Kveðja á páskum 2020 Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 11. apríl 2020 17:17 Við upplifum nú páska sem munu lifa í minningum okkar sem einkennilegustu páskar sem við höfum lifað. Páskarnir þar sem yfirvöld biðluðu til okkar að halda okkur heima við, fara ekki í bústað, halda ekki boð fyrir fjölskyldu og vini. Þetta eru erfiðir tímar, það verður ekki annað sagt, erfiðir vegna þess að við óttumst mörg um heilsu okkar nánustu, erfiðir vegna þess að óvissan er þungbær um hvernig næstu vikur verða. Það er þó þannig að tíminn líður og við verðum að takast á við þau verkefni sem mæta okkur á hverjum degi, hversu erfið sem þau kunna að virðast, af æðruleysi og dugnaði. Tíminn líður og við þreifum okkur í gegnum stórhríðina af því við vitum að öll él birtir um síðir. Það er einfaldlega ekki í boði að bíða með hendur í skauti, heldur verðum við að sinna okkar störfum af krafti, hver sem þau eru, og búa í haginn fyrir framtíðina. Og þegar hríðinni slotar verður allt betra aftur og þau störf sem við höfum unnið verða okkur mikilvægur grunnur fyrir viðspyrnu. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með okkar sterka og færa heilbrigðisstarfsfólki sem hefur staðið vaktina í baráttunni við veiruna. Það sýnir okkur svo ekki verður um villst að heilbrigðiskerfið sem Íslendingar hafa byggt upp á síðustu áratugum er sterkt og byggir á framúrskarandi hæfni og menntun hjúkrunarfólksins okkar. Veturinn hefur verið okkur erfiður. Veður hafa verið válynd. Við höfum fundið fyrir smæð okkar andspænis náttúrunni. Og finnum enn frekar fyrir smæðinni þegar við stöndum frammi fyrir heimsfaraldri og afleiðingum hans, bæði heilsufarsvánni og efnahagslegum afleiðingum hennar um allan heim. En um leið og við finnum fyrir smæð okkar sem einstaklinga höfum við fundið fyrir styrk okkar sem samfélags. Það er enginn einn sem mun leiða okkur í gegnum þessa tímabundnu erfiðleika heldur munum við komast í gegnum þá saman sem samfélag. Það fyllir mig stolti að sjá hvernig fólk hefur almennt brugðist við erfiðum aðstæðum. Fólk hefur boðið sig fram í bakvarðasveitir heilbrigðiskerfisins og velferðarþjónustunnar. Við sjáum að umhyggja fólks fyrir sínum nánustu finnur sér nýjar leiðir með hjálp tækninnar. Við sjáum hversu mikilvæg menningin er fyrir samfélagið og hvað það sem gæti virst einfalt og smátt atriði eins og heimatónleikar Helga Björnssonar færir okkur mikla gleði og samkennd. Ég er stoltur af þeirri ríkisstjórn sem við í Framsókn erum hluti af. Sú pólitíska breidd sem stjórnin hefur er mikilvæg fyrir þjóðina á erfiðum tímum. Samanlagt endurspegla þeir flokkar sem sitja í stjórninni viðhorf mikils meirihluta Íslendinga. Það er mikilvægt að þær ólíku raddir sem flokkarnir þrír hafa heyrist þegar við mætum þeim verkefnum sem veiran hefur sett í hendur okkar. Þetta eru fordæmalausir tímar en kerfið sem við Íslendingar höfum byggt upp til að hlúa að þeim veikari í samfélaginu er sterkt. Heilbrigðiskerfið hlúir að þeim sjúku, velferðarkerfið grípur þá sem missa atvinnuna tímabundið og menntakerfið skapar þekkingu og tækifæri framtíðarinnar. Þessi kerfi eru sköpuð af þjóðinni fyrir þjóðina – alla þjóðina. Það er síðan stóra verkefnið okkar í forystu þjóðarinnar að koma með framtíðarsýn og lausnir sem gera okkur kleift að rísa hratt og örugglega upp sem samfélag. Það er engin einföld lausn. Ríkisstjórnin hefur það vandasama hlutverk að flétta saman ólíka þræði til að mynda eina sterka línu til að verja lífsgæði fjölskyldnanna í landinu til skemmri tíma og veita öfluga viðspyrnu fyrir frekari sókn og verðmætasköpun til lengri tíma. Sú sterka lína verður ekki kynnt á einum viðburði, einum blaðamannafundi, heldur verður fléttuð áfram eftir því sem tíminn líður og staðan skýrist. Samstaða og samvinna eru mikilvægir þættir til að bregðast við óvissu. Samstaða og samvinna eru mótefni við kvíða sem getur haft lamandi áhrif á okkur sem einstaklinga. Við vitum ekki gjörla hvað það tekur langan tíma að ráða niðurlögum veirunnar en við vitum að við erum á réttri leið í þeirri baráttu. Við vitum líka að þegar sést til sólar verðum við sem samfélag tilbúið til að halda áfram þeirri lífsgæðasókn sem er okkur eðlislæg. Við erum sterkt samfélag. Við höfum áður gengið í gegnum erfiðleika og sigrast á þeim. Og nú finnum við fyrir vorinu þegar við göngum út í bjartan daginn og heyrum fuglasönginn. Gleðilega páska. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Páskar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Sjá meira
