Refsing ekki líkleg til árangurs í máli vegna brota gegn 16 ára samstarfskonu Andri Eysteinsson skrifar 18. maí 2020 18:30 Manninum var gert að greiða 800.000 króna miskabætur. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness dæmdi karlmann til greiðslu 800 þúsund króna vegna kynferðislegrar áreitni og brota gegn barnaverndarlögum gegn samstarfskonu sinni. Maðurinn, sem glímir við verulega þroskaskerðingu, var sakaður um að hafa á rúmlega eins árs tímabili þuklað á brjóstum samstarfskonu sinnar, slegið á rass, tekið fast utan um hana, viðhaft kynferðislegt tal og beðið hana um að sofa hjá honum. Dóm héraðsdóms má lesa í heild sinni hér. Brotin voru framin á tímabili milli mars 2017 og apríl 2018 þegar brotin voru kærð. Kvað brotaþoli manninn hafa oft á dag tekið um hana, klipið í og leikið sér að brjóstum hennar. Þá hafi ákærði spurt hvort brotaþoli, sem var 16 ára gömul þegar brotin voru kærð, vildi ekki eignast kærasta sem væri með bílpróf. Á tímabilinu sem um ræðir störfuðu brotaþoli og ákærði mikið saman á morgunvöktum og hafi áreitið staðið yfir á nánast hverri vakt. Í dómi héraðsdóms kemur fram að ákærði hafi sætt geðrannsókn vegna málsins. Í yfirmatsgerð tveggja geðlækna segir um ákærða að hann hafi í viðtölum gengist við því að hafa í gegnum tíðina þreifað á rassi, brjóstum og klofi stúlkna. Sagðist hann hrifnastur af „fallegum, smávöxnum stúlkum á aldrinum 15-17 ára.“ Ákærði gekkst í viðtölum einnig við því að hafa þreifað á systur sinni þegar hún var á aldrinum 8-9 ára, tvívegis á drengjum og að börn, sér í lagi stúlkur, örvi hann kynferðislega Matsmenn sögðu manninn þurfa frekari aðstoð Ákærði sagðist telja að brotaþoli væri að búa til lygasögu um hann en sagðist skammast sín fyrir framferði sitt gegn brotaþola. „Ákærði játti að þetta væri alfarið hans sök, en taldi sig ekki hafa átt skilið að vera gómaður fyrir það sem hann gerði á hlut brotaþola; hún hefði átt að tala við hann í stað þess að kvarta við yfirmann þeirra,“ segir í dómnum. Í dómnum segir að brotin gegn stúlkunni hafi valdið henni mikilli vanlíðan. Framburður hennar hafi verið stöðugur trúverðugur. Yfirmatsmenn töldu ákærða sakhæfan en töldu að refsing væri ekki líkleg til að bera árangur. Ákærði væri þroskahamlaður, viti muninn á réttu og röngu en sé haldinn vissri siðblindu. Hann þurfi á verulegum stuðningi að halda frá Félagsmálayfirvöldum. „Með viðeigandi ramma og umhverfi og eftirliti fagaðila megi lágmarka verulega þá hættu sem stafar af barnagirnd hans,ׅ“ segir í dómi héraðsdóms. Ákærða var gert að greiða brotaþola 800.000 krónur í miskabætur en var ekki gerð önnur refsing. Þá var honum gert að greiða allan sakarkostnað, þar á meðal þóknun réttargæslumanns brotaþola og málsvarnarlaun verjanda. Dómsmál Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi karlmann til greiðslu 800 þúsund króna vegna kynferðislegrar áreitni og brota gegn barnaverndarlögum gegn samstarfskonu sinni. Maðurinn, sem glímir við verulega þroskaskerðingu, var sakaður um að hafa á rúmlega eins árs tímabili þuklað á brjóstum samstarfskonu sinnar, slegið á rass, tekið fast utan um hana, viðhaft kynferðislegt tal og beðið hana um að sofa hjá honum. Dóm héraðsdóms má lesa í heild sinni hér. Brotin voru framin á tímabili milli mars 2017 og apríl 2018 þegar brotin voru kærð. Kvað brotaþoli manninn hafa oft á dag tekið um hana, klipið í og leikið sér að brjóstum hennar. Þá hafi ákærði spurt hvort brotaþoli, sem var 16 ára gömul þegar brotin voru kærð, vildi ekki eignast kærasta sem væri með bílpróf. Á tímabilinu sem um ræðir störfuðu brotaþoli og ákærði mikið saman á morgunvöktum og hafi áreitið staðið yfir á nánast hverri vakt. Í dómi héraðsdóms kemur fram að ákærði hafi sætt geðrannsókn vegna málsins. Í yfirmatsgerð tveggja geðlækna segir um ákærða að hann hafi í viðtölum gengist við því að hafa í gegnum tíðina þreifað á rassi, brjóstum og klofi stúlkna. Sagðist hann hrifnastur af „fallegum, smávöxnum stúlkum á aldrinum 15-17 ára.“ Ákærði gekkst í viðtölum einnig við því að hafa þreifað á systur sinni þegar hún var á aldrinum 8-9 ára, tvívegis á drengjum og að börn, sér í lagi stúlkur, örvi hann kynferðislega Matsmenn sögðu manninn þurfa frekari aðstoð Ákærði sagðist telja að brotaþoli væri að búa til lygasögu um hann en sagðist skammast sín fyrir framferði sitt gegn brotaþola. „Ákærði játti að þetta væri alfarið hans sök, en taldi sig ekki hafa átt skilið að vera gómaður fyrir það sem hann gerði á hlut brotaþola; hún hefði átt að tala við hann í stað þess að kvarta við yfirmann þeirra,“ segir í dómnum. Í dómnum segir að brotin gegn stúlkunni hafi valdið henni mikilli vanlíðan. Framburður hennar hafi verið stöðugur trúverðugur. Yfirmatsmenn töldu ákærða sakhæfan en töldu að refsing væri ekki líkleg til að bera árangur. Ákærði væri þroskahamlaður, viti muninn á réttu og röngu en sé haldinn vissri siðblindu. Hann þurfi á verulegum stuðningi að halda frá Félagsmálayfirvöldum. „Með viðeigandi ramma og umhverfi og eftirliti fagaðila megi lágmarka verulega þá hættu sem stafar af barnagirnd hans,ׅ“ segir í dómi héraðsdóms. Ákærða var gert að greiða brotaþola 800.000 krónur í miskabætur en var ekki gerð önnur refsing. Þá var honum gert að greiða allan sakarkostnað, þar á meðal þóknun réttargæslumanns brotaþola og málsvarnarlaun verjanda.
Dómsmál Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Sjá meira