Rannsaka sýni úr bakvarðasveitinni í kvöld Sylvía Hall skrifar 10. apríl 2020 22:38 Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Vísir Sýni sem tekin voru úr öðrum meðlimum bakvarðasveitarinnar á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík verða rannsökuð í kvöld. Konan sem var handtekin var send í veirupróf eftir handtökuna. Allir úr bakvarðasveitinni þurftu að fara á farsóttarheimili vegna konunnar. Konunni var sleppt úr haldi eftir yfirheyrslu í dag en hún lýtur reglum um sóttkví. Samkvæmt heimildum fréttastofu framvísaði konan erlendum gögnum um starfsréttindi en konan deildi vistarverum með öðrum úr bakvarðarsveitinni. Sjá einnig: Allir úr bakvarðasveitinni í Bolungarvík þurftu að fara á farsóttarheimili vegna konunnar sem var handtekin Á vef RÚV er haft eftir Gylfa Ólafssyni, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, að aðrir starfsmenn bakvarðasveitarinnar muni nú vinna eftir fyrirkomulagi sem kallast sóttkví B. Það fyrirkomulag var þróað á Landspítala og er viðhaft þegar lítil hætta er talin vera á smiti en þörf er á að grípa til varúðarráðstafana. Starfsfólk mun því fara til vinnu í fullum hlífðarbúnaði. Þá er sérstök vakt á veirufræðideildinni sem mun rannsaka sýnin um leið og þau koma til Reykjavíkur og því gæti niðurstaða legið fyrir í nótt. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Gylfi að verkferlar yrðu skoðaðir við val úr bakvarðasveit. „Í þessu tilviki verður að líta til þess að það var verið að safna saman í bakvarðarsveit með mjög skömmum fyrirvara við fordæmalausar aðstæður. Við höfum alltaf treyst á fólk og gerðum allt sem sneri að þessum starfsmanni í góðri trú,“ sagði Gylfi. „Jú, maður þarf alltaf að vera á varðbergi. En ég held að allir skilji hvernig aðstæðurnar voru í þessu tilviki.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Tengdar fréttir Allir úr bakvarðasveitinni í Bolungarvík þurftu að fara á farsóttarheimili vegna konunnar sem var handtekin Allir úr bakvarðarsveit sem starfa á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík eru vistaðir á farsóttarheimili eftir að ein úr sveitinni var handtekin grunuð um skjalafals og þjófnað. 10. apríl 2020 19:17 Kona úr bakvarðasveit handtekin vegna gruns um skjalafals og lyfjastuld Lögreglan handtók konu úr bakvarðasveit heilbrigðisstofnunar Vestfjarða sem starfað hefur í vikunni á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. 10. apríl 2020 14:06 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Sýni sem tekin voru úr öðrum meðlimum bakvarðasveitarinnar á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík verða rannsökuð í kvöld. Konan sem var handtekin var send í veirupróf eftir handtökuna. Allir úr bakvarðasveitinni þurftu að fara á farsóttarheimili vegna konunnar. Konunni var sleppt úr haldi eftir yfirheyrslu í dag en hún lýtur reglum um sóttkví. Samkvæmt heimildum fréttastofu framvísaði konan erlendum gögnum um starfsréttindi en konan deildi vistarverum með öðrum úr bakvarðarsveitinni. Sjá einnig: Allir úr bakvarðasveitinni í Bolungarvík þurftu að fara á farsóttarheimili vegna konunnar sem var handtekin Á vef RÚV er haft eftir Gylfa Ólafssyni, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, að aðrir starfsmenn bakvarðasveitarinnar muni nú vinna eftir fyrirkomulagi sem kallast sóttkví B. Það fyrirkomulag var þróað á Landspítala og er viðhaft þegar lítil hætta er talin vera á smiti en þörf er á að grípa til varúðarráðstafana. Starfsfólk mun því fara til vinnu í fullum hlífðarbúnaði. Þá er sérstök vakt á veirufræðideildinni sem mun rannsaka sýnin um leið og þau koma til Reykjavíkur og því gæti niðurstaða legið fyrir í nótt. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Gylfi að verkferlar yrðu skoðaðir við val úr bakvarðasveit. „Í þessu tilviki verður að líta til þess að það var verið að safna saman í bakvarðarsveit með mjög skömmum fyrirvara við fordæmalausar aðstæður. Við höfum alltaf treyst á fólk og gerðum allt sem sneri að þessum starfsmanni í góðri trú,“ sagði Gylfi. „Jú, maður þarf alltaf að vera á varðbergi. En ég held að allir skilji hvernig aðstæðurnar voru í þessu tilviki.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Tengdar fréttir Allir úr bakvarðasveitinni í Bolungarvík þurftu að fara á farsóttarheimili vegna konunnar sem var handtekin Allir úr bakvarðarsveit sem starfa á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík eru vistaðir á farsóttarheimili eftir að ein úr sveitinni var handtekin grunuð um skjalafals og þjófnað. 10. apríl 2020 19:17 Kona úr bakvarðasveit handtekin vegna gruns um skjalafals og lyfjastuld Lögreglan handtók konu úr bakvarðasveit heilbrigðisstofnunar Vestfjarða sem starfað hefur í vikunni á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. 10. apríl 2020 14:06 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Allir úr bakvarðasveitinni í Bolungarvík þurftu að fara á farsóttarheimili vegna konunnar sem var handtekin Allir úr bakvarðarsveit sem starfa á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík eru vistaðir á farsóttarheimili eftir að ein úr sveitinni var handtekin grunuð um skjalafals og þjófnað. 10. apríl 2020 19:17
Kona úr bakvarðasveit handtekin vegna gruns um skjalafals og lyfjastuld Lögreglan handtók konu úr bakvarðasveit heilbrigðisstofnunar Vestfjarða sem starfað hefur í vikunni á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. 10. apríl 2020 14:06