Við upplifum nú páska sem munu lifa í minningum okkar sem einkennilegustu páskar sem við höfum lifað. Páskarnir þar sem yfirvöld biðluðu til okkar að halda okkur heima við, fara ekki í bústað, halda ekki boð fyrir fjölskyldu og vini. Þetta eru erfiðir tímar, það verður ekki annað sagt, erfiðir vegna þess að við óttumst mörg um heilsu okkar nánustu, erfiðir vegna þess að óvissan er þungbær um hvernig næstu vikur verða. Það er þó þannig að tíminn líður og við verðum að takast á við þau verkefni sem mæta okkur á hverjum degi, hversu erfið sem þau kunna að virðast, af æðruleysi og dugnaði. Tíminn líður og við þreifum okkur í gegnum stórhríðina af því við vitum að öll él birtir um síðir. Það er einfaldlega ekki í boði að bíða með hendur í skauti, heldur verðum við að sinna okkar störfum af krafti, hver sem þau eru, og búa í haginn fyrir framtíðina. Og þegar hríðinni slotar verður allt betra aftur og þau störf sem við höfum unnið verða okkur mikilvægur grunnur fyrir viðspyrnu. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með okkar sterka og færa heilbrigðisstarfsfólki sem hefur staðið vaktina í baráttunni við veiruna. Það sýnir okkur svo ekki verður um villst að heilbrigðiskerfið sem Íslendingar hafa byggt upp á síðustu áratugum er sterkt og byggir á framúrskarandi hæfni og menntun hjúkrunarfólksins okkar. Veturinn hefur verið okkur erfiður. Veður hafa verið válynd. Við höfum fundið fyrir smæð okkar andspænis náttúrunni. Og finnum enn frekar fyrir smæðinni þegar við stöndum frammi fyrir heimsfaraldri og afleiðingum hans, bæði heilsufarsvánni og efnahagslegum afleiðingum hennar um allan heim. En um leið og við finnum fyrir smæð okkar sem einstaklinga höfum við fundið fyrir styrk okkar sem samfélags. Það er enginn einn sem mun leiða okkur í gegnum þessa tímabundnu erfiðleika heldur munum við komast í gegnum þá saman sem samfélag. Það fyllir mig stolti að sjá hvernig fólk hefur almennt brugðist við erfiðum aðstæðum. Fólk hefur boðið sig fram í bakvarðasveitir heilbrigðiskerfisins og velferðarþjónustunnar. Við sjáum að umhyggja fólks fyrir sínum nánustu finnur sér nýjar leiðir með hjálp tækninnar. Við sjáum hversu mikilvæg menningin er fyrir samfélagið og hvað það sem gæti virst einfalt og smátt atriði eins og heimatónleikar Helga Björnssonar færir okkur mikla gleði og samkennd. Ég er stoltur af þeirri ríkisstjórn sem við í Framsókn erum hluti af. Sú pólitíska breidd sem stjórnin hefur er mikilvæg fyrir þjóðina á erfiðum tímum. Samanlagt endurspegla þeir flokkar sem sitja í stjórninni viðhorf mikils meirihluta Íslendinga. Það er mikilvægt að þær ólíku raddir sem flokkarnir þrír hafa heyrist þegar við mætum þeim verkefnum sem veiran hefur sett í hendur okkar. Þetta eru fordæmalausir tímar en kerfið sem við Íslendingar höfum byggt upp til að hlúa að þeim veikari í samfélaginu er sterkt. Heilbrigðiskerfið hlúir að þeim sjúku, velferðarkerfið grípur þá sem missa atvinnuna tímabundið og menntakerfið skapar þekkingu og tækifæri framtíðarinnar. Þessi kerfi eru sköpuð af þjóðinni fyrir þjóðina – alla þjóðina. Það er síðan stóra verkefnið okkar í forystu þjóðarinnar að koma með framtíðarsýn og lausnir sem gera okkur kleift að rísa hratt og örugglega upp sem samfélag. Það er engin einföld lausn. Ríkisstjórnin hefur það vandasama hlutverk að flétta saman ólíka þræði til að mynda eina sterka línu til að verja lífsgæði fjölskyldnanna í landinu til skemmri tíma og veita öfluga viðspyrnu fyrir frekari sókn og verðmætasköpun til lengri tíma. Sú sterka lína verður ekki kynnt á einum viðburði, einum blaðamannafundi, heldur verður fléttuð áfram eftir því sem tíminn líður og staðan skýrist. Samstaða og samvinna eru mikilvægir þættir til að bregðast við óvissu. Samstaða og samvinna eru mótefni við kvíða sem getur haft lamandi áhrif á okkur sem einstaklinga. Við vitum ekki gjörla hvað það tekur langan tíma að ráða niðurlögum veirunnar en við vitum að við erum á réttri leið í þeirri baráttu. Við vitum líka að þegar sést til sólar verðum við sem samfélag tilbúið til að halda áfram þeirri lífsgæðasókn sem er okkur eðlislæg. Við erum sterkt samfélag. Við höfum áður gengið í gegnum erfiðleika og sigrast á þeim. Og nú finnum við fyrir vorinu þegar við göngum út í bjartan daginn og heyrum fuglasönginn. Gleðilega páska.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun