Af hverju má ekki ræða launamálin almennilega? Sindri Sverrisson skrifar 14. maí 2020 19:00 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, var í Sportinu í dag. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Það hefur alltaf verið þannig að félögunum er ekki vel við að ræða launamál, hvort sem það eru launamál erlendra eða íslenskra leikmanna,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. Grímur Atlason, stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild Vals, ræddi í gær um MBA-verkefni sitt í Sportinu í dag en verkefnið snýr að rekstrarumhverfinu í íslenskum körfubolta. Grímur sagði ljóst af svörunum sem hann fékk að körfuknattleiksfélögin vildu annað hvort halda upplýsingum um launakostnað leyndum eða þá að þau vanáætluðu hann stórkostlega. Hannes segir launamál í íþróttum á Íslandi alltaf hafa verið viðkvæmt mál. „Þetta er líka viðkvæmt fyrir leikmennina sjálfa og virðist viðkvæmt fyrir alla. Það er meira að segja erfitt fyrir okkur hjá sambandinu að fá réttar upplýsingar frá félögunum um það hvað menn eru að gera,“ sagði Hannes við Guðjón Guðmundsson í Sportinu í dag. „En það er ekki bara í körfuboltanum heldur heilt yfir í íþróttahreyfingunni, að það megi almennt ekki viðurkenna að leikmenn eru að fá greitt í mörgum íþróttagreinum í dag. Það er eitthvað sem við þurfum að ræða – af hverju má ekki ræða það almennilega eins og allt annað? Þetta er því stærra en bara varðandi þessa könnun. Þetta er svona heilt yfir í samfélaginu og varðandi íþróttir yfir höfuð. Við megum alveg ræða það í dag, árið 2020, að leikmenn eru alveg að fá að hluta greitt fyrir að spila, hvort sem að þeir eru Íslendingar eða erlendir.“ Rekstrarvandinn verið mikill í nokkur ár Rekstrarvandi margra íþróttafélaga er mikill, ekki síst vegna afleiðinga kórónveirufaraldursins. „Rekstrarvandinn er mjög mikill og búinn að vera það í nokkur ár. Rekstrarvandinn er ekki bara tilkominn í ár eða í fyrra. En kröfurnar eru líka miklar. Kröfurnar eru miklar frá samfélaginu, viðkomandi félögum, ekki bara stjórnum eða leikmönnum heldur hinum almenna áhugamanni. Sveitarfélögin vilja líka eiga öflug félög, en það er alltaf viðkvæmt í þessu að styðja almennilega við afreksíþróttir. Það á alltaf að styðja við barna- og unglingastarfið en stundum þurfa sveitarfélög og hinn almenni félagsmaður að styðja mun betur við sín félög í efstu deildum,“ segir Hannes. Klippa: Sportið í dag - Hannes um launin í körfuboltanum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Sportið í dag Körfubolti Kjaramál Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Sjá meira
„Það hefur alltaf verið þannig að félögunum er ekki vel við að ræða launamál, hvort sem það eru launamál erlendra eða íslenskra leikmanna,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. Grímur Atlason, stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild Vals, ræddi í gær um MBA-verkefni sitt í Sportinu í dag en verkefnið snýr að rekstrarumhverfinu í íslenskum körfubolta. Grímur sagði ljóst af svörunum sem hann fékk að körfuknattleiksfélögin vildu annað hvort halda upplýsingum um launakostnað leyndum eða þá að þau vanáætluðu hann stórkostlega. Hannes segir launamál í íþróttum á Íslandi alltaf hafa verið viðkvæmt mál. „Þetta er líka viðkvæmt fyrir leikmennina sjálfa og virðist viðkvæmt fyrir alla. Það er meira að segja erfitt fyrir okkur hjá sambandinu að fá réttar upplýsingar frá félögunum um það hvað menn eru að gera,“ sagði Hannes við Guðjón Guðmundsson í Sportinu í dag. „En það er ekki bara í körfuboltanum heldur heilt yfir í íþróttahreyfingunni, að það megi almennt ekki viðurkenna að leikmenn eru að fá greitt í mörgum íþróttagreinum í dag. Það er eitthvað sem við þurfum að ræða – af hverju má ekki ræða það almennilega eins og allt annað? Þetta er því stærra en bara varðandi þessa könnun. Þetta er svona heilt yfir í samfélaginu og varðandi íþróttir yfir höfuð. Við megum alveg ræða það í dag, árið 2020, að leikmenn eru alveg að fá að hluta greitt fyrir að spila, hvort sem að þeir eru Íslendingar eða erlendir.“ Rekstrarvandinn verið mikill í nokkur ár Rekstrarvandi margra íþróttafélaga er mikill, ekki síst vegna afleiðinga kórónveirufaraldursins. „Rekstrarvandinn er mjög mikill og búinn að vera það í nokkur ár. Rekstrarvandinn er ekki bara tilkominn í ár eða í fyrra. En kröfurnar eru líka miklar. Kröfurnar eru miklar frá samfélaginu, viðkomandi félögum, ekki bara stjórnum eða leikmönnum heldur hinum almenna áhugamanni. Sveitarfélögin vilja líka eiga öflug félög, en það er alltaf viðkvæmt í þessu að styðja almennilega við afreksíþróttir. Það á alltaf að styðja við barna- og unglingastarfið en stundum þurfa sveitarfélög og hinn almenni félagsmaður að styðja mun betur við sín félög í efstu deildum,“ segir Hannes. Klippa: Sportið í dag - Hannes um launin í körfuboltanum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Sportið í dag Körfubolti Kjaramál Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Sjá meira