Sögulegur samdráttur í Þýskalandi Atli Ísleifsson skrifar 15. maí 2020 10:13 Frá bænum Sellin sem er vinsæll ferðamannastaður á norðurströnd Þýskalands. Getty Verg landsframleiðsla í Þýskalandi dróst saman um 2,2 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þetta er mesti samdráttur á einum ársfjórðungi í landinu frá fjármálakreppunni 2009. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá þýsku hagstofunni sem kynntar voru í morgun. Einnig var greint frá því að uppfærðar tölur um fjórða ársfjórðung síðasta árs sýni að þá hafi verið 0,1 prósent samdráttur, en fyrri tölur gerðu ráð fyrir 0 prósent hagvöxt. Þessar uppfærðu tölur sýna því að samdráttur hafi verið í Þýskalandi tvo ársfjórðunga í röð, sem almennt er talin tæknileg skilgreining kreppu. Þrátt fyrir að samdrátturinn í þýsku efnahagslífi sé mikill á þessum tímum heimsfaraldurs þá er staðan verri í bæði Frakklandi og Ítalíu. Reuters segir frá því að samdrátturinn á fyrsta ársfjórðungi hafi verið 5,8 prósent í Frakklandi, en 4,7 prósent á Ítalíu. Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þjóðverjar vilja opnun landamæra innan ESB þann 15. júní Þýsk yfirvöld hyggjast opna landamærin að Austurríki, Sviss og Frakklandi á laugardaginn 13. maí 2020 10:38 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Verg landsframleiðsla í Þýskalandi dróst saman um 2,2 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þetta er mesti samdráttur á einum ársfjórðungi í landinu frá fjármálakreppunni 2009. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá þýsku hagstofunni sem kynntar voru í morgun. Einnig var greint frá því að uppfærðar tölur um fjórða ársfjórðung síðasta árs sýni að þá hafi verið 0,1 prósent samdráttur, en fyrri tölur gerðu ráð fyrir 0 prósent hagvöxt. Þessar uppfærðu tölur sýna því að samdráttur hafi verið í Þýskalandi tvo ársfjórðunga í röð, sem almennt er talin tæknileg skilgreining kreppu. Þrátt fyrir að samdrátturinn í þýsku efnahagslífi sé mikill á þessum tímum heimsfaraldurs þá er staðan verri í bæði Frakklandi og Ítalíu. Reuters segir frá því að samdrátturinn á fyrsta ársfjórðungi hafi verið 5,8 prósent í Frakklandi, en 4,7 prósent á Ítalíu.
Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þjóðverjar vilja opnun landamæra innan ESB þann 15. júní Þýsk yfirvöld hyggjast opna landamærin að Austurríki, Sviss og Frakklandi á laugardaginn 13. maí 2020 10:38 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Þjóðverjar vilja opnun landamæra innan ESB þann 15. júní Þýsk yfirvöld hyggjast opna landamærin að Austurríki, Sviss og Frakklandi á laugardaginn 13. maí 2020 10:38