Hafa yfirfarið ríflega átta þúsund skjálfta síðan í lok janúar Sylvía Hall skrifar 9. apríl 2020 21:30 Vísindamenn telja að þrjú innskot hafi orðið á árinu. vísir/vilhelm Vísindaráð almannavarna fór yfir stöðu mála vegna landriss og jarðskjálftavirkni á Reykjanessskaga á fjarfundi í gær. Þar var meðal annars farið yfir skjálftavirkni undanfarna mánuði, en skjálftahrina á Reykjanesskaga frá því í lok janúar er sú mesta frá upphafi mælinga. Á vef almannavarna kemur fram að þensla vegna kvikuinnskotsins mælist frá því um miðjan febrúar og fram í fyrstu vikuna í mars. Þessi mynd hafi svo skýrst betur þegar unnið var úr GPS mælingum Háskólans sem ekki eru beintengdar vöktunarkerfinu. Líkan staðsetur kvikuinnskotið á um 8 til 13 kílómetra dýpi, sem er líklega við botn jarðskorpunnar. Það er talsvert meira dýpi en kvikuinnskotin tvö við Þorbjörn. Á sama tíma mældist jarðskjálftavirkni á svipuðum slóðum sem er líklega til marks um spennubreytingar í jarðskorpunni í kring. Þá mælist enn landris með miðju vestan við Þorbjörn og nemur landsrisið um tíu sentimetrum frá því í lok janúar. Þann 26. janúar var lýst yfir óvissustigi vegna landrissins þar sem það þótti óvenju hratt. „Líkön af kvikuinnskoti gefa til kynna sillu á 3-4 km dýpi sem framkallar umtalsverða jarðskjálftavirkni á stóru svæði norðan við Grindavík. Engin merki eru um að kvika sé að færast nær yfirborði,“ segir á vef almannavarna. Mikilvægt að huga að forvörnum vegna jarðskjálfta Vísindamenn telja að þrjú innskot hafi orðið á árinu; það fyrsta 21. janúar til 1. febrúar vestan við Þorbjörn, annað frá 15. febrúar til 7. mars vestast á Reykjanessskaganum og það þriðja 6. mars til dagsins í dag. Jarðskjálftavirkni er enn mikil þó dregið hafi úr stærri skjálftum á Reykjanesskaga. Hjá Veðurstofu Íslandi hafi náttúruvársérfræðingar yfirfarið ríflega átta þúsund skjálfta á svæðinu síðan í lok janúar, sem sé mesta hrina sem mælst hefur á svæðinu frá upphafi mælinga en virknin er mest norðan Grindavíkur. Þá kemur fram í tilkynningunni að langflest hús hér á landi séu byggð þannig þau standist skjálfta sem líklegt þykir að geti orðið. Hætta sé á því að lausir munir fari af stað sé ekki rétt frá þeim gengið og því þurfi að huga að forvörnum vegna jarðskjálfta reglulega. „Besta leiðin til þess að koma í veg fyrir tjón eða líkamsmeiðsl er að ganga vel frá húsgögnum og öðrum innanstokksmunum þannig að þau falli ekki ef jarðskjálfti ríður yfir. Áhrif jarðskjálfta, í hrinu eins og þeirri sem nú gengur yfir, getur gætt á öllum Reykjanesskaga, og er þá höfuðborgarsvæðið ekki undanskilið.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Tengdar fréttir Vísbendingar um nýtt kvikuinnskot á Reykjanesi GPS mælingar og nánari úrvinnsla á fyrirliggjandi gögnum gefa vísbendingar um nýtt kvikuinnskot vestast á Reykjanesskaganum undir Rauðhólum og Sýrfelli. 2. apríl 2020 20:26 Tveir stórir eftirskjálftar mældust í kvöld Tveir jarðskjálftar mældust um þrjá kílómetra austnorðaustur af Grindavík í kvöld. Sá fyrri mældist klukkan 18:40 og var 3,4 af stærð og sá seinni mældist klukkan 18:42 og var að stærð 3,3 12. mars 2020 20:08 150 skjálftar við Reykjanestá Upp úr hádegi í dag jókst aftur virkni í jarðskjálftahrinu sem verið hefur í gangi nálægt Reykjanestá allt frá 15. febrúar. 