Trump segist hafa stöðvað fjárveitingar til WHO Kjartan Kjartansson skrifar 14. apríl 2020 22:59 Trump tilkynnti um stöðvun fjárveitinga til WHO á blaðamannafundi í Rósagarði Hvíta hússins í dag. Vísir/EPA Bandaríkin ætla að hætta að veita Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) fé, að minnsta kosti tímabundið, vegna þess hvernig stofnunin tók á kórónuveiruheimsfaraldrinum. Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrti að hann hefði skipað fyrir um þetta á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. Staðhæfði Trump að WHO hefði brugðist grundvallarskyldu sinni vegna faraldursins og að gera þyrfti hana ábyrga fyrir því. Sakaði hann stofnunina um að hafa deilt „upplýsingafalsi“ Kína um veiruna sem hefði líklega leitt til frekari útbreiðslu hennar um heiminn en ella. Bandaríkjastjórn sé að rannsaka þátt WHO í því sem Trump sagði „verulega óstjórn og að hylma yfir útbreiðslu kórónuveirunnar“. Alríkisstjórn Trump sjálfs hafði upplýsingar um faraldurinn sem braust fyrst út í Kína þegar í byrjun janúar. Trump hefur hreykt sér af því að hafa takmarkað ferðalög frá Kína snemma til þess að reyna að koma í veg fyrir að smit bærist til Bandaríkjanna. Trump hefur aftur og aftur sakað WHO um að hafa mótmælt ferðatakmörkunum á Kína. Stofnunin lýsti hins vegar aðeins að slíkar takmarkanir gætu reynst gagnslitlar á sínum tíma og að hún mælti ekki með þeim. Trump hefur eignað sér heiður af því að hafa bjargað þúsundum mannslífa með ferðatakmörkunum. Stjórn hans hefur þó sætt gagnrýni fyrir að aðhafast lítið sem ekkert til að undirbúa sig fyrir mögulega farsótt í Bandaríkjunum eftir að ferðatakmörkunum á Kína var komið á. Þannig var ekki ráðist í umfangsmiklar skimanir fyrir veirunni og alríkisstjórnin trassaði að viða að sér nauðsynlegum búnaði sem fyrirséð var að yrði þörf á eins og öndunarvélum og hlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk. WHO hafði engu að síður ráðlagt ríkjum að undirbúa sig fyrir skimun, einangrun og smitrakningu þegar 23. janúar. Trump hefur sjálfur endurtekið lofað viðbrögð stjórnvalda í Bejing við faraldrinum. Í dag sakaði hann WHO aftur á móti um að hafa „vísvitandi samþykkt loforð Kína“ og „varið aðgerðir Kínastjórnar og jafnvel lofað svokallað gegnsæi hennar“. „Kína hefur lagt hart að sér til að halda kórónuveirunni í skefjum. Bandaríkin eru afar þakklát aðgerðum þeirra og gegnsæi. Þetta mun allt fara vel. Sérstaklega vil ég fyrir hönd Bandaríkjanna þakka Xi [Jinping] forseta!“ sagði Trump í tísti 24. janúar. Hann tísti nokkrum sinnum lofi um Xi Kínaforseta vegna faraldursins í janúar og febrúar. China has been working very hard to contain the Coronavirus. The United States greatly appreciates their efforts and transparency. It will all work out well. In particular, on behalf of the American People, I want to thank President Xi!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 24, 2020 Trump var spurður út í hans eigin lof á Kína vegna faraldursins á blaðamannafundinum í kvöld og neitaði því að hafa nokkru sinni gert það. „Ég tala ekki um gegnsæi Kína,“ sagði Trump. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Um tveir mánuðir liðu frá því að Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveirufaraldurinn í Kína þar til alríkisstjórnin greip til umtalsverðra aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Afneitun og vanvirkni í röðum æðstu ráðamanna er sögð hafa átt þátt í að tímanum sem hefði getað nýst í undirbúning var kastað á glæ. 9. apríl 2020 10:00 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Bandaríkin ætla að hætta að veita Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) fé, að minnsta kosti tímabundið, vegna þess hvernig stofnunin tók á kórónuveiruheimsfaraldrinum. Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrti að hann hefði skipað fyrir um þetta á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. Staðhæfði Trump að WHO hefði brugðist grundvallarskyldu sinni vegna faraldursins og að gera þyrfti hana ábyrga fyrir því. Sakaði hann stofnunina um að hafa deilt „upplýsingafalsi“ Kína um veiruna sem hefði líklega leitt til frekari útbreiðslu hennar um heiminn en ella. Bandaríkjastjórn sé að rannsaka þátt WHO í því sem Trump sagði „verulega óstjórn og að hylma yfir útbreiðslu kórónuveirunnar“. Alríkisstjórn Trump sjálfs hafði upplýsingar um faraldurinn sem braust fyrst út í Kína þegar í byrjun janúar. Trump hefur hreykt sér af því að hafa takmarkað ferðalög frá Kína snemma til þess að reyna að koma í veg fyrir að smit bærist til Bandaríkjanna. Trump hefur aftur og aftur sakað WHO um að hafa mótmælt ferðatakmörkunum á Kína. Stofnunin lýsti hins vegar aðeins að slíkar takmarkanir gætu reynst gagnslitlar á sínum tíma og að hún mælti ekki með þeim. Trump hefur eignað sér heiður af því að hafa bjargað þúsundum mannslífa með ferðatakmörkunum. Stjórn hans hefur þó sætt gagnrýni fyrir að aðhafast lítið sem ekkert til að undirbúa sig fyrir mögulega farsótt í Bandaríkjunum eftir að ferðatakmörkunum á Kína var komið á. Þannig var ekki ráðist í umfangsmiklar skimanir fyrir veirunni og alríkisstjórnin trassaði að viða að sér nauðsynlegum búnaði sem fyrirséð var að yrði þörf á eins og öndunarvélum og hlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk. WHO hafði engu að síður ráðlagt ríkjum að undirbúa sig fyrir skimun, einangrun og smitrakningu þegar 23. janúar. Trump hefur sjálfur endurtekið lofað viðbrögð stjórnvalda í Bejing við faraldrinum. Í dag sakaði hann WHO aftur á móti um að hafa „vísvitandi samþykkt loforð Kína“ og „varið aðgerðir Kínastjórnar og jafnvel lofað svokallað gegnsæi hennar“. „Kína hefur lagt hart að sér til að halda kórónuveirunni í skefjum. Bandaríkin eru afar þakklát aðgerðum þeirra og gegnsæi. Þetta mun allt fara vel. Sérstaklega vil ég fyrir hönd Bandaríkjanna þakka Xi [Jinping] forseta!“ sagði Trump í tísti 24. janúar. Hann tísti nokkrum sinnum lofi um Xi Kínaforseta vegna faraldursins í janúar og febrúar. China has been working very hard to contain the Coronavirus. The United States greatly appreciates their efforts and transparency. It will all work out well. In particular, on behalf of the American People, I want to thank President Xi!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 24, 2020 Trump var spurður út í hans eigin lof á Kína vegna faraldursins á blaðamannafundinum í kvöld og neitaði því að hafa nokkru sinni gert það. „Ég tala ekki um gegnsæi Kína,“ sagði Trump. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Um tveir mánuðir liðu frá því að Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveirufaraldurinn í Kína þar til alríkisstjórnin greip til umtalsverðra aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Afneitun og vanvirkni í röðum æðstu ráðamanna er sögð hafa átt þátt í að tímanum sem hefði getað nýst í undirbúning var kastað á glæ. 9. apríl 2020 10:00 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Um tveir mánuðir liðu frá því að Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveirufaraldurinn í Kína þar til alríkisstjórnin greip til umtalsverðra aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Afneitun og vanvirkni í röðum æðstu ráðamanna er sögð hafa átt þátt í að tímanum sem hefði getað nýst í undirbúning var kastað á glæ. 9. apríl 2020 10:00