Segir að „sjúklega offeitur“ Trump ætti ekki að taka inn malaríulyfið Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. maí 2020 12:36 Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og Donald Trump, Bandaríkjaforseti, eru miklir andstæðingar í stjórnmálum. Getty/Samsett Nancy Pelosi, demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, kveðst hafa áhyggjur af Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að hann sagðist taka inn malaríulyf gegn kórónuveirunni. Pelosi telur að Trump ætti ekki að taka lyfið inn, einkum í ljósi aldurs og holdafars. Trump greindi frá því á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær að hann hefði undanfarna eina og hálfa viku tekið inn malaríulyfið Hydroxychloroquine til varnar veirunni. Forsetanum hefur verið tíðrætt um notagildi lyfsins í baráttunni við faraldurinn, þvert á ráðleggingar sérfræðinga. Ekki hefur tekist að sýna fram á neina virkni lyfsins gegn Covid-19, sjúkdómnum sem veiran veldur. Ríkisstjórn Trumps hefur jafnframt sjálf gefið út að lyfið skuli aðeins nota á sjúkrahúsum í nánu samráði við lækna eða í rannsóknarskyni, þar sem aukaverkanir þess geti verið banvænar. Pelosi, sem er einn helsti andstæðingur Trumps á sviði bandarískra stjórnmála, var innt eftir viðbrögðum við frásögn forsetans í viðtali á fréttastofunni CNN í gærkvöldi. Og það stóð ekki á svari. „Hann er forseti okkar og ég vil síður að hann taki eitthvað inn sem hefur ekki fengið vilyrði vísindamanna, sérstaklega í aldursflokki hans og í, skulum við segja, þyngdarflokki… sjúklega offeitur (e. morbidly obese), segja þeir,“ sagði Pelosi. Hluta úr viðtalinu má sjá hér að neðan. “I would rather he not be taking something that has not been approved by the scientists, especially in his age group, and in his, shall we say, weight group: ‘Morbidly obese,’ they say,” says House Speaker Nancy Pelosi on Pres. Trump’s revelation he is taking hydroxychloroquine. pic.twitter.com/0ImjpEjg9q— Anderson Cooper 360° (@AC360) May 19, 2020 Trump er 73 ára og gekkst síðast undir allsherjarlæknisskoðun í febrúar 2019, samkvæmt opinberum gögnum. Þar mældist BMI-stuðull forsetans 30,4 og hann því í ofþyngd (e. obese). Trump flokkast þannig ekki sem „sjúklega offeitur“ (e. morbidly obese), líkt og fram kom í máli Pelosi, en það gera aðeins þeir sem mælast með BMI-stuðul yfir 40. Trump hefur verið gagnrýndur talsvert eftir að hann viðurkenndi inntöku malaríulyfsins. Guardian hefur eftir tveimur læknum í frétt sinni um málið að þeir hefðu áhyggjur af því að fólk fylgdi fordæmi Trumps og byrjaði að taka lyfið inn. Þá lögðu þeir áhersla á að engar sönnur hefðu verið færðar á virkni lyfsins og að niðurstöður rannsókna til þessa „lofuðu ekki góðu“. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump setur WHO afarkosti Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að Bandaríkin hætti fjárframlögum til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ókomna tíð vegna viðbragða stofnunarinnar við faraldri kórónuveiru. 19. maí 2020 06:50 Ekki hefur verið sýnt fram á virkni lyfs sem Trump hefur tekið til varnar gegn veirunni Bandaríkjaforseti, Donald Trump, sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að hann hafi undanfarna eina og hálfa viku tekið inn malaríulyfið Hydroxychloroquine til varnar gegn faraldri kórónuveirunnar. 18. maí 2020 23:25 Obama gagnrýnir enn viðbrögð Trump-stjórnarinnar við faraldrinum Obama segir embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump ekki hafa fyrir því að þykjast vera við stjórnvölinn. 