Aðilar vinnumarkaðarins ræða álitaefni sem snúa að hlutabótaúrræðinu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. apríl 2020 21:00 Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins, Alþýðusambands Íslands og Vinnumálastofnunar hafa í dag fundað um álitaefni sem snýr að því hvort gera megi samning um hlutaatvinnuleysisbætur á uppsagnartíma. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að dæmi séu um það að fyrirtæki, sem sagt hafi upp starfsfólki, nýti hlutabótaúrræðið á uppsagnartímabilinu og dragi þannig úr kostnaði við að greiða uppsagnarfrest. Sjá einnig: Securitas segir upp starfsfólki en nýtir hlutabótaúrræði á uppsagnartímanum Forseti ASÍ og forstjóri Vinnumálastofnunar lýstu efasemdum um þetta í samtali við fréttastofu í gær enda hafi hugmyndin með hlutabótaleiðinni verið sú að viðhalda ráðningarsambandi launþega og atvinnurekenda. Í dag hefur Vinnumálastofnun dregið nokkuð í land eftir frekari skoðun en málið hefur í dag sætt nánari skoðun af hálfu aðila vinnumarkaðarins og Vinnumálastofnunar. Forstjóri Securitas, sem bauð nokkrum starfsmönnum sem sagt var upp hjá fyrirtækinu að gera samkomulag um lækkað starfshlutfall á uppsagnartímanum, sagði jafnframt í samtali við fréttastofu í gær að fyrirtækið hafi leitað ráðgjafar hjá lögfræðingum Samtaka atvinnulífsins. Funda áfram á morgun Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, kveðst líta svo á að túlka megi lögin með þeim hætti að hægt sé að fara þessa leið. „Samkvæmt orðanna hljóðan í lagatexta er það með þeim hætti og eins og ég segi, við eigum þetta uppbyggilega samtal milli Samtaka atvinnulífsins og ASÍ,“ segir Halldór. Það samtal er enn í gangi og stefnt að því að funda áfram í fyrramálið. „Ég bind vonir við að það verði til lykta leitt á morgun,“ segir Halldór. Inntur eftir svörum við því hvers vegna Samtök atvinnulífsins túlki lögin á þessa leið, með tilliti til þess að hugmyndin um hlutabótaúrræðið hafi frá upphafi verið kynnt sem úrræði til að viðhalda ráðningarsambandi, svarar Halldór: „Eftir því sem að tíminn vindur fram breytast aðstæður hjá fyrirtækjum og landsmönnum öllum og þegar að þetta úrræði var í vinnslu, í sameiginlegri vinnslu SA, ASÍ og Vinnumálastofnunar, þá vil ég meina að síðan þá hefur útlitið dökknað umtalsvert og það er eðlilegt að við því sé brugðist,“ segir Halldór. „Sem dæmi, sú staða mun koma upp að fólk sem er á hlutabótaúrræði mun mögulega lenda í uppsögn vegna þess að staðan í hagkerfinu er því miður bara verri en flestir gerðu ráð fyrir. Og þegar við vorum að ræða þetta upphaflega var gert ráð fyrir, eða margir vonuðust til þess að um væri að ræða tímabundna niðursveiflu, en ég hygg að það séu fáir á þeim buxunum í dag.“ Úrræðin verði endurmetin reglulega Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ítrekaði á Alþingi í dag að til standi að framlengja úrræði stjórnvalda um hlutabótaleiðina. „En við gerum líka ráð fyrir því að hugsanlega þurfi að gera einhverjar breytingar á þeirri leið út frá þeirri reynslu sem er komin á leiðina. Upphaflega markmiðið, og það hefur verið skýrt allan tímann, var að þessi leið væri fyrir launafólk í landinu fyrst og fremst og til að tryggja afkomu launafólks. Þess vegna var hún mjög opin og hún var samþykkt mjög opin á Alþingi. Þetta þarf að meta núna þegar við skoðum framkvæmd leiðarinnar,“ sagði Katrín. Halldór kveðst taka undir með forsætisráðherra hvað þetta varðar. „Þetta þarf að endurmeta með reglubundnu millibili, sér í lagi þegar tugþúsundir manna eru að fara á þetta úrræði á örskömmum tíma,“ segir Halldór. Vinnumarkaður Atvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Hlutabótaleiðin Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Sjá meira
Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins, Alþýðusambands Íslands og Vinnumálastofnunar hafa í dag fundað um álitaefni sem snýr að því hvort gera megi samning um hlutaatvinnuleysisbætur á uppsagnartíma. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að dæmi séu um það að fyrirtæki, sem sagt hafi upp starfsfólki, nýti hlutabótaúrræðið á uppsagnartímabilinu og dragi þannig úr kostnaði við að greiða uppsagnarfrest. Sjá einnig: Securitas segir upp starfsfólki en nýtir hlutabótaúrræði á uppsagnartímanum Forseti ASÍ og forstjóri Vinnumálastofnunar lýstu efasemdum um þetta í samtali við fréttastofu í gær enda hafi hugmyndin með hlutabótaleiðinni verið sú að viðhalda ráðningarsambandi launþega og atvinnurekenda. Í dag hefur Vinnumálastofnun dregið nokkuð í land eftir frekari skoðun en málið hefur í dag sætt nánari skoðun af hálfu aðila vinnumarkaðarins og Vinnumálastofnunar. Forstjóri Securitas, sem bauð nokkrum starfsmönnum sem sagt var upp hjá fyrirtækinu að gera samkomulag um lækkað starfshlutfall á uppsagnartímanum, sagði jafnframt í samtali við fréttastofu í gær að fyrirtækið hafi leitað ráðgjafar hjá lögfræðingum Samtaka atvinnulífsins. Funda áfram á morgun Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, kveðst líta svo á að túlka megi lögin með þeim hætti að hægt sé að fara þessa leið. „Samkvæmt orðanna hljóðan í lagatexta er það með þeim hætti og eins og ég segi, við eigum þetta uppbyggilega samtal milli Samtaka atvinnulífsins og ASÍ,“ segir Halldór. Það samtal er enn í gangi og stefnt að því að funda áfram í fyrramálið. „Ég bind vonir við að það verði til lykta leitt á morgun,“ segir Halldór. Inntur eftir svörum við því hvers vegna Samtök atvinnulífsins túlki lögin á þessa leið, með tilliti til þess að hugmyndin um hlutabótaúrræðið hafi frá upphafi verið kynnt sem úrræði til að viðhalda ráðningarsambandi, svarar Halldór: „Eftir því sem að tíminn vindur fram breytast aðstæður hjá fyrirtækjum og landsmönnum öllum og þegar að þetta úrræði var í vinnslu, í sameiginlegri vinnslu SA, ASÍ og Vinnumálastofnunar, þá vil ég meina að síðan þá hefur útlitið dökknað umtalsvert og það er eðlilegt að við því sé brugðist,“ segir Halldór. „Sem dæmi, sú staða mun koma upp að fólk sem er á hlutabótaúrræði mun mögulega lenda í uppsögn vegna þess að staðan í hagkerfinu er því miður bara verri en flestir gerðu ráð fyrir. Og þegar við vorum að ræða þetta upphaflega var gert ráð fyrir, eða margir vonuðust til þess að um væri að ræða tímabundna niðursveiflu, en ég hygg að það séu fáir á þeim buxunum í dag.“ Úrræðin verði endurmetin reglulega Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ítrekaði á Alþingi í dag að til standi að framlengja úrræði stjórnvalda um hlutabótaleiðina. „En við gerum líka ráð fyrir því að hugsanlega þurfi að gera einhverjar breytingar á þeirri leið út frá þeirri reynslu sem er komin á leiðina. Upphaflega markmiðið, og það hefur verið skýrt allan tímann, var að þessi leið væri fyrir launafólk í landinu fyrst og fremst og til að tryggja afkomu launafólks. Þess vegna var hún mjög opin og hún var samþykkt mjög opin á Alþingi. Þetta þarf að meta núna þegar við skoðum framkvæmd leiðarinnar,“ sagði Katrín. Halldór kveðst taka undir með forsætisráðherra hvað þetta varðar. „Þetta þarf að endurmeta með reglubundnu millibili, sér í lagi þegar tugþúsundir manna eru að fara á þetta úrræði á örskömmum tíma,“ segir Halldór.
Vinnumarkaður Atvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Hlutabótaleiðin Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Sjá meira