Segir heilbrigðiskerfið hafa staðist álagið vel Samúel Karl Ólason skrifar 18. maí 2020 18:38 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/vilhelm Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar sýna betur en áður hve mikilvæg samstæða þjóða er og hve dýrmætt það er að eiga sameiginlegan vettvang eins og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina, WHO. Þetta sagði Svandís í ávarpi á ársþingi WHO í dag. Þar sagði hún einni að Íslendingar hefðu fylgt leiðsögn WHO, lagt kapp á greiningu smita, smitrakningu og sóttkví til að hindra útbreiðslu veirunnar. Þannig hafi tekist að fækka smitum, verja heilbrigðiskerfið og vernda viðkvæma hópa. „Íslenska heilbrigðiskerfið hefur staðist álagið vel. Við búum að sterkri, samhæfðri opinberri heilbrigðisþjónustu sem hefur sýnt aðdáunarverðan sveigjanleika og aðlögunarhæfni. Margt höfum við lært sem mun gagnast við uppbyggingu og endurskipulagningu heilbrigðiskerfisins framundan,“ sagði Svandís. Ávarp hennar var flutt á ensku en hún tók einnig upp íslenska útgáfu sem sjá má hér að neðan. Svandís sagði einnig að áhrif faraldursins væru víðtæk. „Nýr veruleiki blasir við. Djúp kreppa, atvinnuleysi og óöryggi setur mark sitt á líf fjölmargra. Við þurfum að fylgjast með áhrifum þessa á líðan fólks og geðheilsu, hlúa að samfélagslegum innviðum og sjá til þess að enginn verði skilinn eftir. Ég nefni hér sérstaklega konur og börn í viðkvæmri stöðu. Ég nefni hér fátækar þjóðir.“ Hún sagði áframhaldandi samstöðu grundvallaratriði þar sem heimurinn væri enn í miðjum faraldri. Til að mynda væri samvinna á sviði rannsókna og vísinda meginforsenda fyrir þróun bóluefnis gegn kórónuveirunni. „Við búum í samfélagi þjóða og við eigum okkur sameiginleg markmið. Látum heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna verða vegvísi okkar inn í framtíðina og skiljum engan eftir,“ sagði Svandís. ÁVARP // Ræða heilbrigðisráðherra 18. maí á ráðherrafundi Alþjóðheilbrigðismálastofnunarinnar from Landspítali on Vimeo. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar sýna betur en áður hve mikilvæg samstæða þjóða er og hve dýrmætt það er að eiga sameiginlegan vettvang eins og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina, WHO. Þetta sagði Svandís í ávarpi á ársþingi WHO í dag. Þar sagði hún einni að Íslendingar hefðu fylgt leiðsögn WHO, lagt kapp á greiningu smita, smitrakningu og sóttkví til að hindra útbreiðslu veirunnar. Þannig hafi tekist að fækka smitum, verja heilbrigðiskerfið og vernda viðkvæma hópa. „Íslenska heilbrigðiskerfið hefur staðist álagið vel. Við búum að sterkri, samhæfðri opinberri heilbrigðisþjónustu sem hefur sýnt aðdáunarverðan sveigjanleika og aðlögunarhæfni. Margt höfum við lært sem mun gagnast við uppbyggingu og endurskipulagningu heilbrigðiskerfisins framundan,“ sagði Svandís. Ávarp hennar var flutt á ensku en hún tók einnig upp íslenska útgáfu sem sjá má hér að neðan. Svandís sagði einnig að áhrif faraldursins væru víðtæk. „Nýr veruleiki blasir við. Djúp kreppa, atvinnuleysi og óöryggi setur mark sitt á líf fjölmargra. Við þurfum að fylgjast með áhrifum þessa á líðan fólks og geðheilsu, hlúa að samfélagslegum innviðum og sjá til þess að enginn verði skilinn eftir. Ég nefni hér sérstaklega konur og börn í viðkvæmri stöðu. Ég nefni hér fátækar þjóðir.“ Hún sagði áframhaldandi samstöðu grundvallaratriði þar sem heimurinn væri enn í miðjum faraldri. Til að mynda væri samvinna á sviði rannsókna og vísinda meginforsenda fyrir þróun bóluefnis gegn kórónuveirunni. „Við búum í samfélagi þjóða og við eigum okkur sameiginleg markmið. Látum heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna verða vegvísi okkar inn í framtíðina og skiljum engan eftir,“ sagði Svandís. ÁVARP // Ræða heilbrigðisráðherra 18. maí á ráðherrafundi Alþjóðheilbrigðismálastofnunarinnar from Landspítali on Vimeo.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira