Frumvarp geri fyrirtækjum kleift að kljúfa uppsagnartímabil Stefán Ó. Jónsson og Heimir Már Pétursson skrifa 15. maí 2020 13:12 Fjármálaráðherra vill koma í veg fyrir mikla gjaldþrotahrinu. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra kynnti á ríksstjórnarfundi í morgun nýtt frumvarp þar sem meðal annars er gert ráð fyrir stuðningi við fyrirtæki svo þau geti staðið í skilum á uppsagnarfresti. Bjarni Bendiktsson segir að stuðningurinn sé bæði fyrir laun upp að 633 þúsund krónum og vegna launatengdra gjalda - „og þar er ég að vísa til lífeyrismálanna. Svo geta fyrirtækið verið með orlofsskuldbindingar gagnvart starfsmönnum,“ segir Bjarni. Um sé að ræða 85 prósent hámark og að hugsað sé til þriggja mánaða. „Þarna er verið að tryggja fyrirtækum þann möguleika að geta klofið uppsagnartímabilið og þannig komist í var,“ segir Bjarni. Vilja forðast hörmulegar afleiðingar fjöldagjaldþrota Önnur lönd, t.d. Noregur, séu með það fyrirkomulag að geta sett alla sína starfsmenn á bætur í tekjuhruni. „Við erum ekki að fara þá leið hér heldur bara horfast í augu við það að sumir munu geta tekið þátt í launakostnaði og farið hlutabótaleiðina með breyttum skilyrðum, en félagsmálaráðherra mun mæla fyrir því máli, en önnur munu þurfa hreinlega að fara í uppsagnarferli,“ segir fjármálaráðhera. Með þessu vilji stjórnvöld forða fjöldagjaldþrotum - „með öllum þeim hörmulegu afleiðingum sem af því gæti hlotist,“ eins og Bjarni orðar það. Þetta eru þá fyrirtæki sem eru að fara í smá dvala? „Já, það er hugsunin. Það er mikilvægt að það komi líka fram að dómsmálaráðherra mun koma fram með mál sem tengist endurskipulagningu og tengist gjaldþrotalögunum. Fleira kemur úr þeirri átt sem varðar verðulega rekstrarerfiðleika og þannig eru allar þessar aðgerðir að spila saman,“ segir Bjarni. Hann bætir við að „auðvitað séu uppistaða fyrirtækjanna sem munu fara inn í þetta úrræði“ að líkindum ferðaþjónustufyrirtæki en samt séu líka dæmi um fyrirtæki sem „eru kannski ekki samkvæmt hefðbundinni skilgreiningu í þeim geira.“ Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Sjá meira
Fjármálaráðherra kynnti á ríksstjórnarfundi í morgun nýtt frumvarp þar sem meðal annars er gert ráð fyrir stuðningi við fyrirtæki svo þau geti staðið í skilum á uppsagnarfresti. Bjarni Bendiktsson segir að stuðningurinn sé bæði fyrir laun upp að 633 þúsund krónum og vegna launatengdra gjalda - „og þar er ég að vísa til lífeyrismálanna. Svo geta fyrirtækið verið með orlofsskuldbindingar gagnvart starfsmönnum,“ segir Bjarni. Um sé að ræða 85 prósent hámark og að hugsað sé til þriggja mánaða. „Þarna er verið að tryggja fyrirtækum þann möguleika að geta klofið uppsagnartímabilið og þannig komist í var,“ segir Bjarni. Vilja forðast hörmulegar afleiðingar fjöldagjaldþrota Önnur lönd, t.d. Noregur, séu með það fyrirkomulag að geta sett alla sína starfsmenn á bætur í tekjuhruni. „Við erum ekki að fara þá leið hér heldur bara horfast í augu við það að sumir munu geta tekið þátt í launakostnaði og farið hlutabótaleiðina með breyttum skilyrðum, en félagsmálaráðherra mun mæla fyrir því máli, en önnur munu þurfa hreinlega að fara í uppsagnarferli,“ segir fjármálaráðhera. Með þessu vilji stjórnvöld forða fjöldagjaldþrotum - „með öllum þeim hörmulegu afleiðingum sem af því gæti hlotist,“ eins og Bjarni orðar það. Þetta eru þá fyrirtæki sem eru að fara í smá dvala? „Já, það er hugsunin. Það er mikilvægt að það komi líka fram að dómsmálaráðherra mun koma fram með mál sem tengist endurskipulagningu og tengist gjaldþrotalögunum. Fleira kemur úr þeirri átt sem varðar verðulega rekstrarerfiðleika og þannig eru allar þessar aðgerðir að spila saman,“ segir Bjarni. Hann bætir við að „auðvitað séu uppistaða fyrirtækjanna sem munu fara inn í þetta úrræði“ að líkindum ferðaþjónustufyrirtæki en samt séu líka dæmi um fyrirtæki sem „eru kannski ekki samkvæmt hefðbundinni skilgreiningu í þeim geira.“
Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Sjá meira