Þrjú einkenni góðra krísustjórnenda Rakel Sveinsdóttir skrifar 14. apríl 2020 09:00 Bjarni Snæbjörn Jónsson lýsir einkennum góðra krísustjórnenda. Vísir/Vilhelm „Það er ekki öllum gefið að halda rónni þegar svo háttar sem nú, en þeir sem eru líklegastir til þess eru þeir sem sýna auðmýkt, viðurkenna vanmátt sinn, fá aðra til liðs við sig og gefa þeim bæði umboð og vald til þess að taka ákvarðanir og framkvæma þær,“ segir Bjarni Snæbjörn Jónsson og halda eflaust margir að þar sé hann að lýsa þríeykinu svo kallaða: Ölmu, Víði og Þórólf. Hið rétta er að Bjarni er með þessum upphafsorðum að lýsa einkenni góðra krísustjórnenda, en það að hafa stjórn á sjálfum sér er eitt það mikilvægasta. „Það hefst að vísu ekki nema með skýrum og gegnsæjum árangursmarkmiðum, en að temja sér þannig nálgun er einmitt einkenni þeirra stjórnenda sem farnast vel í mismunandi aðstæðum,“ segir Bjarni. Bjarni Snæbjörn Jónsson lauk doktorsnámi í stjórnun árið 2014 þar sem meginviðfangsefnið hans var þróun og umbreyting fyrirtækja og samfélaga. Bjarni hefur yfir 25 ára reynslu í ráðgjöf með áherslu á stefnumótun og stjórnun. Síðustu árin hefur hann sérhæft sig í þróun tækja og tóla til að bæta innleiðingu á stefnu fyrirtækja og stofnana og er auk þess einn af stofnendum hugbúnaðar-fyrirtækisins DecideAct. Á árum áður var Bjarni framkvæmdastjóri hjá Skeljungi um árabil. Við báðum Bjarna um að lýsa því hvað einkennir góða krísustjórnendur. 1. Er yfirvegaður Að hafa stjórn á sjálfum sér og falla ekki í þá freistni að vera alltaf að koma til skjalanna. Góður krísustjórnandi eru yfirvegaður, einbeitir sér að því að halda yfirsýn hvað sem á dynur og að taka vel ígrundaðar ákvarðanir í ólgusjó. 2. Horfir á heildarmyndina Góður stjórnandi stendur á bakkanum og horfir yfir strauminn, sér fyrir það sem framundan er, skilur heildarmyndina og getur tekið tímanlegar og yfirvegaðar ákvarðanir. Hann er ekki einn af þeim sem stekkur út í strauminn jafnóðum og hann sér eitthvað sem þarf að takast á við. Geri stjórnandinn það, er hann glataður. Missir yfirsýn og er ekki til staðar þar sem hann á að vera. 3. Byggir upp liðsheildina Góður krísustjórnandi skilur jafnframt mikilvægi liðsheildarinnar, að byggja upp hóp jafningja í kringum sig þar sem hver og einn finnur til ábyrgðar gagnvart hlutverki sínu. Hann gerir það ekki bara þegar áföll steðja að, hann vinnur stöðugt í því að byggja upp, styrkja og þjálfa liðsheildina, hvort sem er í þeim tilgangi að takast andlega á við áföll í rekstrinum eða ná metnaðarfullum markmiðum. Hann gætir þess að engin óleyst mál séu innan liðsins og skapar þannig andrúmsloft, að hver og einn viti hvað til síns friðar heyrir. Það er einmitt þetta sem á reynir þegar upp koma krísur. Sé þetta ekki til staðar, stendur stjórnandinn berskjaldaður og skiptir þá engu máli hvort viðkomandi teljist góður stjórnandi eða ekki. Stjórnun Tengdar fréttir Krísustjórnun á tímum kórónuveiru og algengustu mistökin Bjarni Snæbjörn Jónsson segir mikilvægt að stjórnir stígi inn að krafti og styðji við stjórnendateymin sín. Mistök verða gerð enda enginn sem getur fullyrt að ráða við stöðuna sem nú er uppi. Fyrirtækjum blæðir og sum eru í „hjartastoppi.“ 1. apríl 2020 07:00 Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Sumir halda ró sinni, sumir brotna saman, aðrir frjósa segir Sigríður Þorgeirsdóttir ráðgjafi og einn eigandi Attentus meðal annars í umfjöllun um uppsagnir starfsmanna. 18. mars 2020 12:00 Kórónaveiran: „Krítískt að hugsa fyrir mjög óvæntum aðstæðum“ Sigurvin Bárður Sigurjónsson verkefnastjóri og sérfræðingur í áhættustjórnun hjá KPMG segir fyrirtæki geta undirbúið sig undir komandi tíma, meðal annars með áætlunum um mildunaraðgerðir fyrir lausafjárvanda og fleira. 