Margir hafa hug á að ferðast hingað til lands Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. maí 2020 06:39 Algjört hrun hefur orðið í ferðaþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins en Icelandair bindur vonir við að landið getið risið hratt að nýju. Vísir/Vilhelm Mikill áhugi er á Íslandi sem áfangastað meðal ferðafólks og þeim sem geta hugsað sér að ferðast á milli Evrópu og Norður-Ameríku fjölgar. Þetta sýna markaðskannanir Icelandair en fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag. Í frétt blaðsins segir að 86% svarenda könnunarinnar segjast treysta Íslandi þegar kemur að málefnum sem tengjast útbreiðslu kórónuveirunnar. Þegar fólk er síðan spurt hvort það sé áhugasamt um að ferðast til Íslands í framtíðinni segja 76% svarenda að áhuginn sé fyrir hendi. Er áhuginn sérlega mikill í Toronto, London, París og á þeim svæðum í Bandaríkjunum sem hafa flugtengingar við Ísland. „Í könnunum sem við gerum með reglubundnum hætti sjáum við að það er mikill áhugi á landinu. Auk þess sjáum við fjölga að nýju í þeim hópi sem getur hugsað sér að ferðast milli Norður-Ameríku og Evrópu,“ segir Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair í samtali við Morgunblaðið. Hún segir niðurstöður kannananna gefa vonir um að landið geti risið hratt að nýju. Icelandair ætli að vera í tilbúið til að nýta breyttar aðstæður þegar færi gefst. „Við hugsum þetta ekki síður út frá Íslendingum en farþegum að utan og við erum að búa okkur undir að leggja áherslu á hefðbundna staði fyrsta kastið, t.d. London, Kaupmannahöfn og Osló. Fólk virðist áhugasamt um þessa áfangastaði og fleiri og þar hefur eflaust áhrif að þarna búa margir Íslendingar og fólk er farið að bíða eftir því að geta heimsótt sitt fólk, hvort sem það er út fyrir landsteinana eða hingað heim,“ segir Birna Ósk. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Icelandair Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Mikill áhugi er á Íslandi sem áfangastað meðal ferðafólks og þeim sem geta hugsað sér að ferðast á milli Evrópu og Norður-Ameríku fjölgar. Þetta sýna markaðskannanir Icelandair en fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag. Í frétt blaðsins segir að 86% svarenda könnunarinnar segjast treysta Íslandi þegar kemur að málefnum sem tengjast útbreiðslu kórónuveirunnar. Þegar fólk er síðan spurt hvort það sé áhugasamt um að ferðast til Íslands í framtíðinni segja 76% svarenda að áhuginn sé fyrir hendi. Er áhuginn sérlega mikill í Toronto, London, París og á þeim svæðum í Bandaríkjunum sem hafa flugtengingar við Ísland. „Í könnunum sem við gerum með reglubundnum hætti sjáum við að það er mikill áhugi á landinu. Auk þess sjáum við fjölga að nýju í þeim hópi sem getur hugsað sér að ferðast milli Norður-Ameríku og Evrópu,“ segir Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair í samtali við Morgunblaðið. Hún segir niðurstöður kannananna gefa vonir um að landið geti risið hratt að nýju. Icelandair ætli að vera í tilbúið til að nýta breyttar aðstæður þegar færi gefst. „Við hugsum þetta ekki síður út frá Íslendingum en farþegum að utan og við erum að búa okkur undir að leggja áherslu á hefðbundna staði fyrsta kastið, t.d. London, Kaupmannahöfn og Osló. Fólk virðist áhugasamt um þessa áfangastaði og fleiri og þar hefur eflaust áhrif að þarna búa margir Íslendingar og fólk er farið að bíða eftir því að geta heimsótt sitt fólk, hvort sem það er út fyrir landsteinana eða hingað heim,“ segir Birna Ósk.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Icelandair Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira