Fremstur í kapphlaupinu að billjón dollurum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. maí 2020 20:49 Bezos á mikið af peningum. Vísir/EPA Jeff Bezos, eigandi Amazon-samsteypunnar og ríkasti maður heims, er talinn líklegastur til þess að verða fyrsti billjónamæringur (e. trillionaire) heims, ef miðað er við metið virði í bandarískum dollurum. Þetta kemur fram í niðurstöðu rannsóknar samanburðarfyrirtækisins Comparisun. Samkvæmt gögnum Comparisun er talið líklegt að hinn Bandaríski Bezos nái billjón dollara markinu árið 2026, þá 62 ára gamall. Eins og stendur er Bezos metinn á 145 milljarða dollara, eða vel rúmlega 21 billjón króna. Um miðjan apríl á þessu ári var hann metinn á 125 milljarða dollara, en hröð aukning á áætluðu virði hans er rakin til aukinnar sölu Amazon síðan faraldur kórónuveirunnar fór að láta á sér kræla. Nái Bezos þessum áfanga yrði auður hans meira virði en árleg landsframleiðsla 178 ríkja heims. Þeirra á meðal eru Holland, Sviss, Tyrkland og Sádi Arabía. Mark Zuckerberg talinn líklegur til að verða fyrsti billjónamæringurinn undir sextugu.Vísir/EPA Á lista Comparisun yfir einstaklinga sem nálgast þennan áfanga eru alls níu sem talið er að verði billjónamæringar fyrir árið 2050. Það eru, ásamt Bezos, Xu Jiayin, Jack Ma, Ma Huateng, Mukesh Ambani, Bernard Arnault, Mark Zuckerberg, Steve Ballmer og Michael Dell. Zuckerberg sker sig sérstaklega úr þessum hópi karla, sé litið til aldurs, en hann er sá eini á listanum sem talið er að nái þessum áfanga fyrir sextugt. Raunar benda gögn Comparisun til þess að hann verði metinn á milljarð dollara árið 2036, þá 51 árs. Zuckerberg stofnaði Facebook árið 2004, þá aðeins tvítugur. Þremur árum síðar var hann orðinn milljarðamæringur á bandarískan mælikvarða. Amazon Bandaríkin Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Jeff Bezos, eigandi Amazon-samsteypunnar og ríkasti maður heims, er talinn líklegastur til þess að verða fyrsti billjónamæringur (e. trillionaire) heims, ef miðað er við metið virði í bandarískum dollurum. Þetta kemur fram í niðurstöðu rannsóknar samanburðarfyrirtækisins Comparisun. Samkvæmt gögnum Comparisun er talið líklegt að hinn Bandaríski Bezos nái billjón dollara markinu árið 2026, þá 62 ára gamall. Eins og stendur er Bezos metinn á 145 milljarða dollara, eða vel rúmlega 21 billjón króna. Um miðjan apríl á þessu ári var hann metinn á 125 milljarða dollara, en hröð aukning á áætluðu virði hans er rakin til aukinnar sölu Amazon síðan faraldur kórónuveirunnar fór að láta á sér kræla. Nái Bezos þessum áfanga yrði auður hans meira virði en árleg landsframleiðsla 178 ríkja heims. Þeirra á meðal eru Holland, Sviss, Tyrkland og Sádi Arabía. Mark Zuckerberg talinn líklegur til að verða fyrsti billjónamæringurinn undir sextugu.Vísir/EPA Á lista Comparisun yfir einstaklinga sem nálgast þennan áfanga eru alls níu sem talið er að verði billjónamæringar fyrir árið 2050. Það eru, ásamt Bezos, Xu Jiayin, Jack Ma, Ma Huateng, Mukesh Ambani, Bernard Arnault, Mark Zuckerberg, Steve Ballmer og Michael Dell. Zuckerberg sker sig sérstaklega úr þessum hópi karla, sé litið til aldurs, en hann er sá eini á listanum sem talið er að nái þessum áfanga fyrir sextugt. Raunar benda gögn Comparisun til þess að hann verði metinn á milljarð dollara árið 2036, þá 51 árs. Zuckerberg stofnaði Facebook árið 2004, þá aðeins tvítugur. Þremur árum síðar var hann orðinn milljarðamæringur á bandarískan mælikvarða.
Amazon Bandaríkin Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira