Grindavík gerir Liverpool freistandi tilboð Sindri Sverrisson skrifar 17. maí 2020 09:00 Er þetta ekki ágæt hugmynd? Liverpool byrjar vonandi brátt liðsæfingar að nýju og hvar væri betra að gera það en í Grindavík? VÍSIR/GETTY Vonir standa til þess að hægt verði að hefja keppni í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta að nýju þann 12. júní, eftir langt hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Grindvíkingar hafa boðið Liverpool aðstoð við undirbúninginn. Ekki er enn ljóst hvenær ensku liðin geta hafið hefðbundnar liðsæfingar að nýju en hefðbundnar æfingar meistaraflokka á Íslandi ættu að verða leyfilegar 25. maí. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins á fimmtudag hafa einhverjar óformlegar þreifingar átt sér stað um komu enskra úrvalsdeildarliða til æfinga hér á landi, en haft var eftir Guðna Bergssyni formanni KSÍ á mbl.is í kjölfarið að slíkt væri ólíklegt. Vilji Liverpool-menn, sem eru langefstir í ensku úrvalsdeildinni og afar nærri því að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn, koma til Íslands gætu þeir horft til Suðurnesja eftir tilboð frá Grindvíkingum í gegnum Twitter. Þar benda Grindvíkingar á að þeir séu með þrjá fótboltavelli í boði og svo sé hið fimm stjörnu hótel Bláa lónsins í næsta nágrenni. Það verður þó vissulega að teljast ólíklegt að Salah, Mané og félagar mæti til Grindavíkur en hafa ber í huga að um fordæmalausa tíma er að ræða. If you need a place to practice over the next few weeks we would love to host you @LFC. In Grindavik, Iceland we've got 3 pitches with the 5 star Blue Lagoon Hotel next door. Top facilities.You could not restart the season in a better way! pic.twitter.com/L2ReAIa9pq— UMFG - Ungmennafélag Grindavíkur (@umfg) May 15, 2020 UMF Grindavík Enski boltinn Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Sjá meira
Vonir standa til þess að hægt verði að hefja keppni í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta að nýju þann 12. júní, eftir langt hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Grindvíkingar hafa boðið Liverpool aðstoð við undirbúninginn. Ekki er enn ljóst hvenær ensku liðin geta hafið hefðbundnar liðsæfingar að nýju en hefðbundnar æfingar meistaraflokka á Íslandi ættu að verða leyfilegar 25. maí. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins á fimmtudag hafa einhverjar óformlegar þreifingar átt sér stað um komu enskra úrvalsdeildarliða til æfinga hér á landi, en haft var eftir Guðna Bergssyni formanni KSÍ á mbl.is í kjölfarið að slíkt væri ólíklegt. Vilji Liverpool-menn, sem eru langefstir í ensku úrvalsdeildinni og afar nærri því að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn, koma til Íslands gætu þeir horft til Suðurnesja eftir tilboð frá Grindvíkingum í gegnum Twitter. Þar benda Grindvíkingar á að þeir séu með þrjá fótboltavelli í boði og svo sé hið fimm stjörnu hótel Bláa lónsins í næsta nágrenni. Það verður þó vissulega að teljast ólíklegt að Salah, Mané og félagar mæti til Grindavíkur en hafa ber í huga að um fordæmalausa tíma er að ræða. If you need a place to practice over the next few weeks we would love to host you @LFC. In Grindavik, Iceland we've got 3 pitches with the 5 star Blue Lagoon Hotel next door. Top facilities.You could not restart the season in a better way! pic.twitter.com/L2ReAIa9pq— UMFG - Ungmennafélag Grindavíkur (@umfg) May 15, 2020
UMF Grindavík Enski boltinn Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Sjá meira