Refsing ekki líkleg til árangurs í máli vegna brota gegn 16 ára samstarfskonu Andri Eysteinsson skrifar 18. maí 2020 18:30 Manninum var gert að greiða 800.000 króna miskabætur. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness dæmdi karlmann til greiðslu 800 þúsund króna vegna kynferðislegrar áreitni og brota gegn barnaverndarlögum gegn samstarfskonu sinni. Maðurinn, sem glímir við verulega þroskaskerðingu, var sakaður um að hafa á rúmlega eins árs tímabili þuklað á brjóstum samstarfskonu sinnar, slegið á rass, tekið fast utan um hana, viðhaft kynferðislegt tal og beðið hana um að sofa hjá honum. Dóm héraðsdóms má lesa í heild sinni hér. Brotin voru framin á tímabili milli mars 2017 og apríl 2018 þegar brotin voru kærð. Kvað brotaþoli manninn hafa oft á dag tekið um hana, klipið í og leikið sér að brjóstum hennar. Þá hafi ákærði spurt hvort brotaþoli, sem var 16 ára gömul þegar brotin voru kærð, vildi ekki eignast kærasta sem væri með bílpróf. Á tímabilinu sem um ræðir störfuðu brotaþoli og ákærði mikið saman á morgunvöktum og hafi áreitið staðið yfir á nánast hverri vakt. Í dómi héraðsdóms kemur fram að ákærði hafi sætt geðrannsókn vegna málsins. Í yfirmatsgerð tveggja geðlækna segir um ákærða að hann hafi í viðtölum gengist við því að hafa í gegnum tíðina þreifað á rassi, brjóstum og klofi stúlkna. Sagðist hann hrifnastur af „fallegum, smávöxnum stúlkum á aldrinum 15-17 ára.“ Ákærði gekkst í viðtölum einnig við því að hafa þreifað á systur sinni þegar hún var á aldrinum 8-9 ára, tvívegis á drengjum og að börn, sér í lagi stúlkur, örvi hann kynferðislega Matsmenn sögðu manninn þurfa frekari aðstoð Ákærði sagðist telja að brotaþoli væri að búa til lygasögu um hann en sagðist skammast sín fyrir framferði sitt gegn brotaþola. „Ákærði játti að þetta væri alfarið hans sök, en taldi sig ekki hafa átt skilið að vera gómaður fyrir það sem hann gerði á hlut brotaþola; hún hefði átt að tala við hann í stað þess að kvarta við yfirmann þeirra,“ segir í dómnum. Í dómnum segir að brotin gegn stúlkunni hafi valdið henni mikilli vanlíðan. Framburður hennar hafi verið stöðugur trúverðugur. Yfirmatsmenn töldu ákærða sakhæfan en töldu að refsing væri ekki líkleg til að bera árangur. Ákærði væri þroskahamlaður, viti muninn á réttu og röngu en sé haldinn vissri siðblindu. Hann þurfi á verulegum stuðningi að halda frá Félagsmálayfirvöldum. „Með viðeigandi ramma og umhverfi og eftirliti fagaðila megi lágmarka verulega þá hættu sem stafar af barnagirnd hans,ׅ“ segir í dómi héraðsdóms. Ákærða var gert að greiða brotaþola 800.000 krónur í miskabætur en var ekki gerð önnur refsing. Þá var honum gert að greiða allan sakarkostnað, þar á meðal þóknun réttargæslumanns brotaþola og málsvarnarlaun verjanda. Dómsmál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi karlmann til greiðslu 800 þúsund króna vegna kynferðislegrar áreitni og brota gegn barnaverndarlögum gegn samstarfskonu sinni. Maðurinn, sem glímir við verulega þroskaskerðingu, var sakaður um að hafa á rúmlega eins árs tímabili þuklað á brjóstum samstarfskonu sinnar, slegið á rass, tekið fast utan um hana, viðhaft kynferðislegt tal og beðið hana um að sofa hjá honum. Dóm héraðsdóms má lesa í heild sinni hér. Brotin voru framin á tímabili milli mars 2017 og apríl 2018 þegar brotin voru kærð. Kvað brotaþoli manninn hafa oft á dag tekið um hana, klipið í og leikið sér að brjóstum hennar. Þá hafi ákærði spurt hvort brotaþoli, sem var 16 ára gömul þegar brotin voru kærð, vildi ekki eignast kærasta sem væri með bílpróf. Á tímabilinu sem um ræðir störfuðu brotaþoli og ákærði mikið saman á morgunvöktum og hafi áreitið staðið yfir á nánast hverri vakt. Í dómi héraðsdóms kemur fram að ákærði hafi sætt geðrannsókn vegna málsins. Í yfirmatsgerð tveggja geðlækna segir um ákærða að hann hafi í viðtölum gengist við því að hafa í gegnum tíðina þreifað á rassi, brjóstum og klofi stúlkna. Sagðist hann hrifnastur af „fallegum, smávöxnum stúlkum á aldrinum 15-17 ára.“ Ákærði gekkst í viðtölum einnig við því að hafa þreifað á systur sinni þegar hún var á aldrinum 8-9 ára, tvívegis á drengjum og að börn, sér í lagi stúlkur, örvi hann kynferðislega Matsmenn sögðu manninn þurfa frekari aðstoð Ákærði sagðist telja að brotaþoli væri að búa til lygasögu um hann en sagðist skammast sín fyrir framferði sitt gegn brotaþola. „Ákærði játti að þetta væri alfarið hans sök, en taldi sig ekki hafa átt skilið að vera gómaður fyrir það sem hann gerði á hlut brotaþola; hún hefði átt að tala við hann í stað þess að kvarta við yfirmann þeirra,“ segir í dómnum. Í dómnum segir að brotin gegn stúlkunni hafi valdið henni mikilli vanlíðan. Framburður hennar hafi verið stöðugur trúverðugur. Yfirmatsmenn töldu ákærða sakhæfan en töldu að refsing væri ekki líkleg til að bera árangur. Ákærði væri þroskahamlaður, viti muninn á réttu og röngu en sé haldinn vissri siðblindu. Hann þurfi á verulegum stuðningi að halda frá Félagsmálayfirvöldum. „Með viðeigandi ramma og umhverfi og eftirliti fagaðila megi lágmarka verulega þá hættu sem stafar af barnagirnd hans,ׅ“ segir í dómi héraðsdóms. Ákærða var gert að greiða brotaþola 800.000 krónur í miskabætur en var ekki gerð önnur refsing. Þá var honum gert að greiða allan sakarkostnað, þar á meðal þóknun réttargæslumanns brotaþola og málsvarnarlaun verjanda.
Dómsmál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Sjá meira