Páskaferðalangar hvattir til að fylgjast með veðurspám Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. apríl 2020 08:47 Almannavarnir hafa hvatt gegn ferðalögum þessa páskana, til þess að hlífa heilbrigðiskerfinu fyrir auknu álagi. Vísir/Vilhelm Sunnanátt verður eftir hádegi í dag, páskadag. Víða vindur á bilinu 8-15 metrar á sekúndu, en um 15-20 á norðanverður Snæfellsnesi þegar tekur að kvölda. Þau sem hyggja á ferðalög á morgun, annan í páskum, eru hvött til að fylgjast vel með veðurspám. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar í dag. Þá segir að sunnanáttinni komi til með fylgja örlítil súld eða rigning á vesturlandi. Hins vegar megi búast við björtu veðri í allan dag á Norðaustur- og Austurlandi. Hitinn á bilinu 0 til 5 stig suðvestanmegin á landinu, en frost á bilinu 0 til 5 stig norðaustanmegin. Í nótt tekur svo að hvessa norðan- og norðvestantil á landinu. Stafar það af lægð sem fer fram hjá landinu um Grænlandssund og má gera ráð fyrir vindi allt að 25 metrum á sekúndu þar um slóðir í fyrramálið. Síðar um daginn hvessir einnig á Norðausturlandi. Hvassviðrinu gæti þá fylgt rigning sunnan- og vestanlands. Hitinn verður á bilinu 5 til 10 stig, en hlýjast á Norðausturlandi. Seint annað kvöld má búast við éljum vestantil, auk þess sem kólnar lítillega. Rétt þykir að taka fram að þótt þau sem hyggi á ferðalög um páskana séu hvött til að fylgjast með veðurspám hefur almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra beint þeim tilmælum til fólks að halda ónauðsynlegum langferðalögum, til að mynda ferðum í sumarbústaði, í lágmarki. Er það gert með það fyrir augum að draga úr mögulegu álagi á heilbrigðiskerfið, sem nú þegar mæðir mikið á vegna útbreiðslu kórónuveirunnar Covid-19 hér á landi. Hefur fólki sérstaklega verið bent á að ferðast innanhúss. Páskar Veður Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Ákveðin suðaustanátt, milt og skúrir síðdegis Hiti að sjö stigum og mildast syðst Fer að lægja norðvestantil um hádegi Djúp lægð grefur um sig Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Tíðindalítið veður en bætir í vind í kvöld Dálítil snjókoma norðantil en þurrt sunnan heiða Lægðin á undanhaldi Víða allhvass vindur og rigning Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Smá rigning eða slydda víða Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands Sjá meira
Sunnanátt verður eftir hádegi í dag, páskadag. Víða vindur á bilinu 8-15 metrar á sekúndu, en um 15-20 á norðanverður Snæfellsnesi þegar tekur að kvölda. Þau sem hyggja á ferðalög á morgun, annan í páskum, eru hvött til að fylgjast vel með veðurspám. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar í dag. Þá segir að sunnanáttinni komi til með fylgja örlítil súld eða rigning á vesturlandi. Hins vegar megi búast við björtu veðri í allan dag á Norðaustur- og Austurlandi. Hitinn á bilinu 0 til 5 stig suðvestanmegin á landinu, en frost á bilinu 0 til 5 stig norðaustanmegin. Í nótt tekur svo að hvessa norðan- og norðvestantil á landinu. Stafar það af lægð sem fer fram hjá landinu um Grænlandssund og má gera ráð fyrir vindi allt að 25 metrum á sekúndu þar um slóðir í fyrramálið. Síðar um daginn hvessir einnig á Norðausturlandi. Hvassviðrinu gæti þá fylgt rigning sunnan- og vestanlands. Hitinn verður á bilinu 5 til 10 stig, en hlýjast á Norðausturlandi. Seint annað kvöld má búast við éljum vestantil, auk þess sem kólnar lítillega. Rétt þykir að taka fram að þótt þau sem hyggi á ferðalög um páskana séu hvött til að fylgjast með veðurspám hefur almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra beint þeim tilmælum til fólks að halda ónauðsynlegum langferðalögum, til að mynda ferðum í sumarbústaði, í lágmarki. Er það gert með það fyrir augum að draga úr mögulegu álagi á heilbrigðiskerfið, sem nú þegar mæðir mikið á vegna útbreiðslu kórónuveirunnar Covid-19 hér á landi. Hefur fólki sérstaklega verið bent á að ferðast innanhúss.
Páskar Veður Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Ákveðin suðaustanátt, milt og skúrir síðdegis Hiti að sjö stigum og mildast syðst Fer að lægja norðvestantil um hádegi Djúp lægð grefur um sig Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Tíðindalítið veður en bætir í vind í kvöld Dálítil snjókoma norðantil en þurrt sunnan heiða Lægðin á undanhaldi Víða allhvass vindur og rigning Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Smá rigning eða slydda víða Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands Sjá meira