13. mars 2020 10:00 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Það er ekki öllum gefið að halda rónni þegar svo háttar sem nú, en þeir sem eru líklegastir til þess eru þeir sem sýna auðmýkt, viðurkenna vanmátt sinn, fá aðra til liðs við sig og gefa þeim bæði umboð og vald til þess að taka ákvarðanir og framkvæma þær,“ segir Bjarni Snæbjörn Jónsson og halda eflaust margir að þar sé hann að lýsa þríeykinu svo kallaða: Ölmu, Víði og Þórólf. Hið rétta er að Bjarni er með þessum upphafsorðum að lýsa einkenni góðra krísustjórnenda, en það að hafa stjórn á sjálfum sér er eitt það mikilvægasta. „Það hefst að vísu ekki nema með skýrum og gegnsæjum árangursmarkmiðum, en að temja sér þannig nálgun er einmitt einkenni þeirra stjórnenda sem farnast vel í mismunandi aðstæðum,“ segir Bjarni. Bjarni Snæbjörn Jónsson lauk doktorsnámi í stjórnun árið 2014 þar sem meginviðfangsefnið hans var þróun og umbreyting fyrirtækja og samfélaga. Bjarni hefur yfir 25 ára reynslu í ráðgjöf með áherslu á stefnumótun og stjórnun. Síðustu árin hefur hann sérhæft sig í þróun tækja og tóla til að bæta innleiðingu á stefnu fyrirtækja og stofnana og er auk þess einn af stofnendum hugbúnaðar-fyrirtækisins DecideAct. Á árum áður var Bjarni framkvæmdastjóri hjá Skeljungi um árabil. Við báðum Bjarna um að lýsa því hvað einkennir góða krísustjórnendur. 1. Er yfirvegaður Að hafa stjórn á sjálfum sér og falla ekki í þá freistni að vera alltaf að koma til skjalanna. Góður krísustjórnandi eru yfirvegaður, einbeitir sér að því að halda yfirsýn hvað sem á dynur og að taka vel ígrundaðar ákvarðanir í ólgusjó. 2. Horfir á heildarmyndina Góður stjórnandi stendur á bakkanum og horfir yfir strauminn, sér fyrir það sem framundan er, skilur heildarmyndina og getur tekið tímanlegar og yfirvegaðar ákvarðanir. Hann er ekki einn af þeim sem stekkur út í strauminn jafnóðum og hann sér eitthvað sem þarf að takast á við. Geri stjórnandinn það, er hann glataður. Missir yfirsýn og er ekki til staðar þar sem hann á að vera. 3. Byggir upp liðsheildina Góður krísustjórnandi skilur jafnframt mikilvægi liðsheildarinnar, að byggja upp hóp jafningja í kringum sig þar sem hver og einn finnur til ábyrgðar gagnvart hlutverki sínu. Hann gerir það ekki bara þegar áföll steðja að, hann vinnur stöðugt í því að byggja upp, styrkja og þjálfa liðsheildina, hvort sem er í þeim tilgangi að takast andlega á við áföll í rekstrinum eða ná metnaðarfullum markmiðum. Hann gætir þess að engin óleyst mál séu innan liðsins og skapar þannig andrúmsloft, að hver og einn viti hvað til síns friðar heyrir. Það er einmitt þetta sem á reynir þegar upp koma krísur. Sé þetta ekki til staðar, stendur stjórnandinn berskjaldaður og skiptir þá engu máli hvort viðkomandi teljist góður stjórnandi eða ekki.
Stjórnun Tengdar fréttir Krísustjórnun á tímum kórónuveiru og algengustu mistökin Bjarni Snæbjörn Jónsson segir mikilvægt að stjórnir stígi inn að krafti og styðji við stjórnendateymin sín. Mistök verða gerð enda enginn sem getur fullyrt að ráða við stöðuna sem nú er uppi. Fyrirtækjum blæðir og sum eru í „hjartastoppi.“ 1. apríl 2020 07:00 Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Sumir halda ró sinni, sumir brotna saman, aðrir frjósa segir Sigríður Þorgeirsdóttir ráðgjafi og einn eigandi Attentus meðal annars í umfjöllun um uppsagnir starfsmanna. 18. mars 2020 12:00 Kórónaveiran: „Krítískt að hugsa fyrir mjög óvæntum aðstæðum“ Sigurvin Bárður Sigurjónsson verkefnastjóri og sérfræðingur í áhættustjórnun hjá KPMG segir fyrirtæki geta undirbúið sig undir komandi tíma, meðal annars með áætlunum um mildunaraðgerðir fyrir lausafjárvanda og fleira. 13. mars 2020 10:00 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Krísustjórnun á tímum kórónuveiru og algengustu mistökin Bjarni Snæbjörn Jónsson segir mikilvægt að stjórnir stígi inn að krafti og styðji við stjórnendateymin sín. Mistök verða gerð enda enginn sem getur fullyrt að ráða við stöðuna sem nú er uppi. Fyrirtækjum blæðir og sum eru í „hjartastoppi.“ 1. apríl 2020 07:00
Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Sumir halda ró sinni, sumir brotna saman, aðrir frjósa segir Sigríður Þorgeirsdóttir ráðgjafi og einn eigandi Attentus meðal annars í umfjöllun um uppsagnir starfsmanna. 18. mars 2020 12:00
Kórónaveiran: „Krítískt að hugsa fyrir mjög óvæntum aðstæðum“ Sigurvin Bárður Sigurjónsson verkefnastjóri og sérfræðingur í áhættustjórnun hjá KPMG segir fyrirtæki geta undirbúið sig undir komandi tíma, meðal annars með áætlunum um mildunaraðgerðir fyrir lausafjárvanda og fleira. 13. mars 2020 10:00