Stólarnir áfram í toppslagnum: „Körfubolti er lífið hérna“ Sindri Sverrisson skrifar 16. apríl 2020 21:00 Ingólfur Jón Geirsson fór yfir stöðuna með Kjartani Atla Kjartanssyni í Sportinu í dag. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Við ætlum ekki að fara að fjárfesta okkur í kaf, en við ætlum að halda áfram að vera með í slagnum,“ segir Ingólfur Jón Geirsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Tindastóll krækti í risastóran bita í þessari viku þegar félagið fékk Nikolas Tomsick frá deildarmeisturum Stjörnunnar. Sauðkrækingar virðast því ekki ætla að slá slöku við þrátt fyrir fjárhagslegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins, en þeir hafa haft á einu af bestu liðum Domino‘s-deildarinnar að skipa mörg síðustu ár. „Að sjálfsögðu er töluverð óvissa um hvað verður. Við höfum verið með mjög stóran og góðan hóp af styrktaraðilum. Hvort að allir geti haldið áfram á fullri ferð vitum við ekkert um eins og staðan er í dag, en þetta hefur gengið upp hjá okkur hingað til að mestu leyti. Okkur vantaði auðvitað úrslitakeppnina núna en að öðru leyti hefur reksturinn gengið upp hjá okkur,“ sagði Ingólfur í Sportinu í dag. Líkt og aðrir körfuboltaáhugamenn grætur Ingólfur það að ekki skyldi nein úrslitakeppni fara fram í vor. Hann segir það sjást á Skagfirðingum hve sárt þeir sakni körfunnar í samkomubanni: „Körfubolti er lífið hérna. Það fylgjast allir með körfuboltanum hérna. Það er rosalega stór hópur barna og unglinga í körfuboltanum, og það er hálfgerð depurð í mörgum hérna því það er ekki körfubolti eins og er. Okkur vantar körfuboltann okkar.“ Klippa: Sportið í dag - Formaður Tindastóls um fjármálin Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Dominos-deild karla Tindastóll Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Sjá meira
„Við ætlum ekki að fara að fjárfesta okkur í kaf, en við ætlum að halda áfram að vera með í slagnum,“ segir Ingólfur Jón Geirsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Tindastóll krækti í risastóran bita í þessari viku þegar félagið fékk Nikolas Tomsick frá deildarmeisturum Stjörnunnar. Sauðkrækingar virðast því ekki ætla að slá slöku við þrátt fyrir fjárhagslegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins, en þeir hafa haft á einu af bestu liðum Domino‘s-deildarinnar að skipa mörg síðustu ár. „Að sjálfsögðu er töluverð óvissa um hvað verður. Við höfum verið með mjög stóran og góðan hóp af styrktaraðilum. Hvort að allir geti haldið áfram á fullri ferð vitum við ekkert um eins og staðan er í dag, en þetta hefur gengið upp hjá okkur hingað til að mestu leyti. Okkur vantaði auðvitað úrslitakeppnina núna en að öðru leyti hefur reksturinn gengið upp hjá okkur,“ sagði Ingólfur í Sportinu í dag. Líkt og aðrir körfuboltaáhugamenn grætur Ingólfur það að ekki skyldi nein úrslitakeppni fara fram í vor. Hann segir það sjást á Skagfirðingum hve sárt þeir sakni körfunnar í samkomubanni: „Körfubolti er lífið hérna. Það fylgjast allir með körfuboltanum hérna. Það er rosalega stór hópur barna og unglinga í körfuboltanum, og það er hálfgerð depurð í mörgum hérna því það er ekki körfubolti eins og er. Okkur vantar körfuboltann okkar.“ Klippa: Sportið í dag - Formaður Tindastóls um fjármálin Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Dominos-deild karla Tindastóll Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn