Fer á stefnumót með aðdáanda til styrktar heilbrigðisstarfsfólki Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. apríl 2020 15:00 Eugenie Bouchard komst í úrslit á Wimbledon 2014 en það hefur ekki gengið vel hjá henni á undanförnum árum. vísir/epa Kanadíska tennisstjarnan Eugenie Bouchard fer óhefðbundna leiðir þegar kemur að því að styðja við bakið á heilbrigðisstarfsfólki í baráttunni við kórónuveiruna. Hún hefur nefnilega samþykkt að fara á eins konar góðgerðarstefnumót með aðdáanda til að safna pening fyrir heilbrigðisstarfsfólk í Bandaríkjunum. Í síðasta mánuði setti Bouchard inn færslu á Twitter þar sem hún sagði að lífið í sóttkví væri eflaust mun skemmtilegra ef hún ætti kærasta. not complaining, but i feel like quarantine would be a lot more fun with a boyfriend— Genie Bouchard (@geniebouchard) March 18, 2020 Fjölmargir aðdáendur Bouchards sáu sér þá leik á borði og buðu henni á stefnumót. Einn aðdáandi, Bob, var sérstaklega áhugasamur og bauð 400 pund fyrir stefnumót með Bouchard. Íþróttafréttakonan Allie LaForce hvatti hann til að hækka boðið um 2000 pund og upphæðin færi í að kaupa mat handa heilbrigðisstarfsfólki. Bob samþykkti þetta og ákvað að borga upphæðina eftir að Bouchard samþykkti að fara á stefnumót með honum. Ekki nóg með það heldur ákvað Bob að bæta 800 pundum við upphæðina ef Bouchard myndi tala með breskum hreim á stefnumótinu. Hún samþykkti það með semingi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Bouchard fer á stefnumót með heppnum aðdáanda. Hún gerði það einnig fyrir þremur árum þegar hún tapaði veðmáli við nemann John Goehrke um úrslit SuperBowl. Bouchard og Goehrke fóru saman á tvö stefnumót. Tennis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Fleiri fréttir Sadio Mané hafnaði Manchester United Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu „Hlustið á leikmennina“ Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Sjá meira
Kanadíska tennisstjarnan Eugenie Bouchard fer óhefðbundna leiðir þegar kemur að því að styðja við bakið á heilbrigðisstarfsfólki í baráttunni við kórónuveiruna. Hún hefur nefnilega samþykkt að fara á eins konar góðgerðarstefnumót með aðdáanda til að safna pening fyrir heilbrigðisstarfsfólk í Bandaríkjunum. Í síðasta mánuði setti Bouchard inn færslu á Twitter þar sem hún sagði að lífið í sóttkví væri eflaust mun skemmtilegra ef hún ætti kærasta. not complaining, but i feel like quarantine would be a lot more fun with a boyfriend— Genie Bouchard (@geniebouchard) March 18, 2020 Fjölmargir aðdáendur Bouchards sáu sér þá leik á borði og buðu henni á stefnumót. Einn aðdáandi, Bob, var sérstaklega áhugasamur og bauð 400 pund fyrir stefnumót með Bouchard. Íþróttafréttakonan Allie LaForce hvatti hann til að hækka boðið um 2000 pund og upphæðin færi í að kaupa mat handa heilbrigðisstarfsfólki. Bob samþykkti þetta og ákvað að borga upphæðina eftir að Bouchard samþykkti að fara á stefnumót með honum. Ekki nóg með það heldur ákvað Bob að bæta 800 pundum við upphæðina ef Bouchard myndi tala með breskum hreim á stefnumótinu. Hún samþykkti það með semingi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Bouchard fer á stefnumót með heppnum aðdáanda. Hún gerði það einnig fyrir þremur árum þegar hún tapaði veðmáli við nemann John Goehrke um úrslit SuperBowl. Bouchard og Goehrke fóru saman á tvö stefnumót.
Tennis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Fleiri fréttir Sadio Mané hafnaði Manchester United Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu „Hlustið á leikmennina“ Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Sjá meira