Segir heilbrigðiskerfið hafa staðist álagið vel Samúel Karl Ólason skrifar 18. maí 2020 18:38 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/vilhelm Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar sýna betur en áður hve mikilvæg samstæða þjóða er og hve dýrmætt það er að eiga sameiginlegan vettvang eins og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina, WHO. Þetta sagði Svandís í ávarpi á ársþingi WHO í dag. Þar sagði hún einni að Íslendingar hefðu fylgt leiðsögn WHO, lagt kapp á greiningu smita, smitrakningu og sóttkví til að hindra útbreiðslu veirunnar. Þannig hafi tekist að fækka smitum, verja heilbrigðiskerfið og vernda viðkvæma hópa. „Íslenska heilbrigðiskerfið hefur staðist álagið vel. Við búum að sterkri, samhæfðri opinberri heilbrigðisþjónustu sem hefur sýnt aðdáunarverðan sveigjanleika og aðlögunarhæfni. Margt höfum við lært sem mun gagnast við uppbyggingu og endurskipulagningu heilbrigðiskerfisins framundan,“ sagði Svandís. Ávarp hennar var flutt á ensku en hún tók einnig upp íslenska útgáfu sem sjá má hér að neðan. Svandís sagði einnig að áhrif faraldursins væru víðtæk. „Nýr veruleiki blasir við. Djúp kreppa, atvinnuleysi og óöryggi setur mark sitt á líf fjölmargra. Við þurfum að fylgjast með áhrifum þessa á líðan fólks og geðheilsu, hlúa að samfélagslegum innviðum og sjá til þess að enginn verði skilinn eftir. Ég nefni hér sérstaklega konur og börn í viðkvæmri stöðu. Ég nefni hér fátækar þjóðir.“ Hún sagði áframhaldandi samstöðu grundvallaratriði þar sem heimurinn væri enn í miðjum faraldri. Til að mynda væri samvinna á sviði rannsókna og vísinda meginforsenda fyrir þróun bóluefnis gegn kórónuveirunni. „Við búum í samfélagi þjóða og við eigum okkur sameiginleg markmið. Látum heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna verða vegvísi okkar inn í framtíðina og skiljum engan eftir,“ sagði Svandís. ÁVARP // Ræða heilbrigðisráðherra 18. maí á ráðherrafundi Alþjóðheilbrigðismálastofnunarinnar from Landspítali on Vimeo. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar sýna betur en áður hve mikilvæg samstæða þjóða er og hve dýrmætt það er að eiga sameiginlegan vettvang eins og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina, WHO. Þetta sagði Svandís í ávarpi á ársþingi WHO í dag. Þar sagði hún einni að Íslendingar hefðu fylgt leiðsögn WHO, lagt kapp á greiningu smita, smitrakningu og sóttkví til að hindra útbreiðslu veirunnar. Þannig hafi tekist að fækka smitum, verja heilbrigðiskerfið og vernda viðkvæma hópa. „Íslenska heilbrigðiskerfið hefur staðist álagið vel. Við búum að sterkri, samhæfðri opinberri heilbrigðisþjónustu sem hefur sýnt aðdáunarverðan sveigjanleika og aðlögunarhæfni. Margt höfum við lært sem mun gagnast við uppbyggingu og endurskipulagningu heilbrigðiskerfisins framundan,“ sagði Svandís. Ávarp hennar var flutt á ensku en hún tók einnig upp íslenska útgáfu sem sjá má hér að neðan. Svandís sagði einnig að áhrif faraldursins væru víðtæk. „Nýr veruleiki blasir við. Djúp kreppa, atvinnuleysi og óöryggi setur mark sitt á líf fjölmargra. Við þurfum að fylgjast með áhrifum þessa á líðan fólks og geðheilsu, hlúa að samfélagslegum innviðum og sjá til þess að enginn verði skilinn eftir. Ég nefni hér sérstaklega konur og börn í viðkvæmri stöðu. Ég nefni hér fátækar þjóðir.“ Hún sagði áframhaldandi samstöðu grundvallaratriði þar sem heimurinn væri enn í miðjum faraldri. Til að mynda væri samvinna á sviði rannsókna og vísinda meginforsenda fyrir þróun bóluefnis gegn kórónuveirunni. „Við búum í samfélagi þjóða og við eigum okkur sameiginleg markmið. Látum heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna verða vegvísi okkar inn í framtíðina og skiljum engan eftir,“ sagði Svandís. ÁVARP // Ræða heilbrigðisráðherra 18. maí á ráðherrafundi Alþjóðheilbrigðismálastofnunarinnar from Landspítali on Vimeo.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent