Fremstur í kapphlaupinu að billjón dollurum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. maí 2020 20:49 Bezos á mikið af peningum. Vísir/EPA Jeff Bezos, eigandi Amazon-samsteypunnar og ríkasti maður heims, er talinn líklegastur til þess að verða fyrsti billjónamæringur (e. trillionaire) heims, ef miðað er við metið virði í bandarískum dollurum. Þetta kemur fram í niðurstöðu rannsóknar samanburðarfyrirtækisins Comparisun. Samkvæmt gögnum Comparisun er talið líklegt að hinn Bandaríski Bezos nái billjón dollara markinu árið 2026, þá 62 ára gamall. Eins og stendur er Bezos metinn á 145 milljarða dollara, eða vel rúmlega 21 billjón króna. Um miðjan apríl á þessu ári var hann metinn á 125 milljarða dollara, en hröð aukning á áætluðu virði hans er rakin til aukinnar sölu Amazon síðan faraldur kórónuveirunnar fór að láta á sér kræla. Nái Bezos þessum áfanga yrði auður hans meira virði en árleg landsframleiðsla 178 ríkja heims. Þeirra á meðal eru Holland, Sviss, Tyrkland og Sádi Arabía. Mark Zuckerberg talinn líklegur til að verða fyrsti billjónamæringurinn undir sextugu.Vísir/EPA Á lista Comparisun yfir einstaklinga sem nálgast þennan áfanga eru alls níu sem talið er að verði billjónamæringar fyrir árið 2050. Það eru, ásamt Bezos, Xu Jiayin, Jack Ma, Ma Huateng, Mukesh Ambani, Bernard Arnault, Mark Zuckerberg, Steve Ballmer og Michael Dell. Zuckerberg sker sig sérstaklega úr þessum hópi karla, sé litið til aldurs, en hann er sá eini á listanum sem talið er að nái þessum áfanga fyrir sextugt. Raunar benda gögn Comparisun til þess að hann verði metinn á milljarð dollara árið 2036, þá 51 árs. Zuckerberg stofnaði Facebook árið 2004, þá aðeins tvítugur. Þremur árum síðar var hann orðinn milljarðamæringur á bandarískan mælikvarða. Amazon Bandaríkin Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Jeff Bezos, eigandi Amazon-samsteypunnar og ríkasti maður heims, er talinn líklegastur til þess að verða fyrsti billjónamæringur (e. trillionaire) heims, ef miðað er við metið virði í bandarískum dollurum. Þetta kemur fram í niðurstöðu rannsóknar samanburðarfyrirtækisins Comparisun. Samkvæmt gögnum Comparisun er talið líklegt að hinn Bandaríski Bezos nái billjón dollara markinu árið 2026, þá 62 ára gamall. Eins og stendur er Bezos metinn á 145 milljarða dollara, eða vel rúmlega 21 billjón króna. Um miðjan apríl á þessu ári var hann metinn á 125 milljarða dollara, en hröð aukning á áætluðu virði hans er rakin til aukinnar sölu Amazon síðan faraldur kórónuveirunnar fór að láta á sér kræla. Nái Bezos þessum áfanga yrði auður hans meira virði en árleg landsframleiðsla 178 ríkja heims. Þeirra á meðal eru Holland, Sviss, Tyrkland og Sádi Arabía. Mark Zuckerberg talinn líklegur til að verða fyrsti billjónamæringurinn undir sextugu.Vísir/EPA Á lista Comparisun yfir einstaklinga sem nálgast þennan áfanga eru alls níu sem talið er að verði billjónamæringar fyrir árið 2050. Það eru, ásamt Bezos, Xu Jiayin, Jack Ma, Ma Huateng, Mukesh Ambani, Bernard Arnault, Mark Zuckerberg, Steve Ballmer og Michael Dell. Zuckerberg sker sig sérstaklega úr þessum hópi karla, sé litið til aldurs, en hann er sá eini á listanum sem talið er að nái þessum áfanga fyrir sextugt. Raunar benda gögn Comparisun til þess að hann verði metinn á milljarð dollara árið 2036, þá 51 árs. Zuckerberg stofnaði Facebook árið 2004, þá aðeins tvítugur. Þremur árum síðar var hann orðinn milljarðamæringur á bandarískan mælikvarða.
Amazon Bandaríkin Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira