Páskaegg uppurin á landinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. apríl 2020 11:33 Færri fengu sitt óskaegg en vildu. Vísir/Vilhelm Eftirspurn eftir páskaeggjum hér á landi hefur sjaldan verið meiri. Raunar var hún svo mikil fyrir þessa páska að ekki fengu allir þau egg sem þeir óskuðu sér helst. Framkvæmdastjóri hjá Nóa Síríus segist ekki muna eftir öðru eins og segir að í raun hafi verið um skort á eggjum að ræða. Hann telur að aukinn fjöldi Íslendinga hér á landi sé ein meginástæða þess að eftirspurn eftir páskaeggjum rauk upp úr öllu valdi. „Án þess að maður hafi nú nákvæmar tölur þá gerir maður ráð fyrir að það sé aukinn fjöldi Íslendinga á landinu sem hefur spilað þarna stórt inn í,“ segir Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Síríus. Hann segir að ástand á páskaeggjamarkaði líkt því sem nú er uppi hafi ekki sést lengi. „Það er kannski líka það að hvorki við né aðrir vorum undirbúnir fyrir þetta ástand. Ekki hjálpaði til að framleiðslan varð miklu erfiðari og seinvirkari eftir samkomubannið. Þá urðum við að gera ýmsar ráðstafanir. Við reyndum allt, og vorum ansi ánægð með hvað við náðum þó miklu út í lokin. En auðvitað væri það draumur að allir myndu fá sitt óskaegg, það er bara þannig.“ Auðjón segir að fyrirtækinu hafi borist fyrirspurnir og beiðnir um að framleiða meira, þar sem sala á eggjum var meiri en áætlað var. „Við vorum að vinna, fólk í framleiðslunni og sölunni og annað, að því að skrapa saman í allt alveg til loka. Bara þar til síðasti toppurinn sem fannst í húsinu var settur á. Það var allt gert til þess að koma út sem flestum eggjum,“ segir hann. Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs hjá Nóa Síríus.Aðsend Hann segir að erfitt sé að kvarta, í árferði sem þessu, yfir því að eftirspurn eftir vörunni sé meiri en framboðið, á tímum þar sem tekjur í öðrum atvinnugreinum hafi svo gott sem gufað upp. „Þannig að við getum bara verið þakklát fyrir þetta. Auðvitað hefði maður viljað að allir hefðu fengið það egg sem þeir vildu.“ Hann segir að viðskiptavinir Nóa hafi sýnt mikinn skilning á ástandinu, á sama tíma og það sé skiljanlegt að verslanir hafi sóst eftir því að geta selt hjá sér fleiri egg. Sjálfur hafi hann farið í verslanir bæði á fimmtudaginn og í gær, og séð það að ástandið í eggjamálum er ólíkt því sem venju er samkvæmt. Það sé hreinlega allt að klárast. Bökunarvörur seljast eins og heitar lummur Þá segir Auðjón að merkja megi breytingar í sælgætisneyslu Íslendinga frá því að samkomubann var sett á og fólk hvatt til þess að ferðast sem mest innanhúss. „Fólk er ekki með blandbari þannig að fólk er meira að kaupa Nóa Kropp og kúlur til þess að fylla upp í hitt. Það sem maður hefur tekið mest eftir er að það hefur verið svakaleg sala í bökunarvörum. Suðusúkkulaði og kurli og svoleiðis.“ Af þessu megi álykta að fólk sé í auknu mæli farið að glugga í uppskriftabækurnar og baka sér til dundurs. Internetið logar Netverjar, þá sér í lagi þeir sem til halda á Twitter, fóru ekki varhluta af ástandinu á eggjamarkaðnum og létu að sjálfsögðu vel í sér heyra, líkt og fyrri daginn. Svo virðist sem margir hafi verið of seinir á sér og setið uppi með annað egg en stefnt var á í fyrstu, ef fólk fékk eitthvert egg yfir höfuð.„Sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær“ segir í málshætti nokkrum, sem virðist eiga vel við í þessu tilfelli. Hér að neðan má sjá nokkur tíst frá fólki sem hafði sitt að segja um eggjaleysið. Næsta spurning er fyrir Þórólf. Páskaeggin virðast hafa klárast í verslunum fyrir páska. Er þetta eitthvað sem þið bjuggust við og hefði mögulega verið hægt að bregðast við fyrr? — Atli Fannar (@atlifannar) April 11, 2020 Er einhver svartur markaður fyrir páskaegg í ár? Uppselt allsstaðar virðist vera. Sonur minn mun refsa mér grimmilega— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) April 11, 2020 Var búin að fresta því óþarflega að kaupa páskaegg fyrir kæró og panikkaði þegar ég fór í 5 búðir í dag (daginn fyrir páskadag) og fann ekki það sem kæró vildi svo það endaði með því að ég keypti 3 önnur páskaegg fyrir hann + meira nammiÉg er samt með samviskubit :( pic.twitter.com/b2tfms16yO— elín jósepsdóttir (@elinjoseps) April 11, 2020 Ástandið fór alveg með mig og ég steingleymdi að kaupa páskaegg! Brunaði í Hagkaup bæði í Skeifunni og Garðabæ eftir kvöldmat en allt var uppselt og allar útstillingar horfnar. Iceland kom mér til bjargar og átti nokkur stykki eftir. #páskaegg #seinagangur— Polly (@PollyHilmars) April 11, 2020 HALLÓ ALMANNAMANNANEFND Öll páskaegg eru búin í búðunum..og bara til nr 2. og eitthvað með hvítu súkkulaði ( sem er ógeðslegt) Af hverju er ekki verið að ræða þetta. Það er neyðarástand í samfélaginuWhat is this PÁSKAEGG for ants!!!!!!!! pic.twitter.com/sZ4Xp25c27— Gudni Halldórsson (@GudniKlipp) April 11, 2020 Páskar Sælgæti Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Atvinna Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Sjá meira
Eftirspurn eftir páskaeggjum hér á landi hefur sjaldan verið meiri. Raunar var hún svo mikil fyrir þessa páska að ekki fengu allir þau egg sem þeir óskuðu sér helst. Framkvæmdastjóri hjá Nóa Síríus segist ekki muna eftir öðru eins og segir að í raun hafi verið um skort á eggjum að ræða. Hann telur að aukinn fjöldi Íslendinga hér á landi sé ein meginástæða þess að eftirspurn eftir páskaeggjum rauk upp úr öllu valdi. „Án þess að maður hafi nú nákvæmar tölur þá gerir maður ráð fyrir að það sé aukinn fjöldi Íslendinga á landinu sem hefur spilað þarna stórt inn í,“ segir Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Síríus. Hann segir að ástand á páskaeggjamarkaði líkt því sem nú er uppi hafi ekki sést lengi. „Það er kannski líka það að hvorki við né aðrir vorum undirbúnir fyrir þetta ástand. Ekki hjálpaði til að framleiðslan varð miklu erfiðari og seinvirkari eftir samkomubannið. Þá urðum við að gera ýmsar ráðstafanir. Við reyndum allt, og vorum ansi ánægð með hvað við náðum þó miklu út í lokin. En auðvitað væri það draumur að allir myndu fá sitt óskaegg, það er bara þannig.“ Auðjón segir að fyrirtækinu hafi borist fyrirspurnir og beiðnir um að framleiða meira, þar sem sala á eggjum var meiri en áætlað var. „Við vorum að vinna, fólk í framleiðslunni og sölunni og annað, að því að skrapa saman í allt alveg til loka. Bara þar til síðasti toppurinn sem fannst í húsinu var settur á. Það var allt gert til þess að koma út sem flestum eggjum,“ segir hann. Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs hjá Nóa Síríus.Aðsend Hann segir að erfitt sé að kvarta, í árferði sem þessu, yfir því að eftirspurn eftir vörunni sé meiri en framboðið, á tímum þar sem tekjur í öðrum atvinnugreinum hafi svo gott sem gufað upp. „Þannig að við getum bara verið þakklát fyrir þetta. Auðvitað hefði maður viljað að allir hefðu fengið það egg sem þeir vildu.“ Hann segir að viðskiptavinir Nóa hafi sýnt mikinn skilning á ástandinu, á sama tíma og það sé skiljanlegt að verslanir hafi sóst eftir því að geta selt hjá sér fleiri egg. Sjálfur hafi hann farið í verslanir bæði á fimmtudaginn og í gær, og séð það að ástandið í eggjamálum er ólíkt því sem venju er samkvæmt. Það sé hreinlega allt að klárast. Bökunarvörur seljast eins og heitar lummur Þá segir Auðjón að merkja megi breytingar í sælgætisneyslu Íslendinga frá því að samkomubann var sett á og fólk hvatt til þess að ferðast sem mest innanhúss. „Fólk er ekki með blandbari þannig að fólk er meira að kaupa Nóa Kropp og kúlur til þess að fylla upp í hitt. Það sem maður hefur tekið mest eftir er að það hefur verið svakaleg sala í bökunarvörum. Suðusúkkulaði og kurli og svoleiðis.“ Af þessu megi álykta að fólk sé í auknu mæli farið að glugga í uppskriftabækurnar og baka sér til dundurs. Internetið logar Netverjar, þá sér í lagi þeir sem til halda á Twitter, fóru ekki varhluta af ástandinu á eggjamarkaðnum og létu að sjálfsögðu vel í sér heyra, líkt og fyrri daginn. Svo virðist sem margir hafi verið of seinir á sér og setið uppi með annað egg en stefnt var á í fyrstu, ef fólk fékk eitthvert egg yfir höfuð.„Sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær“ segir í málshætti nokkrum, sem virðist eiga vel við í þessu tilfelli. Hér að neðan má sjá nokkur tíst frá fólki sem hafði sitt að segja um eggjaleysið. Næsta spurning er fyrir Þórólf. Páskaeggin virðast hafa klárast í verslunum fyrir páska. Er þetta eitthvað sem þið bjuggust við og hefði mögulega verið hægt að bregðast við fyrr? — Atli Fannar (@atlifannar) April 11, 2020 Er einhver svartur markaður fyrir páskaegg í ár? Uppselt allsstaðar virðist vera. Sonur minn mun refsa mér grimmilega— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) April 11, 2020 Var búin að fresta því óþarflega að kaupa páskaegg fyrir kæró og panikkaði þegar ég fór í 5 búðir í dag (daginn fyrir páskadag) og fann ekki það sem kæró vildi svo það endaði með því að ég keypti 3 önnur páskaegg fyrir hann + meira nammiÉg er samt með samviskubit :( pic.twitter.com/b2tfms16yO— elín jósepsdóttir (@elinjoseps) April 11, 2020 Ástandið fór alveg með mig og ég steingleymdi að kaupa páskaegg! Brunaði í Hagkaup bæði í Skeifunni og Garðabæ eftir kvöldmat en allt var uppselt og allar útstillingar horfnar. Iceland kom mér til bjargar og átti nokkur stykki eftir. #páskaegg #seinagangur— Polly (@PollyHilmars) April 11, 2020 HALLÓ ALMANNAMANNANEFND Öll páskaegg eru búin í búðunum..og bara til nr 2. og eitthvað með hvítu súkkulaði ( sem er ógeðslegt) Af hverju er ekki verið að ræða þetta. Það er neyðarástand í samfélaginuWhat is this PÁSKAEGG for ants!!!!!!!! pic.twitter.com/sZ4Xp25c27— Gudni Halldórsson (@GudniKlipp) April 11, 2020
Páskar Sælgæti Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Atvinna Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Sjá meira