17. maí 2020 07:40 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Nancy Pelosi, demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, kveðst hafa áhyggjur af Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að hann sagðist taka inn malaríulyf gegn kórónuveirunni. Pelosi telur að Trump ætti ekki að taka lyfið inn, einkum í ljósi aldurs og holdafars. Trump greindi frá því á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær að hann hefði undanfarna eina og hálfa viku tekið inn malaríulyfið Hydroxychloroquine til varnar veirunni. Forsetanum hefur verið tíðrætt um notagildi lyfsins í baráttunni við faraldurinn, þvert á ráðleggingar sérfræðinga. Ekki hefur tekist að sýna fram á neina virkni lyfsins gegn Covid-19, sjúkdómnum sem veiran veldur. Ríkisstjórn Trumps hefur jafnframt sjálf gefið út að lyfið skuli aðeins nota á sjúkrahúsum í nánu samráði við lækna eða í rannsóknarskyni, þar sem aukaverkanir þess geti verið banvænar. Pelosi, sem er einn helsti andstæðingur Trumps á sviði bandarískra stjórnmála, var innt eftir viðbrögðum við frásögn forsetans í viðtali á fréttastofunni CNN í gærkvöldi. Og það stóð ekki á svari. „Hann er forseti okkar og ég vil síður að hann taki eitthvað inn sem hefur ekki fengið vilyrði vísindamanna, sérstaklega í aldursflokki hans og í, skulum við segja, þyngdarflokki… sjúklega offeitur (e. morbidly obese), segja þeir,“ sagði Pelosi. Hluta úr viðtalinu má sjá hér að neðan. “I would rather he not be taking something that has not been approved by the scientists, especially in his age group, and in his, shall we say, weight group: ‘Morbidly obese,’ they say,” says House Speaker Nancy Pelosi on Pres. Trump’s revelation he is taking hydroxychloroquine. pic.twitter.com/0ImjpEjg9q— Anderson Cooper 360° (@AC360) May 19, 2020 Trump er 73 ára og gekkst síðast undir allsherjarlæknisskoðun í febrúar 2019, samkvæmt opinberum gögnum. Þar mældist BMI-stuðull forsetans 30,4 og hann því í ofþyngd (e. obese). Trump flokkast þannig ekki sem „sjúklega offeitur“ (e. morbidly obese), líkt og fram kom í máli Pelosi, en það gera aðeins þeir sem mælast með BMI-stuðul yfir 40. Trump hefur verið gagnrýndur talsvert eftir að hann viðurkenndi inntöku malaríulyfsins. Guardian hefur eftir tveimur læknum í frétt sinni um málið að þeir hefðu áhyggjur af því að fólk fylgdi fordæmi Trumps og byrjaði að taka lyfið inn. Þá lögðu þeir áhersla á að engar sönnur hefðu verið færðar á virkni lyfsins og að niðurstöður rannsókna til þessa „lofuðu ekki góðu“.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump setur WHO afarkosti Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að Bandaríkin hætti fjárframlögum til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ókomna tíð vegna viðbragða stofnunarinnar við faraldri kórónuveiru. 19. maí 2020 06:50 Ekki hefur verið sýnt fram á virkni lyfs sem Trump hefur tekið til varnar gegn veirunni Bandaríkjaforseti, Donald Trump, sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að hann hafi undanfarna eina og hálfa viku tekið inn malaríulyfið Hydroxychloroquine til varnar gegn faraldri kórónuveirunnar. 18. maí 2020 23:25 Obama gagnrýnir enn viðbrögð Trump-stjórnarinnar við faraldrinum Obama segir embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump ekki hafa fyrir því að þykjast vera við stjórnvölinn. 17. maí 2020 07:40 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Trump setur WHO afarkosti Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að Bandaríkin hætti fjárframlögum til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ókomna tíð vegna viðbragða stofnunarinnar við faraldri kórónuveiru. 19. maí 2020 06:50
Ekki hefur verið sýnt fram á virkni lyfs sem Trump hefur tekið til varnar gegn veirunni Bandaríkjaforseti, Donald Trump, sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að hann hafi undanfarna eina og hálfa viku tekið inn malaríulyfið Hydroxychloroquine til varnar gegn faraldri kórónuveirunnar. 18. maí 2020 23:25
Obama gagnrýnir enn viðbrögð Trump-stjórnarinnar við faraldrinum Obama segir embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump ekki hafa fyrir því að þykjast vera við stjórnvölinn. 17. maí 2020 07:40