Securitas segir upp starfsfólki en nýtir hlutabótaúrræði á uppsagnartímanum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. apríl 2020 19:00 Dæmi eru um að fyrirtæki, sem hafa sagt upp starfsfólki, nýti hlutabótaúrræðið svokallaða á uppsagnartímabilinu og dragi þannig úr kostnaði við að greiða uppsagnarfrest. Vinnumálastofnun og Alþýðusamband Íslands segja þessa leið ekki standast lög um hlutaatvinnuleysisbætur. Fréttastofa hefur gögn undir höndum sem sýna að sama dag og starfsmanni Securitas var sagt upp var honum boðinn samningur um tímabundna lækkun starfshlutfalls úr 100% í 25%. Uppsagnarfrestur samkvæmt uppsagnarbréfi er tveir mánuðir, sem ná yfir sama tímabil og kveðið er á um í samkomulagi um lækkað starfshlutfall. Uppsögnin miðast við 30. mars 2020 og samkomulagið um lækkað starfshlutfall miðast við 1. apríl til 31. maí. Drífa Snædal, forseti ASÍ.Vísir/Egill Í uppsagnarbréfinu segir meðal annars að vegna samdráttar í rekstri verði ekki hjá því komist að fækka starfsmönnum þar sem verkefni Securitas á Reykjanesi verði lagt niður. Ekki verði krafist vinnuframlags á uppsagnarfresti. Drífa Snædal, forseti ASÍ segir sambandið hafa fengið ábendingar um sambærileg mál. „Það er ekki hægt að vera í hlutabótaleiðinni á uppsagnafresti, það er alveg ljóst þannig að það ber að hafa það í huga. Ef að fólk fer á hlutabætur fyrst og síðan kemur síðar til uppsagnar þá fer fólk bara á uppsagnarfrestinn eins og hann var áður en að hlutabótaleiðin kom til. Þannig að það er ekki hægt að spila þessum úrræðum saman. Það er ekki hægt að spila uppsögn með hlutabótaleið heldur er það annað hvort,“ segir Drífa. Í samtali við fréttastofu segir forstjóri Vinnumálastofnunar þessa aðferð ekki standast skoðun. Tilgangur hlutabótaúrræðisins sé þvert á móti að viðhalda ráðningarsambandi en ekki að varpa launakostnaði vegna greiðslu uppsagnarfrests yfir á ríkið. Þykir miður ef aðferðin stenst ekki skoðun Ómar Svavarsson, forstjóri Securitas, segir í samtali við fréttastofu að fyrirtækið hafi leitað ráðgjafar lögfræðinga hjá Samtökum atvinnulífsins sem hafi talið þessa leið færa. Ef í ljós komi að úrræðið sem fyrirtækið greip til reynist ekki standast lög þyki honum það verulega miður og segir að leitað verði leiða til að bæta úr því. Ómar Svavarsson hefur verið forstjóri Securitas frá árinu 2017.Aðsend Ómar segir stöðuna vissulega vera fordæmalausa og að fyrirtækið hafi leitað allra leiða til að vernda störf eftir fremsta megni. Gripið hafi verið til úrræðisins í góðri trú um að það stæðist lög og reglur. Alls starfa um fimmhundruð manns hjá Securitas. Tólf starfsmönnum fyrirtækisins var sagt upp síðustu mánaðamót og þeim boðið að gera samkomulag um hlutabætur á uppsagnartímanum. Af þeim gerðu átta slíkt samkomulag en fjórir afþökkuðu. Vinnumarkaður Atvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Sjá meira
Dæmi eru um að fyrirtæki, sem hafa sagt upp starfsfólki, nýti hlutabótaúrræðið svokallaða á uppsagnartímabilinu og dragi þannig úr kostnaði við að greiða uppsagnarfrest. Vinnumálastofnun og Alþýðusamband Íslands segja þessa leið ekki standast lög um hlutaatvinnuleysisbætur. Fréttastofa hefur gögn undir höndum sem sýna að sama dag og starfsmanni Securitas var sagt upp var honum boðinn samningur um tímabundna lækkun starfshlutfalls úr 100% í 25%. Uppsagnarfrestur samkvæmt uppsagnarbréfi er tveir mánuðir, sem ná yfir sama tímabil og kveðið er á um í samkomulagi um lækkað starfshlutfall. Uppsögnin miðast við 30. mars 2020 og samkomulagið um lækkað starfshlutfall miðast við 1. apríl til 31. maí. Drífa Snædal, forseti ASÍ.Vísir/Egill Í uppsagnarbréfinu segir meðal annars að vegna samdráttar í rekstri verði ekki hjá því komist að fækka starfsmönnum þar sem verkefni Securitas á Reykjanesi verði lagt niður. Ekki verði krafist vinnuframlags á uppsagnarfresti. Drífa Snædal, forseti ASÍ segir sambandið hafa fengið ábendingar um sambærileg mál. „Það er ekki hægt að vera í hlutabótaleiðinni á uppsagnafresti, það er alveg ljóst þannig að það ber að hafa það í huga. Ef að fólk fer á hlutabætur fyrst og síðan kemur síðar til uppsagnar þá fer fólk bara á uppsagnarfrestinn eins og hann var áður en að hlutabótaleiðin kom til. Þannig að það er ekki hægt að spila þessum úrræðum saman. Það er ekki hægt að spila uppsögn með hlutabótaleið heldur er það annað hvort,“ segir Drífa. Í samtali við fréttastofu segir forstjóri Vinnumálastofnunar þessa aðferð ekki standast skoðun. Tilgangur hlutabótaúrræðisins sé þvert á móti að viðhalda ráðningarsambandi en ekki að varpa launakostnaði vegna greiðslu uppsagnarfrests yfir á ríkið. Þykir miður ef aðferðin stenst ekki skoðun Ómar Svavarsson, forstjóri Securitas, segir í samtali við fréttastofu að fyrirtækið hafi leitað ráðgjafar lögfræðinga hjá Samtökum atvinnulífsins sem hafi talið þessa leið færa. Ef í ljós komi að úrræðið sem fyrirtækið greip til reynist ekki standast lög þyki honum það verulega miður og segir að leitað verði leiða til að bæta úr því. Ómar Svavarsson hefur verið forstjóri Securitas frá árinu 2017.Aðsend Ómar segir stöðuna vissulega vera fordæmalausa og að fyrirtækið hafi leitað allra leiða til að vernda störf eftir fremsta megni. Gripið hafi verið til úrræðisins í góðri trú um að það stæðist lög og reglur. Alls starfa um fimmhundruð manns hjá Securitas. Tólf starfsmönnum fyrirtækisins var sagt upp síðustu mánaðamót og þeim boðið að gera samkomulag um hlutabætur á uppsagnartímanum. Af þeim gerðu átta slíkt samkomulag en fjórir afþökkuðu.
Vinnumarkaður Atvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent