Trump setur WHO afarkosti Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. maí 2020 06:50 Donald Trump, Bandaríkjaforseti. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hótar því að Bandaríkin hætti fjárveitingum til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ókomna tíð vegna viðbragða stofnunarinnar við faraldri kórónuveiru. Þetta kemur fram í bréfi sem Trump sendi Tedros Ghebreyesus, yfirmanni WHO. Trump birti bréfið á Twitter-reikningi sínum í nótt. Þar sakar hann WHO um að ganga erinda kínverskra stjórnvalda og lýsir yfir áhyggjum af „ískyggilegri vöntun á sjálfstæði“ stofnunarinnar frá Kína. This is the letter sent to Dr. Tedros of the World Health Organization. It is self-explanatory! pic.twitter.com/pF2kzPUpDv— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 19, 2020 Forsetinn gagnrýnir WHO jafnframt harðlega fyrir það hvernig brugðist hefur verið við faraldrinum allt frá því hans varð fyrst vart í kínversku borginni Wuhan í desember. Þannig hafi stofnunin m.a. beðið með að lýsa yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna veirunnar að tilstuðlan Xi Jinping, forseta Kína. „Síendurtekin mistök“ stofnunarinnar undir stjórn Ghebreyesus hafi reynst heiminum „gríðarlega dýrkeypt“. Trump setur WHO að lokum afarkosti í bréfinu. Hann segir að stofnunin verði að sýna fram á að hún sé ekki undir járnhæl kínverskra stjórnvalda og gefur henni þrjátíu daga frest til að „bæta ráð sitt“, ellegar muni Bandaríkin hætta fjárframlögum til stofnunarinnar um ókomna tíð og jafnframt endurskoða aðild sína að henni. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.Vísir/EPA Trump stöðvaði tímabundið fjárveitingar til WHO 14. apríl síðastliðinn, að sögn vegna þess hvernig stofnunin tók á faraldrinum. Bandaríkin eru einn helsti bakhjarl stofnunarinnar en fjárveitingar ríkisins til hennar námu um tæplega 15 prósent af heildarframlögum í fyrra. Trump hefur margítrekað gagnrýnt viðbrögð kínverskra stjórnvalda, sem og WHO, við faraldrinum, einkum síðustu daga og vikur. Trump og stjórn hans hafa sjálf sætt mikilli gagnrýni fyrir að aðhafast lítið sem ekkert til að undirbúa sig fyrir mögulega farsótt í Bandaríkjunum eftir að ferðatakmörkunum á Kína var komið á fyrr í vor. Þannig var ekki ráðist í umfangsmiklar skimanir fyrir veirunni og alríkisstjórnin trassaði að viða að sér nauðsynlegum búnaði sem fyrirséð var að yrði þörf á eins og öndunarvélum og hlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Xi varði viðbrögð Kína við faraldrinum, WHO lofar rannsókn Kínversk stjórnvöld eru opin fyrir óháðri úttekt á viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum eftir að ríkjum tekst að hafa hemil á honum. Xi Jinping, forseti Kína, varði viðbrögð ríkisstjórnar sinnar á fundi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í dag þar sem forstjóri stofnunarinnar lofaði rannsókn eins fljótt og auðið yrði. 18. maí 2020 14:04 Obama gagnrýnir enn viðbrögð Trump-stjórnarinnar við faraldrinum Obama segir embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump ekki hafa fyrir því að þykjast vera við stjórnvölinn. 17. maí 2020 07:40 Fyrirtæki Trump hefur fengið meira en 140 milljónir frá skattgreiðendum Bandaríska alríkisstjórnin hefur greitt fyrirtæki Donalds Trump forseta og æðsta stjórnanda hennar að minnsta kosti rúmlega 140 milljónir króna fyrir gistingu á hótelum og klúbbum hans frá því að Trump tók við embætti fyrir rúmum þremur árum. Útgjöldin tengjast nær öll ferðalögum Trump, fjölskyldu hans og æðstu embættismanna. 14. maí 2020 22:54 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Rugluðust á Laufey og „Megan“ Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hótar því að Bandaríkin hætti fjárveitingum til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ókomna tíð vegna viðbragða stofnunarinnar við faraldri kórónuveiru. Þetta kemur fram í bréfi sem Trump sendi Tedros Ghebreyesus, yfirmanni WHO. Trump birti bréfið á Twitter-reikningi sínum í nótt. Þar sakar hann WHO um að ganga erinda kínverskra stjórnvalda og lýsir yfir áhyggjum af „ískyggilegri vöntun á sjálfstæði“ stofnunarinnar frá Kína. This is the letter sent to