TF-EIR, þyrla Landhelgisgæslunnar sem festist á Sandskeiði í gær, er komin til Reykjavíkur. Vélin lenti í Reykjavík um klukkan hálf eitt. Þetta staðfesti Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við fréttastofu nú rétt í þessu.
Þyrlunni var lent á flugvellinum við Sandskeið í varúðarskyni eftir að aðvörunarljós gaf til kynna að olíuþrýstingur á aðalsmurkerfi gírkassa vélarinnar hafði fallið niður fyrir eðlileg viðmið.