„Algjört áfall“ að frétta af því að bakvörðurinn væri grunaður um svik Sylvía Hall skrifar 11. apríl 2020 21:23 Agnes Veronika Hauksdóttir og Valgerður Pálsdóttir. Vísir Agnes Veronika Hauksdóttir segir það hafa verið mikið áfall að heyra af því að kona úr bakvarðasveitinni væri grunuð um skjalafals og lyfjastuld. Hún hafi treyst því að þeir sem byðu sig fram í slíkt verkefni gerðu það af heilum hug. Hún og Valgerður Pálsdóttir eru báðar bakverðir í bakvarðasveitinni fyrir vestan. Þær ræddu málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Við fengum eiginlega bara ábendingar um það. Hún var búin að segja okkur að hún væri mjög lærð þannig það voru sumar sem voru farnar að hafa efasemdir,“ segir Agnes. Valgerður tekur í sama streng og segir konuna hafa sagt frá því að hún væri með menntun frá Skotlandi og reynslumikil þegar kæmi að heilbrigðisstörfum. „Það var ýmsilegt sem hún taldi til en við vissum að hún var að vinna í að fá samþykkt þetta próf sitt, hún sagði okkur það.“ Agnes segir grunsemdir strax hafa vaknað þegar hún framvísaði erlendu leyfisbréfi. Því hafði starfsfólkið haft varann á. Þá var hjúkrunarfræðinemi með henni við störf og hjúkrunarfræðingur á bakvakt í sama húsi. „Svo fengum við ábendingar þegar hún setti mynd af sér á Instagram að hún væri að „hjúkkast“, þá fékk fólk svolítið sjokk sem þekkir til hennar.“ Léttir að vera ekki smitaðar Allir í bakvarðasveitinni voru sendir í sóttkví eftir handtöku konunnar og voru sýni tekin úr þeim í gær. Rannsókn á sýnunum leiddi í ljós að enginn meðlimur sveitarinnar var smitaður. „Það var mikill léttir í morgun þegar við fengum skilaboðin um að við værum allar neikvæðar. Þess vegna erum við mjög glaðar að geta haldið áfram að sinna starfinu,“ segir Agnes. Valgerður segist hafa rætt við konuna í gærmorgun þegar hún hafði lokið vakt. Stuttu síðar fór Valgerður í göngutúr og var því ekki á svæðinu þegar lögreglan kom og sótti konuna. „Ég var mjög fegin að þurfa ekki að verða vitni að því.“ Þá segjast þær trúa því að þetta atvik sé einsdæmi. Þó sé um sérstakar aðstæður að ræða og því hafi svona mistök getað komið upp. „Og þetta ber allt mjög brátt að og það eru allir að reyna að gera sitt besta og við munum gera það áfram. Við erum auðvitað mjög glaðar með að við erum allar neikvæðar og erum ekki með smit. Við erum mjög jákvæðar í dag,“ segir Valgerður. Viðtalið við Agnesi og Valgerði má sjá í fullri lengd hér að neðan. Klippa: Viðtal við bakverðina í heild sinni Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Tengdar fréttir Bakvörðurinn kærður fyrir fjársvik á síðasta ári Konan sem grunuð er um skjalafals vegna starfa sem bakvörður á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík sætir einnig rannsókn hjá lögreglu fyrir meint fjársvik. Hún er grunuð um að hafa áður og ítrekað villt á sér heimildir. 11. apríl 2020 18:30 Sýni bakvarðasveitarinnar á Bergi neikvæð Rannsókn á sýnum teknum úr meðlimum bakvarðasveitarinnar sem starfað hefur á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík er lokið. 11. apríl 2020 10:24 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á lokametrunum og dánarorsök liggur fyrir Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Agnes Veronika Hauksdóttir segir það hafa verið mikið áfall að heyra af því að kona úr bakvarðasveitinni væri grunuð um skjalafals og lyfjastuld. Hún hafi treyst því að þeir sem byðu sig fram í slíkt verkefni gerðu það af heilum hug. Hún og Valgerður Pálsdóttir eru báðar bakverðir í bakvarðasveitinni fyrir vestan. Þær ræddu málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Við fengum eiginlega bara ábendingar um það. Hún var búin að segja okkur að hún væri mjög lærð þannig það voru sumar sem voru farnar að hafa efasemdir,“ segir Agnes. Valgerður tekur í sama streng og segir konuna hafa sagt frá því að hún væri með menntun frá Skotlandi og reynslumikil þegar kæmi að heilbrigðisstörfum. „Það var ýmsilegt sem hún taldi til en við vissum að hún var að vinna í að fá samþykkt þetta próf sitt, hún sagði okkur það.“ Agnes segir grunsemdir strax hafa vaknað þegar hún framvísaði erlendu leyfisbréfi. Því hafði starfsfólkið haft varann á. Þá var hjúkrunarfræðinemi með henni við störf og hjúkrunarfræðingur á bakvakt í sama húsi. „Svo fengum við ábendingar þegar hún setti mynd af sér á Instagram að hún væri að „hjúkkast“, þá fékk fólk svolítið sjokk sem þekkir til hennar.“ Léttir að vera ekki smitaðar Allir í bakvarðasveitinni voru sendir í sóttkví eftir handtöku konunnar og voru sýni tekin úr þeim í gær. Rannsókn á sýnunum leiddi í ljós að enginn meðlimur sveitarinnar var smitaður. „Það var mikill léttir í morgun þegar við fengum skilaboðin um að við værum allar neikvæðar. Þess vegna erum við mjög glaðar að geta haldið áfram að sinna starfinu,“ segir Agnes. Valgerður segist hafa rætt við konuna í gærmorgun þegar hún hafði lokið vakt. Stuttu síðar fór Valgerður í göngutúr og var því ekki á svæðinu þegar lögreglan kom og sótti konuna. „Ég var mjög fegin að þurfa ekki að verða vitni að því.“ Þá segjast þær trúa því að þetta atvik sé einsdæmi. Þó sé um sérstakar aðstæður að ræða og því hafi svona mistök getað komið upp. „Og þetta ber allt mjög brátt að og það eru allir að reyna að gera sitt besta og við munum gera það áfram. Við erum auðvitað mjög glaðar með að við erum allar neikvæðar og erum ekki með smit. Við erum mjög jákvæðar í dag,“ segir Valgerður. Viðtalið við Agnesi og Valgerði má sjá í fullri lengd hér að neðan. Klippa: Viðtal við bakverðina í heild sinni
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Tengdar fréttir Bakvörðurinn kærður fyrir fjársvik á síðasta ári Konan sem grunuð er um skjalafals vegna starfa sem bakvörður á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík sætir einnig rannsókn hjá lögreglu fyrir meint fjársvik. Hún er grunuð um að hafa áður og ítrekað villt á sér heimildir. 11. apríl 2020 18:30 Sýni bakvarðasveitarinnar á Bergi neikvæð Rannsókn á sýnum teknum úr meðlimum bakvarðasveitarinnar sem starfað hefur á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík er lokið. 11. apríl 2020 10:24 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á lokametrunum og dánarorsök liggur fyrir Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Bakvörðurinn kærður fyrir fjársvik á síðasta ári Konan sem grunuð er um skjalafals vegna starfa sem bakvörður á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík sætir einnig rannsókn hjá lögreglu fyrir meint fjársvik. Hún er grunuð um að hafa áður og ítrekað villt á sér heimildir. 11. apríl 2020 18:30
Sýni bakvarðasveitarinnar á Bergi neikvæð Rannsókn á sýnum teknum úr meðlimum bakvarðasveitarinnar sem starfað hefur á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík er lokið. 11. apríl 2020 10:24