Dr. Tedros of the World Health Organization. It is self-explanatory! pic.twitter.com/pF2kzPUpDv— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 19, 2020 Forsetinn gagnrýnir WHO jafnframt harðlega fyrir það hvernig brugðist hefur verið við faraldrinum allt frá því hans varð fyrst vart í kínversku borginni Wuhan í desember. Þannig hafi stofnunin m.a. beðið með að lýsa yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna veirunnar að tilstuðlan Xi Jinping, forseta Kína. „Síendurtekin mistök“ stofnunarinnar undir stjórn Ghebreyesus hafi reynst heiminum „gríðarlega dýrkeypt“. Trump setur WHO að lokum afarkosti í bréfinu. Hann segir að stofnunin verði að sýna fram á að hún sé ekki undir járnhæl kínverskra stjórnvalda og gefur henni þrjátíu daga frest til að „bæta ráð sitt“, ellegar muni Bandaríkin hætta fjárframlögum til stofnunarinnar um ókomna tíð og jafnframt endurskoða aðild sína að henni. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.Vísir/EPA Trump stöðvaði tímabundið fjárveitingar til WHO 14. apríl síðastliðinn, að sögn vegna þess hvernig stofnunin tók á faraldrinum. Bandaríkin eru einn helsti bakhjarl stofnunarinnar en fjárveitingar ríkisins til hennar námu um tæplega 15 prósent af heildarframlögum í fyrra. Trump hefur margítrekað gagnrýnt viðbrögð kínverskra stjórnvalda, sem og WHO, við faraldrinum, einkum síðustu daga og vikur. Trump og stjórn hans hafa sjálf sætt mikilli gagnrýni fyrir að aðhafast lítið sem ekkert til að undirbúa sig fyrir mögulega farsótt í Bandaríkjunum eftir að ferðatakmörkunum á Kína var komið á fyrr í vor. Þannig var ekki ráðist í umfangsmiklar skimanir fyrir veirunni og alríkisstjórnin trassaði að viða að sér nauðsynlegum búnaði sem fyrirséð var að yrði þörf á eins og öndunarvélum og hlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk.
Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Xi varði viðbrögð Kína við faraldrinum, WHO lofar rannsókn Kínversk stjórnvöld eru opin fyrir óháðri úttekt á viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum eftir að ríkjum tekst að hafa hemil á honum. Xi Jinping, forseti Kína, varði viðbrögð ríkisstjórnar sinnar á fundi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í dag þar sem forstjóri stofnunarinnar lofaði rannsókn eins fljótt og auðið yrði. 18. maí 2020 14:04 Obama gagnrýnir enn viðbrögð Trump-stjórnarinnar við faraldrinum Obama segir embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump ekki hafa fyrir því að þykjast vera við stjórnvölinn. 17. maí 2020 07:40 Fyrirtæki Trump hefur fengið meira en 140 milljónir frá skattgreiðendum Bandaríska alríkisstjórnin hefur greitt fyrirtæki Donalds Trump forseta og æðsta stjórnanda hennar að minnsta kosti rúmlega 140 milljónir króna fyrir gistingu á hótelum og klúbbum hans frá því að Trump tók við embætti fyrir rúmum þremur árum. Útgjöldin tengjast nær öll ferðalögum Trump, fjölskyldu hans og æðstu embættismanna. 14. maí 2020 22:54 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Rugluðust á Laufey og „Megan“ Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Xi varði viðbrögð Kína við faraldrinum, WHO lofar rannsókn Kínversk stjórnvöld eru opin fyrir óháðri úttekt á viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum eftir að ríkjum tekst að hafa hemil á honum. Xi Jinping, forseti Kína, varði viðbrögð ríkisstjórnar sinnar á fundi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í dag þar sem forstjóri stofnunarinnar lofaði rannsókn eins fljótt og auðið yrði. 18. maí 2020 14:04
Obama gagnrýnir enn viðbrögð Trump-stjórnarinnar við faraldrinum Obama segir embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump ekki hafa fyrir því að þykjast vera við stjórnvölinn. 17. maí 2020 07:40
Fyrirtæki Trump hefur fengið meira en 140 milljónir frá skattgreiðendum Bandaríska alríkisstjórnin hefur greitt fyrirtæki Donalds Trump forseta og æðsta stjórnanda hennar að minnsta kosti rúmlega 140 milljónir króna fyrir gistingu á hótelum og klúbbum hans frá því að Trump tók við embætti fyrir rúmum þremur árum. Útgjöldin tengjast nær öll ferðalögum Trump, fjölskyldu hans og æðstu embættismanna. 14. maí 2020 22:54