„Þetta er pólitísk yfirlýsing og meira en það“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. maí 2020 19:00 Ísland og Bretland hafa gert með sér samkomulag um samstarf ríkjanna til næstu 10 ára. Skrefið markar þáttaskil í samskiptum ríkjanna að sögn utanríkisráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Wendy Morton, ráðherra Bretlands fyrir málefni Evrópu- og Ameríku, undirrituðu yfirlýsingu um samstarf ríkjanna til næstu tíu ára í dag. Fundur ráðherranna fór fram í gegnum fjarfundabúnað en yfirlýsingunni er ætlað að efla tvíhliða samskipti ríkjanna með sameiginlegum framtaksverkefnum. „Þá erum við að tala um miklu meira heldur en bara viðskipti, eins og kemur fram í samstarfsyfirlýsingunni, og þetta er afrakstur þess sem við höfum verið að vinna að náttúrlega lengi. Því að sýn beggja ríkja er mjög skýr, að við viljum viðhalda áfram góðu og þéttu vina- og viðskiptasambandi,“ segir Guðlaugur Þór í samtali við fréttastofu. „Það er stórt skref að við séum að skrifa undir sameiginlega sýn eins og við erum að gera núna. Þetta er pólitísk yfirlýsing og meira en það, því að þarna erum við líka að ákveða að setja í ákveðin ferli hluti sem tengjast ekki bara hreinum viðskiptum og markmiðið er mjög skýrt, að það er að efla og styrkja samband ríkjanna enn frekar og það er mjög sterkt og stórt skref og afskaplega mikilvægt fyrir íslenska hagsmuni,“ segir Guðlaugur Þór. Í yfirlýsingunni er lögð megináhersla á sjö svið, það er viðskipti og fjárfestingar, sjávarútveg, rannsóknir og nýsköpun, svæðisbundna og alþjóðlega samvinnu, varnar- og öryggismál. Loftslagsbreytingar og norðurslóðir og tengsl þjóðanna tveggja. Tímaramminn þrengri vegna covid-19 Í síðustu viku fór fram fyrsti fundur aðalsamningamanna Íslands og Bretlands um framtíðarsamband ríkjanna eftir Brexit. „Okkar embættismenn hittust í síðustu viku og lögðu á drögin með framhaldið en covid hefur gert það af verkum að tímaramminn er ennþá tæpari heldur en hann var en þetta er forgangsmál hjá okkur, hefur verið og verður,“ segir Guðlaugur Þór. Framtíðarviðræður við Bretland skiptast í megindráttum í þrennt: Fríverslunarviðræður, framkvæmd útgöngusamnings Bretlands og úrlausn mála sem falla utan fríverslunarviðræðna. „Markmið okkar hefur verið að reyna að klára eins mikið og við mögulega getum á þessu ári og það hefur alltaf legið fyrir. Ef að það er eitthvað sem að stendur útaf þá munum við vera með tímasetningar til þess að klára það en við erum ennþá með það sem markmið að klára sem allra mest á þessu ári,“ segir Guðlaugur Þór. Utanríkismál Bretland Brexit Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira
Ísland og Bretland hafa gert með sér samkomulag um samstarf ríkjanna til næstu 10 ára. Skrefið markar þáttaskil í samskiptum ríkjanna að sögn utanríkisráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Wendy Morton, ráðherra Bretlands fyrir málefni Evrópu- og Ameríku, undirrituðu yfirlýsingu um samstarf ríkjanna til næstu tíu ára í dag. Fundur ráðherranna fór fram í gegnum fjarfundabúnað en yfirlýsingunni er ætlað að efla tvíhliða samskipti ríkjanna með sameiginlegum framtaksverkefnum. „Þá erum við að tala um miklu meira heldur en bara viðskipti, eins og kemur fram í samstarfsyfirlýsingunni, og þetta er afrakstur þess sem við höfum verið að vinna að náttúrlega lengi. Því að sýn beggja ríkja er mjög skýr, að við viljum viðhalda áfram góðu og þéttu vina- og viðskiptasambandi,“ segir Guðlaugur Þór í samtali við fréttastofu. „Það er stórt skref að við séum að skrifa undir sameiginlega sýn eins og við erum að gera núna. Þetta er pólitísk yfirlýsing og meira en það, því að þarna erum við líka að ákveða að setja í ákveðin ferli hluti sem tengjast ekki bara hreinum viðskiptum og markmiðið er mjög skýrt, að það er að efla og styrkja samband ríkjanna enn frekar og það er mjög sterkt og stórt skref og afskaplega mikilvægt fyrir íslenska hagsmuni,“ segir Guðlaugur Þór. Í yfirlýsingunni er lögð megináhersla á sjö svið, það er viðskipti og fjárfestingar, sjávarútveg, rannsóknir og nýsköpun, svæðisbundna og alþjóðlega samvinnu, varnar- og öryggismál. Loftslagsbreytingar og norðurslóðir og tengsl þjóðanna tveggja. Tímaramminn þrengri vegna covid-19 Í síðustu viku fór fram fyrsti fundur aðalsamningamanna Íslands og Bretlands um framtíðarsamband ríkjanna eftir Brexit. „Okkar embættismenn hittust í síðustu viku og lögðu á drögin með framhaldið en covid hefur gert það af verkum að tímaramminn er ennþá tæpari heldur en hann var en þetta er forgangsmál hjá okkur, hefur verið og verður,“ segir Guðlaugur Þór. Framtíðarviðræður við Bretland skiptast í megindráttum í þrennt: Fríverslunarviðræður, framkvæmd útgöngusamnings Bretlands og úrlausn mála sem falla utan fríverslunarviðræðna. „Markmið okkar hefur verið að reyna að klára eins mikið og við mögulega getum á þessu ári og það hefur alltaf legið fyrir. Ef að það er eitthvað sem að stendur útaf þá munum við vera með tímasetningar til þess að klára það en við erum ennþá með það sem markmið að klára sem allra mest á þessu ári,“ segir Guðlaugur Þór.
Utanríkismál Bretland Brexit Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira