Alltaf gaman hjá Landhelgisgæslunni, körfubolti og kór Rakel Sveinsdóttir skrifar 16. maí 2020 10:00 Það er í nægu að snúast hjá Svanhildi Sverrisdóttur mannauðsstjóra Landhelgisgæslunnar en hún er líka formaður Kvennakórs Reykjavíkur, mikill áhugamaður um körfubolta og vinnur nú meistararitgerðina sína í mannauðsstjórnun. Vísir/Vilhelm Svanhildur Sverrisdóttir mannauðsstjóri Landhelgisgæslu Íslands segir það kolranga ímynd að Landhelgisgæslan sé karllægur vinnustaður. Ekki aðeins hafi konum fjölgað þar heldur séu þær sem þar eru algjörir naglar og gefi strákunum ekkert eftir. Þeir séu reyndar miklir öðlingar karlmennirnir sem þar starfi. Svanhildur er líka formaður Kvennakórs Reykjavíkur, rekur sex manna heimili sem samanstendur af miklu körfuboltaáhugafólki og er þessa dagana að vinna í meistararitgerð sinni í mannauðsstjórnun. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum þar sem við spyrjum alltaf hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Fer á fætur ekki síðar en kl. 6:30. Vildi að ég gæti sagt að ég vaknaði snemma til að byrja á því að vinna einhver afrek. En ástæðan er einfaldlega sú að ég fer á fætur á undan öllum hinum á heimilinu til að vera fyrst til að ná sturtunni, við erum sko 6 á heimilinu. Svo veitir mér ekkert af góðum tíma á morgnana. Það tekur mig bara óratíma að græja mig og ekki hefur sá tími orðið styttri svona í seinni tíð, þú skilur…“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Sturtan er alltaf mitt fyrsta verk. Svo ræsi ég liðið áður en ég skutla í mig morgunmatnum. Ég er núna í morgunmats uppeldi hjá eiginmanninum að læra að meta mismunandi tvist af hafragraut. Drekk ekki kaffi. Er alltaf að heyra það að ég sé að fara á mis við afar mikið, en ég segi bara að ég byrja á þessu þegar ég verð komin með aldur til.“ Er Landhelgisgæslan karllægur vinnustaður eða er það bara ímynd byggð á misskilningi? „Kolröng ímynd og byggð á stórfelldum misskilningi. Landhelgisgæslan er fyrst og fremst skemmtilegur og gefandi vinnustaður. Það eru satt að segja forréttindi að starfa á svona vinnustað. Ótrúlega þroskandi og fróðlegt. Verkefnin eru fjölbreytt og krefjandi og mannauðurinn einstakur. Enginn dagur er eins og það er bara ekki hægt að láta sér leiðast eitt andartak. Við erum algjörlega ósammála því að störf hjá Landhelgisgæslunni séu karllæg og höfum því markvisst unnið að því að fjölga konum. Við erum afar stolt af því að framkvæmdateymi Landhelgisgæslunnar er til jafns skipað konum og körlum og nú starfa konur í öllum deildum Landhelgisgæslunnar; hvort sem er til sjós, í flugi, í stjórnstöðvum eða öðrum einingum. Þetta eru algjörir naglar þessar stelpur og gefa strákunum ekkert eftir. Strákarnir taka líka ósköp vel á móti þeim. Enda öðlingar allir saman.“ Svanhildur segir stelpurnar hjá Landhelgisgæslunni algjöra nagla og strákana algjöra öðlinga. Allir dagar séu skemmtilegir.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Í þessum töluðu orðum er ég að leggja lokahönd á meistararitgerð í mannauðsstjórnun. Hún fjallar um einkenni árangursríkra teyma og auðvitað var nærtækast að fjalla um teymi hjá Landhelgisgæslunni. Þegar ég sagði þeim í þyrlusveitinni að ég ætlaði að nýta námið til að skoða hvað það væri sem gerði að verkum að þau væru svona frábær þá stóð ekki á svörum: þarftu virkilega að fara í tveggja ára mastersnám til að átta þig á því? Svo erum við í Kvennakór Reykjavíkur alltaf að. Erum að skipuleggja haustið og stefnum á stórtónleika í nóvember með söng og dansi og alls konar skemmtilegum uppákomum enda erum við ekki „dansandi kórinn“ fyrir ekki neitt. Kórstjórinn okkar er nefnilega bæði kórstjóri og dansari og í hennar huga er ekkert lag nema dansað sé. Kvennakór Reykjavíkur hefði átt að vera með risastórt landsmót íslenskra kvennakóra fyrr í mánuðinum. Sjöhundruð syngjandi konur í Hörpu og Háskólabíó og víðar. Það er náttúrulega ekkert nema gleði. Við ætlum í staðinn að rigga þessu landsmóti upp á næsta ári og þá verður bara enn meiri gleði. Svo er ég að vinna að námskeiði um hamingju og velferð á vinnustaðnum okkar. Tengi það jákvæðri sálfræði sem ég kláraði fyrir ári síðan. Þeir gera nú svolítið grín að mér vinnufélagarnir hjá Landhelgisgæslunni og kalla þetta námskeið „happy hour“. Þá erum við fjölskyldan sérlegt körfuboltaáhugafólk. Eigum tvo stráka sem æfa á fullu hjá ÍR og við erum því með annan fótinn í körfuboltasölum landsins á veturna. Elskum Dominos körfuboltakvöld og The last dance, þættina um Michael Jordan. Og í körfunni hefur nú aldeilis þurft að hugsa í lausnum síðustu vikur.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Mitt skipulag miðast að mestu við að vera til taks fyrir starfsfólkið okkar. Í svona dýnamísku starfsumhverfi eins og hjá Landhelgisgæslunni getur oft reynst snúið að skipuleggja sig og hvað þá að halda skipulaginu ef maður á annað borð nær að skipuleggja sig eitthvað. Við hjá Landhelgisgæslunni þurfum að vera sveigjanleg og lausnarmiðuð og stundum þarf að vinna hratt. Eitt af því jákvæða sem staðan síðustu vikur hefur skilað er hversu tilbúin við erum að hugsa í nýjum lausnum. Við upplifum þetta hjá Landhelgisgæslunni og líka í kórnum. Þar skipulögðum við fjaræfingar og það var bara ljómandi skemmtileg upplifun og bráðskondin líka. En það er ótrúlegt hvað er hægt.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Einmitt, það er yfirleitt saga til næsta bæjar ef maður nær að halda sér vakandi fram yfir tíu fréttir. En núna er að birta svo mikið þannig að maður nær alveg að hanga til miðnættis. Við fjölskyldan höfum komið okkur upp þeim sið eða kannski ósið að horfa á einn afþreyingarþátt saman fyrir svefninn. Erum nýbúin að strauja allar seríur af Brooklyn Nine-Nine á Netflix. Næst á dagskrá er þriðja umferð af Friends. Sumt bara eldist eitthvað svo vel.“ Kaffispjallið Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Kórónuveiran reynir á túlkun samninga og eiginkonan vill þjóðnýta hann í svefnrannsóknir Í kaffispjalli um helgar er talað við fólk í ólíkum störfum og segir Árni Helgason lögmaður hjá JÁS Lögmönnum að lögmannstarfið sé skemmtilegt því það felur í sér að vinna með svo mörgu fólki. Árni Helgason er sannur B-maður. 9. maí 2020 10:00 Grænn drykkur og súkkulaði í morgunmat og góð ráð fyrir byrjendur í hlaupi Martha Ernst er án efa þekktasta hlaupakona landsins og í kaffispjalli helgarinnar gefur hún lesendum góð ráð fyrir byrjendur í hlaupi eða skokki. 2. maí 2020 10:00 Neyddur til að vera A manneskja aðra hverja viku og aðeins stóru málin komast á blað Hann viðurkennir að svefninn er í algjöru rugli en segir heilann vakna á næturna. Styðst við skipulagskerfi sem yfirmaður kenndi honum hjá Creditinfo Group. 25. apríl 2020 10:00 „Maðurinn minn kallar mig lampann“ og óttaleg óregla á öllu vegna COVID Í kaffispjalli á laugardögum er talað við fólk í ólíkum störfum um bæði daglegt líf og helstu verkefni í vinnunni. Í þetta sinn er það Áslaug Hulda Jónsdóttir sem situr fyrir svörum. 18. apríl 2020 10:00 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Sjá meira
Svanhildur Sverrisdóttir mannauðsstjóri Landhelgisgæslu Íslands segir það kolranga ímynd að Landhelgisgæslan sé karllægur vinnustaður. Ekki aðeins hafi konum fjölgað þar heldur séu þær sem þar eru algjörir naglar og gefi strákunum ekkert eftir. Þeir séu reyndar miklir öðlingar karlmennirnir sem þar starfi. Svanhildur er líka formaður Kvennakórs Reykjavíkur, rekur sex manna heimili sem samanstendur af miklu körfuboltaáhugafólki og er þessa dagana að vinna í meistararitgerð sinni í mannauðsstjórnun. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum þar sem við spyrjum alltaf hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Fer á fætur ekki síðar en kl. 6:30. Vildi að ég gæti sagt að ég vaknaði snemma til að byrja á því að vinna einhver afrek. En ástæðan er einfaldlega sú að ég fer á fætur á undan öllum hinum á heimilinu til að vera fyrst til að ná sturtunni, við erum sko 6 á heimilinu. Svo veitir mér ekkert af góðum tíma á morgnana. Það tekur mig bara óratíma að græja mig og ekki hefur sá tími orðið styttri svona í seinni tíð, þú skilur…“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Sturtan er alltaf mitt fyrsta verk. Svo ræsi ég liðið áður en ég skutla í mig morgunmatnum. Ég er núna í morgunmats uppeldi hjá eiginmanninum að læra að meta mismunandi tvist af hafragraut. Drekk ekki kaffi. Er alltaf að heyra það að ég sé að fara á mis við afar mikið, en ég segi bara að ég byrja á þessu þegar ég verð komin með aldur til.“ Er Landhelgisgæslan karllægur vinnustaður eða er það bara ímynd byggð á misskilningi? „Kolröng ímynd og byggð á stórfelldum misskilningi. Landhelgisgæslan er fyrst og fremst skemmtilegur og gefandi vinnustaður. Það eru satt að segja forréttindi að starfa á svona vinnustað. Ótrúlega þroskandi og fróðlegt. Verkefnin eru fjölbreytt og krefjandi og mannauðurinn einstakur. Enginn dagur er eins og það er bara ekki hægt að láta sér leiðast eitt andartak. Við erum algjörlega ósammála því að störf hjá Landhelgisgæslunni séu karllæg og höfum því markvisst unnið að því að fjölga konum. Við erum afar stolt af því að framkvæmdateymi Landhelgisgæslunnar er til jafns skipað konum og körlum og nú starfa konur í öllum deildum Landhelgisgæslunnar; hvort sem er til sjós, í flugi, í stjórnstöðvum eða öðrum einingum. Þetta eru algjörir naglar þessar stelpur og gefa strákunum ekkert eftir. Strákarnir taka líka ósköp vel á móti þeim. Enda öðlingar allir saman.“ Svanhildur segir stelpurnar hjá Landhelgisgæslunni algjöra nagla og strákana algjöra öðlinga. Allir dagar séu skemmtilegir.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Í þessum töluðu orðum er ég að leggja lokahönd á meistararitgerð í mannauðsstjórnun. Hún fjallar um einkenni árangursríkra teyma og auðvitað var nærtækast að fjalla um teymi hjá Landhelgisgæslunni. Þegar ég sagði þeim í þyrlusveitinni að ég ætlaði að nýta námið til að skoða hvað það væri sem gerði að verkum að þau væru svona frábær þá stóð ekki á svörum: þarftu virkilega að fara í tveggja ára mastersnám til að átta þig á því? Svo erum við í Kvennakór Reykjavíkur alltaf að. Erum að skipuleggja haustið og stefnum á stórtónleika í nóvember með söng og dansi og alls konar skemmtilegum uppákomum enda erum við ekki „dansandi kórinn“ fyrir ekki neitt. Kórstjórinn okkar er nefnilega bæði kórstjóri og dansari og í hennar huga er ekkert lag nema dansað sé. Kvennakór Reykjavíkur hefði átt að vera með risastórt landsmót íslenskra kvennakóra fyrr í mánuðinum. Sjöhundruð syngjandi konur í Hörpu og Háskólabíó og víðar. Það er náttúrulega ekkert nema gleði. Við ætlum í staðinn að rigga þessu landsmóti upp á næsta ári og þá verður bara enn meiri gleði. Svo er ég að vinna að námskeiði um hamingju og velferð á vinnustaðnum okkar. Tengi það jákvæðri sálfræði sem ég kláraði fyrir ári síðan. Þeir gera nú svolítið grín að mér vinnufélagarnir hjá Landhelgisgæslunni og kalla þetta námskeið „happy hour“. Þá erum við fjölskyldan sérlegt körfuboltaáhugafólk. Eigum tvo stráka sem æfa á fullu hjá ÍR og við erum því með annan fótinn í körfuboltasölum landsins á veturna. Elskum Dominos körfuboltakvöld og The last dance, þættina um Michael Jordan. Og í körfunni hefur nú aldeilis þurft að hugsa í lausnum síðustu vikur.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Mitt skipulag miðast að mestu við að vera til taks fyrir starfsfólkið okkar. Í svona dýnamísku starfsumhverfi eins og hjá Landhelgisgæslunni getur oft reynst snúið að skipuleggja sig og hvað þá að halda skipulaginu ef maður á annað borð nær að skipuleggja sig eitthvað. Við hjá Landhelgisgæslunni þurfum að vera sveigjanleg og lausnarmiðuð og stundum þarf að vinna hratt. Eitt af því jákvæða sem staðan síðustu vikur hefur skilað er hversu tilbúin við erum að hugsa í nýjum lausnum. Við upplifum þetta hjá Landhelgisgæslunni og líka í kórnum. Þar skipulögðum við fjaræfingar og það var bara ljómandi skemmtileg upplifun og bráðskondin líka. En það er ótrúlegt hvað er hægt.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Einmitt, það er yfirleitt saga til næsta bæjar ef maður nær að halda sér vakandi fram yfir tíu fréttir. En núna er að birta svo mikið þannig að maður nær alveg að hanga til miðnættis. Við fjölskyldan höfum komið okkur upp þeim sið eða kannski ósið að horfa á einn afþreyingarþátt saman fyrir svefninn. Erum nýbúin að strauja allar seríur af Brooklyn Nine-Nine á Netflix. Næst á dagskrá er þriðja umferð af Friends. Sumt bara eldist eitthvað svo vel.“
Kaffispjallið Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Kórónuveiran reynir á túlkun samninga og eiginkonan vill þjóðnýta hann í svefnrannsóknir Í kaffispjalli um helgar er talað við fólk í ólíkum störfum og segir Árni Helgason lögmaður hjá JÁS Lögmönnum að lögmannstarfið sé skemmtilegt því það felur í sér að vinna með svo mörgu fólki. Árni Helgason er sannur B-maður. 9. maí 2020 10:00 Grænn drykkur og súkkulaði í morgunmat og góð ráð fyrir byrjendur í hlaupi Martha Ernst er án efa þekktasta hlaupakona landsins og í kaffispjalli helgarinnar gefur hún lesendum góð ráð fyrir byrjendur í hlaupi eða skokki. 2. maí 2020 10:00 Neyddur til að vera A manneskja aðra hverja viku og aðeins stóru málin komast á blað Hann viðurkennir að svefninn er í algjöru rugli en segir heilann vakna á næturna. Styðst við skipulagskerfi sem yfirmaður kenndi honum hjá Creditinfo Group. 25. apríl 2020 10:00 „Maðurinn minn kallar mig lampann“ og óttaleg óregla á öllu vegna COVID Í kaffispjalli á laugardögum er talað við fólk í ólíkum störfum um bæði daglegt líf og helstu verkefni í vinnunni. Í þetta sinn er það Áslaug Hulda Jónsdóttir sem situr fyrir svörum. 18. apríl 2020 10:00 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Sjá meira
Kórónuveiran reynir á túlkun samninga og eiginkonan vill þjóðnýta hann í svefnrannsóknir Í kaffispjalli um helgar er talað við fólk í ólíkum störfum og segir Árni Helgason lögmaður hjá JÁS Lögmönnum að lögmannstarfið sé skemmtilegt því það felur í sér að vinna með svo mörgu fólki. Árni Helgason er sannur B-maður. 9. maí 2020 10:00
Grænn drykkur og súkkulaði í morgunmat og góð ráð fyrir byrjendur í hlaupi Martha Ernst er án efa þekktasta hlaupakona landsins og í kaffispjalli helgarinnar gefur hún lesendum góð ráð fyrir byrjendur í hlaupi eða skokki. 2. maí 2020 10:00
Neyddur til að vera A manneskja aðra hverja viku og aðeins stóru málin komast á blað Hann viðurkennir að svefninn er í algjöru rugli en segir heilann vakna á næturna. Styðst við skipulagskerfi sem yfirmaður kenndi honum hjá Creditinfo Group. 25. apríl 2020 10:00
„Maðurinn minn kallar mig lampann“ og óttaleg óregla á öllu vegna COVID Í kaffispjalli á laugardögum er talað við fólk í ólíkum störfum um bæði daglegt líf og helstu verkefni í vinnunni. Í þetta sinn er það Áslaug Hulda Jónsdóttir sem situr fyrir svörum. 18. apríl 2020 10:00