Uppljóstrarinn í Clinton-hneykslinu látinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. apríl 2020 22:29 Linda Tripp ræðir hér við fjölmiðlafólk fyrir utan dómshús í Washington DC árið 1998, AP/Khue Bui Linda Tripp, sem lék lykilhlutverk í ákæruferlinu gegn Bill Clinton þáverandi Bandaríkjaforseta, er látin. Hún var sjötug. Hún starfaði fyrir varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna á tíunda áratugnum og vann sér það helst til frægðar að hafa hljóðritað samtöl hennar við Monicu Lewinsky, sem þá var starfsnemi í Hvíta húsinu, um samband hennar og Clinton. Fjölskylda Tripp segir að hún hafi verið langveik og að andlát hennar megi ekki rekja til yfirstandandi kórónuveirufaraldurs, sem hefur komið harðast niður í Bandaríkjunum. Börn hennar minnast móður sinnar sem „sérstakrar manneskju“ og „frábærrar ömmu.“ Heimsbyggðin mun þó án efa minnast hennar sem eins helsta uppljóstrarans í líklega stærsta pólitíska hneyksli tíunda áratugarins. Upptökur Tripp af samtölum hennar og Monicu Lewinsky þóttu staðfesta með óyggjandi hætti að forsetinn hafi átt í kynferðislegu samneyti við starfsnemann. Hún lét upptökurnar í hendur rannsóknarnefndar sem hafði meint embættisbrot forsetans til skoðunar og var Clinton að endingu ákærður til embættismissis. Aðspurð hvað vakti fyrir henni sagði Tripp jafnan að hún hafi viljað afhjúpa Clinton. Hún hafi talið forsetann vera kynferðisbrotamann sem herjaði á konur. Tripp sagðist þannig aðeins hafa séð eftir einu í öllu ferlinu - að hafa ekki brugðist fyrr við. Lewinsky hugsaði Tripp þegjandi þörfina fyrir afhjúpanir hennar og taldi hana hafa farið á bakvið sig. „Ég hata Lindu Tripp,“ sagði Lewinsky meðal annars í réttarsal á tíunda áratugnum. Hún sendi Tripp hins vegar batakveðjur á Twitter í kvöld, áður en fregnir af andláti hennar bárust. no matter the past, upon hearing that linda tripp is very seriously ill, i hope for her recovery. i can t imagine how difficult this is for her family.— Monica Lewinsky (@MonicaLewinsky) April 8, 2020 Bandaríkin Andlát Bill Clinton Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Linda Tripp, sem lék lykilhlutverk í ákæruferlinu gegn Bill Clinton þáverandi Bandaríkjaforseta, er látin. Hún var sjötug. Hún starfaði fyrir varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna á tíunda áratugnum og vann sér það helst til frægðar að hafa hljóðritað samtöl hennar við Monicu Lewinsky, sem þá var starfsnemi í Hvíta húsinu, um samband hennar og Clinton. Fjölskylda Tripp segir að hún hafi verið langveik og að andlát hennar megi ekki rekja til yfirstandandi kórónuveirufaraldurs, sem hefur komið harðast niður í Bandaríkjunum. Börn hennar minnast móður sinnar sem „sérstakrar manneskju“ og „frábærrar ömmu.“ Heimsbyggðin mun þó án efa minnast hennar sem eins helsta uppljóstrarans í líklega stærsta pólitíska hneyksli tíunda áratugarins. Upptökur Tripp af samtölum hennar og Monicu Lewinsky þóttu staðfesta með óyggjandi hætti að forsetinn hafi átt í kynferðislegu samneyti við starfsnemann. Hún lét upptökurnar í hendur rannsóknarnefndar sem hafði meint embættisbrot forsetans til skoðunar og var Clinton að endingu ákærður til embættismissis. Aðspurð hvað vakti fyrir henni sagði Tripp jafnan að hún hafi viljað afhjúpa Clinton. Hún hafi talið forsetann vera kynferðisbrotamann sem herjaði á konur. Tripp sagðist þannig aðeins hafa séð eftir einu í öllu ferlinu - að hafa ekki brugðist fyrr við. Lewinsky hugsaði Tripp þegjandi þörfina fyrir afhjúpanir hennar og taldi hana hafa farið á bakvið sig. „Ég hata Lindu Tripp,“ sagði Lewinsky meðal annars í réttarsal á tíunda áratugnum. Hún sendi Tripp hins vegar batakveðjur á Twitter í kvöld, áður en fregnir af andláti hennar bárust. no matter the past, upon hearing that linda tripp is very seriously ill, i hope for her recovery. i can t imagine how difficult this is for her family.— Monica Lewinsky (@MonicaLewinsky) April 8, 2020
Bandaríkin Andlát Bill Clinton Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira