Gætum þurft að vinda ofan af ónákvæmum fréttum um opnun Íslands Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. maí 2020 11:15 Heilbrigðisráðherra, dómsmálaráðherra og forsætisráðherra voru meðal þeirra sem kynntu áætlanir um móttöku ferðamanna frá 15. júní á þriðjudag. Þar var ekkert minnst á hver mun greiða fyrir kórónuveirupróf við komuna til landsins. vísir/vilhelm Fyrirhuguð opnun landamæra Íslands hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana, þó svo að smáatriðin hafi í mörgum tilfellum skolast til. Þannig segir fjöldi erlendra miðla að kórónuveiruprófin sem munu standa ferðamönnum til boða frá 15. júní verði greidd upp í topp af íslenska ríkinu - en engin ákvörðun um slíkt liggur fyrir. Stefnt er að því að ferðamönnum standi þrír kostir til boða vilji þeir sækja Ísland heim í sumar: Að sæta tveggja vikna sóttkví, framvísa heilbrigðisvottorði sem sýni að þeir séu lausir við kórónuveiruna eða að undirgangast skimun við komuna til landsins. Áætlunin, sem kynnt var á þriðjudag, vakti heimsathygli og hefur henni víða verið hrósað. Til að mynda segir í umfjöllun Forbes um málið að svo virðist sem fyrirætlanir Íslendinga séu þær „úthugsuðustu og kröftugustu,“ sem nokkurt ríki hefur sett fram, en fjölmörg önnur ríki undirbúa nú móttöku ferðamanna eftir frost undanfarinna mánaða. Mögulega rukkað fyrir skimun eins og í Austurríki Mörgu er þó enn ósvarað um hvernig íslensk stjórnvöld ætla að standa að skimun ferðamanna og er útfærslan nú í vinnslu. Í skýrslu starfshópsins sem fenginn var til að teikna upp aðgerðirnar er gengið út frá því að veirufræðideild LSH muni annast skimun á Keflavíkurflugvelli og sýnum yrði svo ekið til Reykjavíkur. Ferðamenn myndu fá niðurstöðu samdægurs og segir starfshópurinn að þeir myndu ekki þurfa að bíða eftir henni á flugvellinum „enda væru þeir með smitrakningarforrit og önnur nauðsynleg forrit í síma.“ Ekki er búið að leggja kostnaðarmat á verkefnið eða hvernig það verður fjármagnað. Þannig er sérstaklega tekið fram í skýrslu starfshópsins að það hafi verið til skoðunar að rukka ferðamenn fyrir sýnatökuna á flugvellinum. Í því samhengi er vísað til reynslu Austurríkismanna en 4. maí síðastliðinn var byrjað að bjóða upp á skimun fyrir COVID-19 á flugvellinum í Vín. Niðurstöðu er lofað innan þriggja klukkustunda. Hvert próf kostar 190 evrur, sem í dag eru rúmlega 30 þúsund krónur, og greiðir farþeginn þann kostnað. Nánari upplýsingar um austurrísku leiðina má nálgast hér. Ókeypis próf í kaupbæti Útlenskir miðlar sem hafa fjallað um íslensku tilraunina virðast þó margir ekki meðvitaðir um að útfærslan og möguleg rukkun á landamærunum sé enn til skoðunar hér á landi. Þannig segir í fyrrnefndri umfjöllun Forbes að ferðamenn muni fá skimun við komuna til Íslands, „sem greidd er af stjórnvöldum,“ áður en ferðamennirnir fá að halda á dvalarstaðinn sinn. Sé prófið neikvætt fær fólk að halda ferð sinni um Ísland áfram. Sem fyrr segir þykir blaðamanni Forbes mikið til áætlunarinnar koma: „Hún gæti orðið góð forskrift fyrir aðra sem vilja opna aftur fyrir ferðamenn með öruggum hætti.“ Fleiri miðlar gera sér mat úr því að skimunin á Íslandi verði ókeypis fyrir ferðamenn. Hið víðlesna rit New York Post fullyrti það t.a.m. í fyrirsögn í gær, rétt eins og Insider og ástralski vefmiðilinn news.co.au, sem laðar til sín um 10 milljón lesendur í mánuði, gerir slíkt hið sama: „Opnun Íslands: Ferðamönnum hleypt inn í landið, ókeypis kórónuveirupróf í kaupbæti.“ Enn fleiri miðlar minnast svo á hin meintu ókeypis kórónuveirupróf inni í umfjöllunum sínum um væntanlega opnun Íslands. Barist um ferðamennina Sem fyrr segir er útfærsla skimunarinnar ennþá til skoðunar hjá íslenskum stjórnvöldum og því ekki búið að taka ákvörðun um það hver mun greiða fyrir prófið; ferðamaðurinn eða ríkið. Fari svo að ferðamenn borgi brúsann munu íslensk stjórnvöld því þurfa að leiðrétta fyrrnefndar fullyrðingar sem þegar eru farnar á flug í erlendum miðlum. Ljóst að nokkur áhugi er á Íslandsferðum ef marka má könnun sem framkvæmd var fyrir Icelandair. Næstum 90 prósent svarenda könnunarinnar segjast treysta Íslandi þegar kemur að málefnum sem tengjast útbreiðslu kórónuveirunnar og þegar fólk er síðan spurt hvort það sé áhugasamt um að ferðast til Íslands í framtíðinni segja 76% svarenda að áhuginn sé fyrir hendi. Ísland verður þó ekki eitt um ferðamannahituna. Fleiri lönd eru farin að huga að opnun landamæra og sum þegar farin að höfða til ferðamanna með frumlegum tilboðum. Í því samhengi má nefna að ferðamálayfirvöld á Sikiley hyggjast niðurgreiða flugferðir til eyjunnar um helming, borga þriðju hverju gistinótt og rukka ekki aðgangseyri að ýmsum söfnum og fornleifum. Áætlað er að hvatarnir muni kosta um 50 milljón dali, rúmlega 7,3 milljarða íslenskra króna. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Orðspor Íslands laskað næstu árin ef opnun landsins fer illa Takist fyrirhuguð opnun landsins ekki sem skyldi má vænta þess að það gæti orðið Íslendingum mjög kostnaðarsamt. 14. maí 2020 11:15 Mörgum spurningum ósvarað varðandi opnun landamæra Áhættugreining fyrir Landspítala liggur ekki fyrir. Forstjórinn segir að ekki verði teflt á tæpasta vað. 13. maí 2020 18:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Fyrirhuguð opnun landamæra Íslands hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana, þó svo að smáatriðin hafi í mörgum tilfellum skolast til. Þannig segir fjöldi erlendra miðla að kórónuveiruprófin sem munu standa ferðamönnum til boða frá 15. júní verði greidd upp í topp af íslenska ríkinu - en engin ákvörðun um slíkt liggur fyrir. Stefnt er að því að ferðamönnum standi þrír kostir til boða vilji þeir sækja Ísland heim í sumar: Að sæta tveggja vikna sóttkví, framvísa heilbrigðisvottorði sem sýni að þeir séu lausir við kórónuveiruna eða að undirgangast skimun við komuna til landsins. Áætlunin, sem kynnt var á þriðjudag, vakti heimsathygli og hefur henni víða verið hrósað. Til að mynda segir í umfjöllun Forbes um málið að svo virðist sem fyrirætlanir Íslendinga séu þær „úthugsuðustu og kröftugustu,“ sem nokkurt ríki hefur sett fram, en fjölmörg önnur ríki undirbúa nú móttöku ferðamanna eftir frost undanfarinna mánaða. Mögulega rukkað fyrir skimun eins og í Austurríki Mörgu er þó enn ósvarað um hvernig íslensk stjórnvöld ætla að standa að skimun ferðamanna og er útfærslan nú í vinnslu. Í skýrslu starfshópsins sem fenginn var til að teikna upp aðgerðirnar er gengið út frá því að veirufræðideild LSH muni annast skimun á Keflavíkurflugvelli og sýnum yrði svo ekið til Reykjavíkur. Ferðamenn myndu fá niðurstöðu samdægurs og segir starfshópurinn að þeir myndu ekki þurfa að bíða eftir henni á flugvellinum „enda væru þeir með smitrakningarforrit og önnur nauðsynleg forrit í síma.“ Ekki er búið að leggja kostnaðarmat á verkefnið eða hvernig það verður fjármagnað. Þannig er sérstaklega tekið fram í skýrslu starfshópsins að það hafi verið til skoðunar að rukka ferðamenn fyrir sýnatökuna á flugvellinum. Í því samhengi er vísað til reynslu Austurríkismanna en 4. maí síðastliðinn var byrjað að bjóða upp á skimun fyrir COVID-19 á flugvellinum í Vín. Niðurstöðu er lofað innan þriggja klukkustunda. Hvert próf kostar 190 evrur, sem í dag eru rúmlega 30 þúsund krónur, og greiðir farþeginn þann kostnað. Nánari upplýsingar um austurrísku leiðina má nálgast hér. Ókeypis próf í kaupbæti Útlenskir miðlar sem hafa fjallað um íslensku tilraunina virðast þó margir ekki meðvitaðir um að útfærslan og möguleg rukkun á landamærunum sé enn til skoðunar hér á landi. Þannig segir í fyrrnefndri umfjöllun Forbes að ferðamenn muni fá skimun við komuna til Íslands, „sem greidd er af stjórnvöldum,“ áður en ferðamennirnir fá að halda á dvalarstaðinn sinn. Sé prófið neikvætt fær fólk að halda ferð sinni um Ísland áfram. Sem fyrr segir þykir blaðamanni Forbes mikið til áætlunarinnar koma: „Hún gæti orðið góð forskrift fyrir aðra sem vilja opna aftur fyrir ferðamenn með öruggum hætti.“ Fleiri miðlar gera sér mat úr því að skimunin á Íslandi verði ókeypis fyrir ferðamenn. Hið víðlesna rit New York Post fullyrti það t.a.m. í fyrirsögn í gær, rétt eins og Insider og ástralski vefmiðilinn news.co.au, sem laðar til sín um 10 milljón lesendur í mánuði, gerir slíkt hið sama: „Opnun Íslands: Ferðamönnum hleypt inn í landið, ókeypis kórónuveirupróf í kaupbæti.“ Enn fleiri miðlar minnast svo á hin meintu ókeypis kórónuveirupróf inni í umfjöllunum sínum um væntanlega opnun Íslands. Barist um ferðamennina Sem fyrr segir er útfærsla skimunarinnar ennþá til skoðunar hjá íslenskum stjórnvöldum og því ekki búið að taka ákvörðun um það hver mun greiða fyrir prófið; ferðamaðurinn eða ríkið. Fari svo að ferðamenn borgi brúsann munu íslensk stjórnvöld því þurfa að leiðrétta fyrrnefndar fullyrðingar sem þegar eru farnar á flug í erlendum miðlum. Ljóst að nokkur áhugi er á Íslandsferðum ef marka má könnun sem framkvæmd var fyrir Icelandair. Næstum 90 prósent svarenda könnunarinnar segjast treysta Íslandi þegar kemur að málefnum sem tengjast útbreiðslu kórónuveirunnar og þegar fólk er síðan spurt hvort það sé áhugasamt um að ferðast til Íslands í framtíðinni segja 76% svarenda að áhuginn sé fyrir hendi. Ísland verður þó ekki eitt um ferðamannahituna. Fleiri lönd eru farin að huga að opnun landamæra og sum þegar farin að höfða til ferðamanna með frumlegum tilboðum. Í því samhengi má nefna að ferðamálayfirvöld á Sikiley hyggjast niðurgreiða flugferðir til eyjunnar um helming, borga þriðju hverju gistinótt og rukka ekki aðgangseyri að ýmsum söfnum og fornleifum. Áætlað er að hvatarnir muni kosta um 50 milljón dali, rúmlega 7,3 milljarða íslenskra króna.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Orðspor Íslands laskað næstu árin ef opnun landsins fer illa Takist fyrirhuguð opnun landsins ekki sem skyldi má vænta þess að það gæti orðið Íslendingum mjög kostnaðarsamt. 14. maí 2020 11:15 Mörgum spurningum ósvarað varðandi opnun landamæra Áhættugreining fyrir Landspítala liggur ekki fyrir. Forstjórinn segir að ekki verði teflt á tæpasta vað. 13. maí 2020 18:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Orðspor Íslands laskað næstu árin ef opnun landsins fer illa Takist fyrirhuguð opnun landsins ekki sem skyldi má vænta þess að það gæti orðið Íslendingum mjög kostnaðarsamt. 14. maí 2020 11:15
Mörgum spurningum ósvarað varðandi opnun landamæra Áhættugreining fyrir Landspítala liggur ekki fyrir. Forstjórinn segir að ekki verði teflt á tæpasta vað. 13. maí 2020 18:00
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent