25 dagar í Pepsi Max: Bjarni Ben var lykilmaður í liði sem fór sömu leið og Grótta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2020 12:00 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra Íslands, sést hér hitta blaðamenn í Ráðherrabústaðnum. Hann var öflugur miðvörður í fótbolta á sínum yngri árum. Vísir/Vilhelm Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 25 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Nýliðarnir af Seltjarnarnesi munu í sumar spila í efstu deild í fyrsta sinna. Grótta hefur oft átt handboltalið í efstu deild karla en fótboltastrákar félagsins náðu sögulegu takmarki síðasta haust. Þórsarar frá Akureyri hafa náð þessu tvisvar Grótta er sjötta liðið sem nær því að komast upp í efstu deild með því að fara upp úr C-deildinni og upp í A-deildina á aðeins tveimur árum. Þórsarar frá Akureyri hafa náð þessu tvisvar en þetta gerðu einnig Leiftur frá Ólafsfirði og Fylkir úr Árbænum þegar þau komust upp í fyrsta sinn á níunda áratugnum. Það er þó eitt lið sem stendur upp úr þessum hópi og það eru Stjörnumenn. Stjörnuliðið frá 1990 er eina liðið sem hefur farið upp um tvær deildir á tveimur árum og svo haldið sæti sínu í efstu deild. Náðu fimmta sæti sem nýliðar í Hörpudeildinni Þessu náðu Stjörnumenn á árunum 1988 til 1990 en Garðabæjarliðið endaði í fimmta sæti sem nýliði í Hörpudeildinni sumarið 1990. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra Íslands og fyrrum forsætisráðherra var lykilmaður í þessu spútnikliði Stjörnunnar. Hann var tvítugur þegar hann spilaði sitt fyrsta tímabil í efstu deild. Bjarni spilaði alla 17 leikina og skoraði 3 mörk þegar Stjarnan vann C-deildina (þá 3. deild) sumarið 1988. Sumarið eftir spilaði Bjarni alla 18 leikina og skoraði í þeim eitt mark þegar Stjarnan vann B-deildina (þá 2. deild). Þetta þýddi að Stjarnan átti lið í efstu deild í fyrsta sinn. Stjörnuliðið hafði unnið 29 af 35 leikjum sínum á þessum tveimur tímabilum og skoraði í þeim 111 mörk eða 3,17 mörk að meðaltali í leik. Bjarni Benediktsson lék alla leikina á þessum þremur tímabilum Skagamennirnir Árni Sveinsson og Sveinbjörn Hákonarson skoruðu saman 43 deildar mörk á þessum tveimur tímabilum, 1988 og 1989, Árni 27 og Sveinbjörn 16. Þá var hinn ungi Valdimar Kristófersson með 21 deildarmark fyrir Stjörnuna frá 1988-89. Bjarni lék líka alla 18 leikina á þessu fyrsta tímabili Stjörnunnar í efstu deild og hinir þrír voru allir í stórum hlutverkum áfram. Árni skoraði fimm mörk, Sveinbjörn fjögur mörk og Valdimar var með tvö. Bjarni Benediktsson var ásamt Birgi Sigfússon eini leikmaður Garðabæjarliðsins sem náði að spila alls 53 leikina á þessum þremur sögulegu tímabilum. Lið sem hafa farið úr C- í A-deild á tveimur tímabilum: Þór Akureyri (1975-1977) - 10. sæti og fall Leiftur (1986-1988) - 9. sæti og fall Fylkir (1987-1989) - 9. sæti og fall Stjarnan (1988-1990) - 5. sæti (féllu 1991) Þór Akureyri (2000-2002) - 10. sæti og fall Grótta (2018-2020) - ??? Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 25 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Nýliðarnir af Seltjarnarnesi munu í sumar spila í efstu deild í fyrsta sinna. Grótta hefur oft átt handboltalið í efstu deild karla en fótboltastrákar félagsins náðu sögulegu takmarki síðasta haust. Þórsarar frá Akureyri hafa náð þessu tvisvar Grótta er sjötta liðið sem nær því að komast upp í efstu deild með því að fara upp úr C-deildinni og upp í A-deildina á aðeins tveimur árum. Þórsarar frá Akureyri hafa náð þessu tvisvar en þetta gerðu einnig Leiftur frá Ólafsfirði og Fylkir úr Árbænum þegar þau komust upp í fyrsta sinn á níunda áratugnum. Það er þó eitt lið sem stendur upp úr þessum hópi og það eru Stjörnumenn. Stjörnuliðið frá 1990 er eina liðið sem hefur farið upp um tvær deildir á tveimur árum og svo haldið sæti sínu í efstu deild. Náðu fimmta sæti sem nýliðar í Hörpudeildinni Þessu náðu Stjörnumenn á árunum 1988 til 1990 en Garðabæjarliðið endaði í fimmta sæti sem nýliði í Hörpudeildinni sumarið 1990. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra Íslands og fyrrum forsætisráðherra var lykilmaður í þessu spútnikliði Stjörnunnar. Hann var tvítugur þegar hann spilaði sitt fyrsta tímabil í efstu deild. Bjarni spilaði alla 17 leikina og skoraði 3 mörk þegar Stjarnan vann C-deildina (þá 3. deild) sumarið 1988. Sumarið eftir spilaði Bjarni alla 18 leikina og skoraði í þeim eitt mark þegar Stjarnan vann B-deildina (þá 2. deild). Þetta þýddi að Stjarnan átti lið í efstu deild í fyrsta sinn. Stjörnuliðið hafði unnið 29 af 35 leikjum sínum á þessum tveimur tímabilum og skoraði í þeim 111 mörk eða 3,17 mörk að meðaltali í leik. Bjarni Benediktsson lék alla leikina á þessum þremur tímabilum Skagamennirnir Árni Sveinsson og Sveinbjörn Hákonarson skoruðu saman 43 deildar mörk á þessum tveimur tímabilum, 1988 og 1989, Árni 27 og Sveinbjörn 16. Þá var hinn ungi Valdimar Kristófersson með 21 deildarmark fyrir Stjörnuna frá 1988-89. Bjarni lék líka alla 18 leikina á þessu fyrsta tímabili Stjörnunnar í efstu deild og hinir þrír voru allir í stórum hlutverkum áfram. Árni skoraði fimm mörk, Sveinbjörn fjögur mörk og Valdimar var með tvö. Bjarni Benediktsson var ásamt Birgi Sigfússon eini leikmaður Garðabæjarliðsins sem náði að spila alls 53 leikina á þessum þremur sögulegu tímabilum. Lið sem hafa farið úr C- í A-deild á tveimur tímabilum: Þór Akureyri (1975-1977) - 10. sæti og fall Leiftur (1986-1988) - 9. sæti og fall Fylkir (1987-1989) - 9. sæti og fall Stjarnan (1988-1990) - 5. sæti (féllu 1991) Þór Akureyri (2000-2002) - 10. sæti og fall Grótta (2018-2020) - ???
Lið sem hafa farið úr C- í A-deild á tveimur tímabilum: Þór Akureyri (1975-1977) - 10. sæti og fall Leiftur (1986-1988) - 9. sæti og fall Fylkir (1987-1989) - 9. sæti og fall Stjarnan (1988-1990) - 5. sæti (féllu 1991) Þór Akureyri (2000-2002) - 10. sæti og fall Grótta (2018-2020) - ???
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn