan, sem er fimm ára, Ali, sem er níu ára og Jadin, sem er eins árs. Til stendur að vísa þeim til Grikklands. Vísir Brottvísun íraskrar barnafjölskyldu frá Íslandi til Grikklands hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Sema Erla Serdar, talsmaður fjölskyldunnar, greinir frá þessu. Sema segir þá skýringu vera gefna að brottvísunin strandar á grískum stjórnvöldum sem segjast ekki geta tekið á móti þeim vegna aðstæðna þar. „Eðlilega!“ segir Sema. „Það þurfti semsagt grísk stjórnvöld til þess að stöðva ómannúðlega og grimmilega meðferð íslenskra yfirvalda á börnum á flótta, sem voru búin að leigja einkaflugvél undir þau, svo það sé alveg á hreinu! Börnin eru óhult í bili, en ég neita að trúa því að þeim verði tilkynnt um brottvísun í þriðja skiptið. Slíkt ofbeldi mun aldrei líðast, ALDREI!“ Áfram þurfi að fylgjast vel með stöðu mála og passa upp á að íslensk yfirvöld reyni ekki að framkvæma forkastanlegar aðgerðir eins og þá sem staðið hafi til að gera í þessu tilfelli í skjóli nætur! Fjölskyldan samanstendur af foreldrunum og fjórum börnum. Þau eru Ali, sem er níu ára, Kayan, sem er fimm ára, Saja sem er fjögurra ára og Jadin sem er eins árs. Fjölskyldan kom til landsins fyrir rúmum níu mánuðum síðan. Fjölskyldan flúði frá Írak til Grikklands árið 2017. Í Írak segjast þau hafa orðið fyrir pólitískum ofsóknum og ofbeldi. Fjallað var um mál fjölskyldunnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, ræddi mál barnanna á þingi í síðustu viku og skoraði á forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, að forgangsraða upp á nýtt í útlendingamálum. Sagði hún íslenska ríkið, með núverandi ríkisstjórn í broddi fylkingar, ekki ætla að gefa fjölskyldunni neitt val um það hvort hún fái að búa hér á landi. „Ég segi með valdi vegna þess að verklag við brottvísun flóttamanna felur oft í sér að börn eru sótt af lögreglu um miðja nótt til að flytja þau úr landi gegn vilja sínum.“ Þá hefur Rauði krossinn sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að ástandið í Grikklandi sé óboðlegt fyrir flóttafólk og hefur það verið svo um nokkurt skeið. „Í ljósi frétta af ástandinu í Grikklandi sl. Daga er ljóst að stjórnvöldum er enn síður stætt á að senda í fyrsta sinn börn og foreldra þeirra út í þessar aðstæður,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu Rauða krossins. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Brottvísun íraskrar barnafjölskyldu frá Íslandi til Grikklands hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Sema Erla Serdar, talsmaður fjölskyldunnar, greinir frá þessu. Sema segir þá skýringu vera gefna að brottvísunin strandar á grískum stjórnvöldum sem segjast ekki geta tekið á móti þeim vegna aðstæðna þar. „Eðlilega!“ segir Sema. „Það þurfti semsagt grísk stjórnvöld til þess að stöðva ómannúðlega og grimmilega meðferð íslenskra yfirvalda á börnum á flótta, sem voru búin að leigja einkaflugvél undir þau, svo það sé alveg á hreinu! Börnin eru óhult í bili, en ég neita að trúa því að þeim verði tilkynnt um brottvísun í þriðja skiptið. Slíkt ofbeldi mun aldrei líðast, ALDREI!“ Áfram þurfi að fylgjast vel með stöðu mála og passa upp á að íslensk yfirvöld reyni ekki að framkvæma forkastanlegar aðgerðir eins og þá sem staðið hafi til að gera í þessu tilfelli í skjóli nætur! Fjölskyldan samanstendur af foreldrunum og fjórum börnum. Þau eru Ali, sem er níu ára, Kayan, sem er fimm ára, Saja sem er fjögurra ára og Jadin sem er eins árs. Fjölskyldan kom til landsins fyrir rúmum níu mánuðum síðan. Fjölskyldan flúði frá Írak til Grikklands árið 2017. Í Írak segjast þau hafa orðið fyrir pólitískum ofsóknum og ofbeldi. Fjallað var um mál fjölskyldunnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, ræddi mál barnanna á þingi í síðustu viku og skoraði á forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, að forgangsraða upp á nýtt í útlendingamálum. Sagði hún íslenska ríkið, með núverandi ríkisstjórn í broddi fylkingar, ekki ætla að gefa fjölskyldunni neitt val um það hvort hún fái að búa hér á landi. „Ég segi með valdi vegna þess að verklag við brottvísun flóttamanna felur oft í sér að börn eru sótt af lögreglu um miðja nótt til að flytja þau úr landi gegn vilja sínum.“ Þá hefur Rauði krossinn sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að ástandið í Grikklandi sé óboðlegt fyrir flóttafólk og hefur það verið svo um nokkurt skeið. „Í ljósi frétta af ástandinu í Grikklandi sl. Daga er ljóst að stjórnvöldum er enn síður stætt á að senda í fyrsta sinn börn og foreldra þeirra út í þessar aðstæður,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu Rauða krossins.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira