Dave Castro um ákvörðunina sem setti Katrínu Tönju og fleiri út í kuldann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2020 09:00 Karín Tanja Davíðsdóttir missir væntanlega af heimsleikunum í CrossFit í ágúst eftir þennan rosalega niðurskurð á keppendum. Hér er mynd sem hún birti á Instagram síðu sinni. Mynd/Instagram Heimurinn hefur breyst mikið eftir útbreiðslu kórónuveirunnar og það á líka við CrossFit heiminn. Ekki aðeins hafa CrossFit stöðvar verið lokaðar út um allan heim í langan tíma þá eru heimsleikar haustsins í hættu. Dave Castro, yfirmaður heimsleikanna í CrossFit, tilkynnti það á dögunum að aðeins 30 karlar og 30 konur fengju að keppa á heimsleikunum í haust vegna kórónuveirunnar. Það sé ennþá stefnan á að halda heimsleikana árið 2020. Katrín Tanja Davíðsdóttir er í hópi þeirra sem misstu keppnisrétt sinn á heimsleikunum í CrossFit eftir að CrossFit samtökin skáru niður keppendafjöldann um 82 prósent. Uppfært: Eftir að þessi frétt birtist bárust þau tíðindi að Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur nú fengið keppnisrétt á heimsleikunum sem eru frábærar fréttir. Það má lesa meira um það hér. Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson eru þá ekki lengur einu Íslendingarnir með keppnisrétt en Anníe Mist Þórisdóttir hefði líka mátt keppa ef hún hefði ekki verið í barnsburðarleyfi. Katrín Tanja mun fá að reyna sig á móti Söru og öllum hinum stjörunum í ágúst. Dave Castro fór yfir þessa stóru ákvörðun sína á Instagram síðu CrossFit leikanna eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram Ahead of the announcement, CrossFit Games Director @thedavecastro spoke about bringing the 2020 Games to The @CrossFitRanch. #CrossFitGames #CrossFit #Fitness #CrossFitCommunity #Aromas @mccoymedia @michaelishustle A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) on May 17, 2020 at 6:16pm PDT „Það að gera eitthvað er betra en að gera ekkert,“ byrjaði Dave Castro útskýringu sína. „Það sem ég á við með því er að við erum að gera eitthvað hér á búgarðinum fyrir CrossFit-einstaklinganna og í mínum huga er það mikill árangur,“ sagði Dave Castro. „Fullt af öðrum íþróttaviðburðum var aflýst. Það þurfti meðal annars að fresta Ólympíuleikunum og allir þessir íþróttamenn sem voru búin að undirbúa sig í þrjú ár fá ekki tækifæri til að keppa í ár,“ sagði Castro. „Að halda að við gætum gefið öllum tækifæri til að keppa er ekki raunhæft eða mögulegt á þessum stað. Það er samt mikil sigur að geta búið til keppni fyrir einhverja af íþróttafólkinu okkar. Við ættum öll að fylkja liðið á bak við. View this post on Instagram I m excited to give hugs again. I am excited to compete again. And I am excited the sun is out & shining again. Love this photo I just got tagged in with @tiaclair1 - Photo: @auburnmedia A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on May 16, 2020 at 10:19am PDT „Ég veit að fólk verður mjög ósátt með þetta en þetta er ein af þessum erfiðu ákvörðunum sem verður að taka. Þær eru oft óvinsælar en þær eru bara óvinsælar hjá litlum hópi fólks. Ég held að stærsti hlutinn verði mjög sáttur með að það að okkur takist að bjóða upp á einhverja keppni í ár,“ sagði Castro. „Við ætlum að streyma þessu og búa til skemmtun fyrir aðdáendur íþróttarinnar. Þar geta allir þar á meðal fjölskyldur keppendanna séð keppnina,“ sagði Castro. Það verða engir áhorfendur á heimsleikunum og aðeins takmarkaður hluti aðstoðarfólks fær að vera á búgarðinum á meðan heimsleikarnir 2020 far fram. CrossFit Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Sjá meira
Heimurinn hefur breyst mikið eftir útbreiðslu kórónuveirunnar og það á líka við CrossFit heiminn. Ekki aðeins hafa CrossFit stöðvar verið lokaðar út um allan heim í langan tíma þá eru heimsleikar haustsins í hættu. Dave Castro, yfirmaður heimsleikanna í CrossFit, tilkynnti það á dögunum að aðeins 30 karlar og 30 konur fengju að keppa á heimsleikunum í haust vegna kórónuveirunnar. Það sé ennþá stefnan á að halda heimsleikana árið 2020. Katrín Tanja Davíðsdóttir er í hópi þeirra sem misstu keppnisrétt sinn á heimsleikunum í CrossFit eftir að CrossFit samtökin skáru niður keppendafjöldann um 82 prósent. Uppfært: Eftir að þessi frétt birtist bárust þau tíðindi að Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur nú fengið keppnisrétt á heimsleikunum sem eru frábærar fréttir. Það má lesa meira um það hér. Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson eru þá ekki lengur einu Íslendingarnir með keppnisrétt en Anníe Mist Þórisdóttir hefði líka mátt keppa ef hún hefði ekki verið í barnsburðarleyfi. Katrín Tanja mun fá að reyna sig á móti Söru og öllum hinum stjörunum í ágúst. Dave Castro fór yfir þessa stóru ákvörðun sína á Instagram síðu CrossFit leikanna eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram Ahead of the announcement, CrossFit Games Director @thedavecastro spoke about bringing the 2020 Games to The @CrossFitRanch. #CrossFitGames #CrossFit #Fitness #CrossFitCommunity #Aromas @mccoymedia @michaelishustle A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) on May 17, 2020 at 6:16pm PDT „Það að gera eitthvað er betra en að gera ekkert,“ byrjaði Dave Castro útskýringu sína. „Það sem ég á við með því er að við erum að gera eitthvað hér á búgarðinum fyrir CrossFit-einstaklinganna og í mínum huga er það mikill árangur,“ sagði Dave Castro. „Fullt af öðrum íþróttaviðburðum var aflýst. Það þurfti meðal annars að fresta Ólympíuleikunum og allir þessir íþróttamenn sem voru búin að undirbúa sig í þrjú ár fá ekki tækifæri til að keppa í ár,“ sagði Castro. „Að halda að við gætum gefið öllum tækifæri til að keppa er ekki raunhæft eða mögulegt á þessum stað. Það er samt mikil sigur að geta búið til keppni fyrir einhverja af íþróttafólkinu okkar. Við ættum öll að fylkja liðið á bak við. View this post on Instagram I m excited to give hugs again. I am excited to compete again. And I am excited the sun is out & shining again. Love this photo I just got tagged in with @tiaclair1 - Photo: @auburnmedia A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on May 16, 2020 at 10:19am PDT „Ég veit að fólk verður mjög ósátt með þetta en þetta er ein af þessum erfiðu ákvörðunum sem verður að taka. Þær eru oft óvinsælar en þær eru bara óvinsælar hjá litlum hópi fólks. Ég held að stærsti hlutinn verði mjög sáttur með að það að okkur takist að bjóða upp á einhverja keppni í ár,“ sagði Castro. „Við ætlum að streyma þessu og búa til skemmtun fyrir aðdáendur íþróttarinnar. Þar geta allir þar á meðal fjölskyldur keppendanna séð keppnina,“ sagði Castro. Það verða engir áhorfendur á heimsleikunum og aðeins takmarkaður hluti aðstoðarfólks fær að vera á búgarðinum á meðan heimsleikarnir 2020 far fram.
CrossFit Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Sjá meira