„Við þurfum öll að vera tilbúin að hlusta“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. apríl 2020 15:54 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. Lögreglan Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, gerði kvíða og ótta vegna kórónuveirufaraldursins sem nú stendur yfir að sérstöku umtalsefni í lok daglegs upplýsingafundar almannavarna og landlæknis í dag. Hann sagði að allir gætu tekið þátt í baráttunni við kvíða og ótta. Sú barátta væri í raun hluti af baráttunni við kórónuveiruna sjálfa. „Mig langar aðeins að ávarpa ykkur varðandi ótta og kvíða. Við höfum mikið upplifað það að fólk er hrætt og það er mjög almennt að fólk sé kvíðið. Það er auðvitað eðlilegt. Við erum hér daglega að tala og miðla einhverjum upplýsingum og við erum líka að segja að óvissan sé mikil og það ýtir náttúrulega undir ótta og kvíða,“ sagði Víðir. Hann bætti við að baráttan við ótta og kvíða þyrfti að vera hluti af baráttu þjóðarinnar við veiruna sjálfa. Til séu ýmis ráð við ótta og kvíða, en allir gætu þó tekið þátt í þessari baráttu. „Stærsti hópurinn sem getur tekið þátt eru bara allir. Þið þarna úti, þið getið tekið þátt í þessu með okkur. Þetta getur verið ykkar framlag í að berjast á móti þessari veiru. Við þurfum að tala um þetta, við þurfum að lyfta þessu upp þannig að það séu allir óhræddir við að ræða það að menn séu óttaslegnir eða kvíðnir. Það skiptir bara mjög miklu máli að þetta sé eðlilegt og við þurfum öll að nálgast þetta þannig. Við þurfum öll að vera tilbúin að hlusta.“ Hann bætti við að þó að ekki allir væru sérfræðingar í að takast á við kvíða og ótta, þá gætu allir hlustað á náungann. Það sé oft eitthvað sem miklu máli skipti. Sjá einnig: Svona var 43. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar „Þið sem eruð kvíðin og eruð óttaslegin, ef þið fáið ekki einhvern nálægt ykkur til þess að hlusta og ykkur heldur áfram að líða illa og þið viljið fá meira þá er auðvitað hægt að leita í 1717, það er líka hægt að leita til heilsugæslunnar og fá aðstoð. En við, við öll getum unnið þetta svolítið saman og bara með því að hlusta og sýna kærleik og sýna umhyggju. Það getur bara breytt mjög miklu fyrir þann sem að á í hlut,“ sagði Víðir. Víðir þakkaði einnig þeim sem tekið hafa þátt í að sporna við útbreiðslu veirunnar hér á landi. Hann sagði Íslendinga nú vera á ágætum stað í að „síga þetta niður,“ en tók sérstaklega fram að nú væri ekki tíminn til að slaka á, heldur halda áfram. Hann ávarpaði síðan áhorfendur fundarins: „Það er fyrst og fremst ykkur að þakka hvert við erum komin í dag. Við þurfum öll að halda áfram að standa í þessu. Við erum öll Alma-nnavarnir og munið síðan veirufría klukkutímann milli átta og níu í kvöld,“ sagði Víðir í lok fundarins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, gerði kvíða og ótta vegna kórónuveirufaraldursins sem nú stendur yfir að sérstöku umtalsefni í lok daglegs upplýsingafundar almannavarna og landlæknis í dag. Hann sagði að allir gætu tekið þátt í baráttunni við kvíða og ótta. Sú barátta væri í raun hluti af baráttunni við kórónuveiruna sjálfa. „Mig langar aðeins að ávarpa ykkur varðandi ótta og kvíða. Við höfum mikið upplifað það að fólk er hrætt og það er mjög almennt að fólk sé kvíðið. Það er auðvitað eðlilegt. Við erum hér daglega að tala og miðla einhverjum upplýsingum og við erum líka að segja að óvissan sé mikil og það ýtir náttúrulega undir ótta og kvíða,“ sagði Víðir. Hann bætti við að baráttan við ótta og kvíða þyrfti að vera hluti af baráttu þjóðarinnar við veiruna sjálfa. Til séu ýmis ráð við ótta og kvíða, en allir gætu þó tekið þátt í þessari baráttu. „Stærsti hópurinn sem getur tekið þátt eru bara allir. Þið þarna úti, þið getið tekið þátt í þessu með okkur. Þetta getur verið ykkar framlag í að berjast á móti þessari veiru. Við þurfum að tala um þetta, við þurfum að lyfta þessu upp þannig að það séu allir óhræddir við að ræða það að menn séu óttaslegnir eða kvíðnir. Það skiptir bara mjög miklu máli að þetta sé eðlilegt og við þurfum öll að nálgast þetta þannig. Við þurfum öll að vera tilbúin að hlusta.“ Hann bætti við að þó að ekki allir væru sérfræðingar í að takast á við kvíða og ótta, þá gætu allir hlustað á náungann. Það sé oft eitthvað sem miklu máli skipti. Sjá einnig: Svona var 43. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar „Þið sem eruð kvíðin og eruð óttaslegin, ef þið fáið ekki einhvern nálægt ykkur til þess að hlusta og ykkur heldur áfram að líða illa og þið viljið fá meira þá er auðvitað hægt að leita í 1717, það er líka hægt að leita til heilsugæslunnar og fá aðstoð. En við, við öll getum unnið þetta svolítið saman og bara með því að hlusta og sýna kærleik og sýna umhyggju. Það getur bara breytt mjög miklu fyrir þann sem að á í hlut,“ sagði Víðir. Víðir þakkaði einnig þeim sem tekið hafa þátt í að sporna við útbreiðslu veirunnar hér á landi. Hann sagði Íslendinga nú vera á ágætum stað í að „síga þetta niður,“ en tók sérstaklega fram að nú væri ekki tíminn til að slaka á, heldur halda áfram. Hann ávarpaði síðan áhorfendur fundarins: „Það er fyrst og fremst ykkur að þakka hvert við erum komin í dag. Við þurfum öll að halda áfram að standa í þessu. Við erum öll Alma-nnavarnir og munið síðan veirufría klukkutímann milli átta og níu í kvöld,“ sagði Víðir í lok fundarins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent