Skoða að setja ferðamenn í sóttkví við komuna til landsins Sylvía Hall og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 16. apríl 2020 18:16 Sóttvarnalæknir telur mikilvægt að hömlur séu settar á erlenda ferðamenn sem koma til landsins. Meðal annars er verið að skoða hvort ferðamenn sem koma til landsins þurfi að fara í tveggja vikna sóttkví. Sú regla er nú í gildi að allir einstaklingar sem koma til landsins og eru búsettir á Íslandi þurfi að fara í sóttkví. Erlendir ferðamenn geta hins vegar komið til landsins og ferðast um án þess að fara í sóttkví við komuna. Sóttvarnalæknir á von á að þessu verði breytt og hömlur settar á erlenda ferðamenn „Ég tel mikilvægt að við könnum allar leiðir til þess að þetta gildi, einhvers konar hömlur muni gilda líka um þá til þess að tryggja það að við fáum ekki smit hingað til Íslands,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Starfshópur skoðar nú hvernig þetta verður útfært og á Þórólfur von á að það liggi fyrir á næstu dögum. Meðal annars sé verið að skoða að ferðamenn sem koma til landsins fari í sóttkví við komuna í tvær vikur. „Ég bendi á að það eru mörg lönd með þetta til dæmis eins og sóttkví. Danmörk, Noregur, fólk er lokað inni ef það fer til Frakklands og það þarf að sæta útgöngubanni. Þannig það eru mjög mismunandi kvaðir sem að hvíla á fólki hvort sem þau eru búsett í þessum löndum eða hvort þau eru að koma sem ferðamenn,“ segir Þórólfur. Ennþá tæplega þrjár vikur í 4. maí Tólf greindust síðastliðinn sólarhring með kórónuveiruna. Sóttvarnalæknir segir að búast megi við að þeim sem greinast með veiruna haldi áfram að fækka. Engu að síður óttast Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn að bakslag geti komið þar sem landsmenn virðast vera meira á ferli nú síðustu daga en áður. „Við fengum svolítið tilfinninguna sérstaklega í gær að svona fólki væri létt og við áttum svo sem von á því að fólki yrði létt að sjá svona hvaða væri en við áttum kannski ekki von á því endilega að fólk byrjaði að hugsa að það væri kominn 4. maí. Það eru enn þá tæpar þrjár vikur þangað til. Þannig að við verðum bara að bíða og sjá. Við erum enn þá að berjast við þetta af þeim krafti sem við erum búin að vera að gera núna síðustu vikurnar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ekki kominn 4. maí og mögulega hægt að knúsast í júlí Víðir Reynissonn, yfirlögregluþjónn, var með tvo punkta á daglegum upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. 4. maí er ekki kominn og hann vonar að hægt sé að fallast í faðma á nýjan leik í júlí. 16. apríl 2020 14:38 Ráðlagt að samkomur fyrir fleiri en tvö þúsund verði ekki haldnar í sumar Fram kemur í minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. 14. apríl 2020 13:39 Þessum takmörkunum verður aflétt 4. maí Fjöldamörk samkomubanns verða hækkuð úr 20 í 50 manns, opnað verður fyrir hefðbundið skólahald í leik- og grunnskólum, framhalds- og háskólar verða opnaðir með takmörkunum og heimilt verður að hefja á ný ýmsa þjónustu. 14. apríl 2020 12:02 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Sóttvarnalæknir telur mikilvægt að hömlur séu settar á erlenda ferðamenn sem koma til landsins. Meðal annars er verið að skoða hvort ferðamenn sem koma til landsins þurfi að fara í tveggja vikna sóttkví. Sú regla er nú í gildi að allir einstaklingar sem koma til landsins og eru búsettir á Íslandi þurfi að fara í sóttkví. Erlendir ferðamenn geta hins vegar komið til landsins og ferðast um án þess að fara í sóttkví við komuna. Sóttvarnalæknir á von á að þessu verði breytt og hömlur settar á erlenda ferðamenn „Ég tel mikilvægt að við könnum allar leiðir til þess að þetta gildi, einhvers konar hömlur muni gilda líka um þá til þess að tryggja það að við fáum ekki smit hingað til Íslands,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Starfshópur skoðar nú hvernig þetta verður útfært og á Þórólfur von á að það liggi fyrir á næstu dögum. Meðal annars sé verið að skoða að ferðamenn sem koma til landsins fari í sóttkví við komuna í tvær vikur. „Ég bendi á að það eru mörg lönd með þetta til dæmis eins og sóttkví. Danmörk, Noregur, fólk er lokað inni ef það fer til Frakklands og það þarf að sæta útgöngubanni. Þannig það eru mjög mismunandi kvaðir sem að hvíla á fólki hvort sem þau eru búsett í þessum löndum eða hvort þau eru að koma sem ferðamenn,“ segir Þórólfur. Ennþá tæplega þrjár vikur í 4. maí Tólf greindust síðastliðinn sólarhring með kórónuveiruna. Sóttvarnalæknir segir að búast megi við að þeim sem greinast með veiruna haldi áfram að fækka. Engu að síður óttast Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn að bakslag geti komið þar sem landsmenn virðast vera meira á ferli nú síðustu daga en áður. „Við fengum svolítið tilfinninguna sérstaklega í gær að svona fólki væri létt og við áttum svo sem von á því að fólki yrði létt að sjá svona hvaða væri en við áttum kannski ekki von á því endilega að fólk byrjaði að hugsa að það væri kominn 4. maí. Það eru enn þá tæpar þrjár vikur þangað til. Þannig að við verðum bara að bíða og sjá. Við erum enn þá að berjast við þetta af þeim krafti sem við erum búin að vera að gera núna síðustu vikurnar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ekki kominn 4. maí og mögulega hægt að knúsast í júlí Víðir Reynissonn, yfirlögregluþjónn, var með tvo punkta á daglegum upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. 4. maí er ekki kominn og hann vonar að hægt sé að fallast í faðma á nýjan leik í júlí. 16. apríl 2020 14:38 Ráðlagt að samkomur fyrir fleiri en tvö þúsund verði ekki haldnar í sumar Fram kemur í minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. 14. apríl 2020 13:39 Þessum takmörkunum verður aflétt 4. maí Fjöldamörk samkomubanns verða hækkuð úr 20 í 50 manns, opnað verður fyrir hefðbundið skólahald í leik- og grunnskólum, framhalds- og háskólar verða opnaðir með takmörkunum og heimilt verður að hefja á ný ýmsa þjónustu. 14. apríl 2020 12:02 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Ekki kominn 4. maí og mögulega hægt að knúsast í júlí Víðir Reynissonn, yfirlögregluþjónn, var með tvo punkta á daglegum upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. 4. maí er ekki kominn og hann vonar að hægt sé að fallast í faðma á nýjan leik í júlí. 16. apríl 2020 14:38
Ráðlagt að samkomur fyrir fleiri en tvö þúsund verði ekki haldnar í sumar Fram kemur í minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. 14. apríl 2020 13:39
Þessum takmörkunum verður aflétt 4. maí Fjöldamörk samkomubanns verða hækkuð úr 20 í 50 manns, opnað verður fyrir hefðbundið skólahald í leik- og grunnskólum, framhalds- og háskólar verða opnaðir með takmörkunum og heimilt verður að hefja á ný ýmsa þjónustu. 14. apríl 2020 12:02