4. mars 2020 19:27 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Vísindaráð almannavarna fór yfir stöðu mála vegna landriss og jarðskjálftavirkni á Reykjanessskaga á fjarfundi í gær. Þar var meðal annars farið yfir skjálftavirkni undanfarna mánuði, en skjálftahrina á Reykjanesskaga frá því í lok janúar er sú mesta frá upphafi mælinga. Á vef almannavarna kemur fram að þensla vegna kvikuinnskotsins mælist frá því um miðjan febrúar og fram í fyrstu vikuna í mars. Þessi mynd hafi svo skýrst betur þegar unnið var úr GPS mælingum Háskólans sem ekki eru beintengdar vöktunarkerfinu. Líkan staðsetur kvikuinnskotið á um 8 til 13 kílómetra dýpi, sem er líklega við botn jarðskorpunnar. Það er talsvert meira dýpi en kvikuinnskotin tvö við Þorbjörn. Á sama tíma mældist jarðskjálftavirkni á svipuðum slóðum sem er líklega til marks um spennubreytingar í jarðskorpunni í kring. Þá mælist enn landris með miðju vestan við Þorbjörn og nemur landsrisið um tíu sentimetrum frá því í lok janúar. Þann 26. janúar var lýst yfir óvissustigi vegna landrissins þar sem það þótti óvenju hratt. „Líkön af kvikuinnskoti gefa til kynna sillu á 3-4 km dýpi sem framkallar umtalsverða jarðskjálftavirkni á stóru svæði norðan við Grindavík. Engin merki eru um að kvika sé að færast nær yfirborði,“ segir á vef almannavarna. Mikilvægt að huga að forvörnum vegna jarðskjálfta Vísindamenn telja að þrjú innskot hafi orðið á árinu; það fyrsta 21. janúar til 1. febrúar vestan við Þorbjörn, annað frá 15. febrúar til 7. mars vestast á Reykjanessskaganum og það þriðja 6. mars til dagsins í dag. Jarðskjálftavirkni er enn mikil þó dregið hafi úr stærri skjálftum á Reykjanesskaga. Hjá Veðurstofu Íslandi hafi náttúruvársérfræðingar yfirfarið ríflega átta þúsund skjálfta á svæðinu síðan í lok janúar, sem sé mesta hrina sem mælst hefur á svæðinu frá upphafi mælinga en virknin er mest norðan Grindavíkur. Þá kemur fram í tilkynningunni að langflest hús hér á landi séu byggð þannig þau standist skjálfta sem líklegt þykir að geti orðið. Hætta sé á því að lausir munir fari af stað sé ekki rétt frá þeim gengið og því þurfi að huga að forvörnum vegna jarðskjálfta reglulega. „Besta leiðin til þess að koma í veg fyrir tjón eða líkamsmeiðsl er að ganga vel frá húsgögnum og öðrum innanstokksmunum þannig að þau falli ekki ef jarðskjálfti ríður yfir. Áhrif jarðskjálfta, í hrinu eins og þeirri sem nú gengur yfir, getur gætt á öllum Reykjanesskaga, og er þá höfuðborgarsvæðið ekki undanskilið.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Tengdar fréttir Vísbendingar um nýtt kvikuinnskot á Reykjanesi GPS mælingar og nánari úrvinnsla á fyrirliggjandi gögnum gefa vísbendingar um nýtt kvikuinnskot vestast á Reykjanesskaganum undir Rauðhólum og Sýrfelli. 2. apríl 2020 20:26 Tveir stórir eftirskjálftar mældust í kvöld Tveir jarðskjálftar mældust um þrjá kílómetra austnorðaustur af Grindavík í kvöld. Sá fyrri mældist klukkan 18:40 og var 3,4 af stærð og sá seinni mældist klukkan 18:42 og var að stærð 3,3 12. mars 2020 20:08 150 skjálftar við Reykjanestá Upp úr hádegi í dag jókst aftur virkni í jarðskjálftahrinu sem verið hefur í gangi nálægt Reykjanestá allt frá 15. febrúar. 4. mars 2020 19:27 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Vísbendingar um nýtt kvikuinnskot á Reykjanesi GPS mælingar og nánari úrvinnsla á fyrirliggjandi gögnum gefa vísbendingar um nýtt kvikuinnskot vestast á Reykjanesskaganum undir Rauðhólum og Sýrfelli. 2. apríl 2020 20:26
Tveir stórir eftirskjálftar mældust í kvöld Tveir jarðskjálftar mældust um þrjá kílómetra austnorðaustur af Grindavík í kvöld. Sá fyrri mældist klukkan 18:40 og var 3,4 af stærð og sá seinni mældist klukkan 18:42 og var að stærð 3,3 12. mars 2020 20:08
150 skjálftar við Reykjanestá Upp úr hádegi í dag jókst aftur virkni í jarðskjálftahrinu sem verið hefur í gangi nálægt Reykjanestá allt frá 15. febrúar. 4. mars 2020 19:27