Borgarleikhúsið segist nauðbeygt til þess að taka starfsmenn af launaskrá Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. maí 2020 17:11 Borgarleikhúsið vetur Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Borgarleikhúsið hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur félagið hafi verið nauðbeygt til þess að taka sautján starfsmenn sína, sem voru í undir 45 prósenta starfshlutfalli, tímabundið af launaskrá. Leikhúsið vísar til ákvæða í lögum nr. 19/1979 um ófyrirsjáanleg áföll fyrirtækja, eða force majeure. Í dag sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, að sér þætti framkoma Borgarleikhússins í garð starfsmanna í hlutastarfi, sem hann segir hafa verið hlunnfarna um laun í aprílmánuði, „viðbjóðslega“. Í yfirlýsingu Borgarleikhússins segir að áhrif þeirra samkomutakmarkana sem komið hefur verið á sökum faraldurs kórónuveirunnar hafi gert það að verkum að fella hafi þurft niður allar sýningar þess, ótímabundið. Því hafi félagið verið tekjulaust, og útlit sé fyrir að sú verði raunin áfram. „Áhrif samkomutakmarkana á rekstur Borgarleikhússins eru af sama meiði og hjá fyrirtækjum sem gert var að hætta starfsemi enda ómögulegt að halda áfram sýningum. Borgarleikhúsið á hins vegar ekki rétt á sérstökum styrkjum til að mæta því tjóni sem orðið hefur því starfsemi þess fellur ekki undir sérstök úrræði vegna fyrirtækja sem gert var að loka starfsemi sinni,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að félagið hafi reynt að bregðast við óviðráðanlegum aðstæðum með því að nýta sér úrræði stjórnvalda, þar á meðal hina svokölluðu hlutabótaleið. Hins vegar hafi engin úrræði staðið leikhúsinu til boða sem gerðu það mögulegt að koma til móts við þá starfsmenn sem ekki falla undir úrræðið. „Fyrirtækið var því nauðbeygt til að fella umrædda starfsmenn tímabundið af launaskrá með vísan til 3. gr. laga nr. 19/1979 sem kveður á um svokallaðar „force majeure“ aðstæður. Það ætti varla að orka tvímælis að sú staða sem Borgarleikhúsið er í vegna samkomutakmarkana teljist til óviðráðanlegs áfalls sem hafi heimilað því að fella starfsfólk sitt af launaskrá með vísan til greinarinnar. Starfsfólkið ætti því með réttu að eiga rétt til atvinnuleysisbóta á meðan á ástandinu stendur.“ Í lok tilkynningarinnar, sem undirrituð er af Pétri Rúnari Heimissyni markaðsstjóra, segir að Borgarleikhúsið vonist til þess að geta hafið starfsemi sem fyrst. Það sé þó í annarra höndum en þess sjálfs. Hér að neðan má sjá tilkynningu Borgarleikhússins í heild sinni. Þær samkomutakmarkanir sem eru við lýði vegna kórónuveirufaraldursins hafa gert það að verkum að Borgarleikhúsið hefur neyðst til að fella niður allar sýningar ótímabundið. Félagið hefur því verið tekjulaust og útlit er fyrir að svo verði áfram um nokkurt skeið. Áhrif samkomutakmarkana á rekstur Borgarleikhússins eru af sama meiði og hjá fyrirtækjum sem gert var að hætta starfsemi enda ómögulegt að halda áfram sýningum. Borgarleikhúsið á hins vegar ekki rétt á sérstökum styrkjum til að mæta því tjóni sem orðið hefur því starfsemi þess fellur ekki undir sérstök úrræði vegna fyrirtækja sem gert var að loka starfsemi sinni. Félagið hefur reynt að bregðast við hinum óviðráðanlegu aðstæðum með því að nýta sér úrræði stjórnvalda, m.a. hlutabótaleiðina. Á vegum ríkisvaldsins standa Borgarleikhúsinu engin úrræði til boða að koma til móts við þá starfsmenn sem ekki falla undir úrræðið. Fyrirtækið var því nauðbeygt til að fella umrædda starfsmenn tímabundið af launaskrá með vísan til 3. gr. laga nr. 19/1979 sem kveður á um svokallaðar „force majeure“ aðstæður. Það ætti varla að orka tvímælis að sú staða sem Borgarleikhúsið er í vegna samkomutakmarkana teljist til óviðráðanlegs áfalls sem hafi heimilað því að fella starfsfólk sitt af launaskrá með vísan til greinarinnar. Starfsfólkið ætti því með réttu að eiga rétt til atvinnuleysisbóta á meðan á ástandinu stendur. Borgarleikhúsið vonast til að geta hafið starfsemi sem fyrst en það er því miður ekki í höndum þess. Borgarleikhúsið mun sækja fram um leið og kostur er og vonandi njóta starfskrafta alls síns góða fólks áfram. Fyrir hönd Borgarleikhússins, Pétur Rúnar Heimisson, markaðsstjóri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Menning Kjaramál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira
Borgarleikhúsið hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur félagið hafi verið nauðbeygt til þess að taka sautján starfsmenn sína, sem voru í undir 45 prósenta starfshlutfalli, tímabundið af launaskrá. Leikhúsið vísar til ákvæða í lögum nr. 19/1979 um ófyrirsjáanleg áföll fyrirtækja, eða force majeure. Í dag sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, að sér þætti framkoma Borgarleikhússins í garð starfsmanna í hlutastarfi, sem hann segir hafa verið hlunnfarna um laun í aprílmánuði, „viðbjóðslega“. Í yfirlýsingu Borgarleikhússins segir að áhrif þeirra samkomutakmarkana sem komið hefur verið á sökum faraldurs kórónuveirunnar hafi gert það að verkum að fella hafi þurft niður allar sýningar þess, ótímabundið. Því hafi félagið verið tekjulaust, og útlit sé fyrir að sú verði raunin áfram. „Áhrif samkomutakmarkana á rekstur Borgarleikhússins eru af sama meiði og hjá fyrirtækjum sem gert var að hætta starfsemi enda ómögulegt að halda áfram sýningum. Borgarleikhúsið á hins vegar ekki rétt á sérstökum styrkjum til að mæta því tjóni sem orðið hefur því starfsemi þess fellur ekki undir sérstök úrræði vegna fyrirtækja sem gert var að loka starfsemi sinni,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að félagið hafi reynt að bregðast við óviðráðanlegum aðstæðum með því að nýta sér úrræði stjórnvalda, þar á meðal hina svokölluðu hlutabótaleið. Hins vegar hafi engin úrræði staðið leikhúsinu til boða sem gerðu það mögulegt að koma til móts við þá starfsmenn sem ekki falla undir úrræðið. „Fyrirtækið var því nauðbeygt til að fella umrædda starfsmenn tímabundið af launaskrá með vísan til 3. gr. laga nr. 19/1979 sem kveður á um svokallaðar „force majeure“ aðstæður. Það ætti varla að orka tvímælis að sú staða sem Borgarleikhúsið er í vegna samkomutakmarkana teljist til óviðráðanlegs áfalls sem hafi heimilað því að fella starfsfólk sitt af launaskrá með vísan til greinarinnar. Starfsfólkið ætti því með réttu að eiga rétt til atvinnuleysisbóta á meðan á ástandinu stendur.“ Í lok tilkynningarinnar, sem undirrituð er af Pétri Rúnari Heimissyni markaðsstjóra, segir að Borgarleikhúsið vonist til þess að geta hafið starfsemi sem fyrst. Það sé þó í annarra höndum en þess sjálfs. Hér að neðan má sjá tilkynningu Borgarleikhússins í heild sinni. Þær samkomutakmarkanir sem eru við lýði vegna kórónuveirufaraldursins hafa gert það að verkum að Borgarleikhúsið hefur neyðst til að fella niður allar sýningar ótímabundið. Félagið hefur því verið tekjulaust og útlit er fyrir að svo verði áfram um nokkurt skeið. Áhrif samkomutakmarkana á rekstur Borgarleikhússins eru af sama meiði og hjá fyrirtækjum sem gert var að hætta starfsemi enda ómögulegt að halda áfram sýningum. Borgarleikhúsið á hins vegar ekki rétt á sérstökum styrkjum til að mæta því tjóni sem orðið hefur því starfsemi þess fellur ekki undir sérstök úrræði vegna fyrirtækja sem gert var að loka starfsemi sinni. Félagið hefur reynt að bregðast við hinum óviðráðanlegu aðstæðum með því að nýta sér úrræði stjórnvalda, m.a. hlutabótaleiðina. Á vegum ríkisvaldsins standa Borgarleikhúsinu engin úrræði til boða að koma til móts við þá starfsmenn sem ekki falla undir úrræðið. Fyrirtækið var því nauðbeygt til að fella umrædda starfsmenn tímabundið af launaskrá með vísan til 3. gr. laga nr. 19/1979 sem kveður á um svokallaðar „force majeure“ aðstæður. Það ætti varla að orka tvímælis að sú staða sem Borgarleikhúsið er í vegna samkomutakmarkana teljist til óviðráðanlegs áfalls sem hafi heimilað því að fella starfsfólk sitt af launaskrá með vísan til greinarinnar. Starfsfólkið ætti því með réttu að eiga rétt til atvinnuleysisbóta á meðan á ástandinu stendur. Borgarleikhúsið vonast til að geta hafið starfsemi sem fyrst en það er því miður ekki í höndum þess. Borgarleikhúsið mun sækja fram um leið og kostur er og vonandi njóta starfskrafta alls síns góða fólks áfram. Fyrir hönd Borgarleikhússins, Pétur Rúnar Heimisson, markaðsstjóri
Þær samkomutakmarkanir sem eru við lýði vegna kórónuveirufaraldursins hafa gert það að verkum að Borgarleikhúsið hefur neyðst til að fella niður allar sýningar ótímabundið. Félagið hefur því verið tekjulaust og útlit er fyrir að svo verði áfram um nokkurt skeið. Áhrif samkomutakmarkana á rekstur Borgarleikhússins eru af sama meiði og hjá fyrirtækjum sem gert var að hætta starfsemi enda ómögulegt að halda áfram sýningum. Borgarleikhúsið á hins vegar ekki rétt á sérstökum styrkjum til að mæta því tjóni sem orðið hefur því starfsemi þess fellur ekki undir sérstök úrræði vegna fyrirtækja sem gert var að loka starfsemi sinni. Félagið hefur reynt að bregðast við hinum óviðráðanlegu aðstæðum með því að nýta sér úrræði stjórnvalda, m.a. hlutabótaleiðina. Á vegum ríkisvaldsins standa Borgarleikhúsinu engin úrræði til boða að koma til móts við þá starfsmenn sem ekki falla undir úrræðið. Fyrirtækið var því nauðbeygt til að fella umrædda starfsmenn tímabundið af launaskrá með vísan til 3. gr. laga nr. 19/1979 sem kveður á um svokallaðar „force majeure“ aðstæður. Það ætti varla að orka tvímælis að sú staða sem Borgarleikhúsið er í vegna samkomutakmarkana teljist til óviðráðanlegs áfalls sem hafi heimilað því að fella starfsfólk sitt af launaskrá með vísan til greinarinnar. Starfsfólkið ætti því með réttu að eiga rétt til atvinnuleysisbóta á meðan á ástandinu stendur. Borgarleikhúsið vonast til að geta hafið starfsemi sem fyrst en það er því miður ekki í höndum þess. Borgarleikhúsið mun sækja fram um leið og kostur er og vonandi njóta starfskrafta alls síns góða fólks áfram. Fyrir hönd Borgarleikhússins, Pétur Rúnar Heimisson, markaðsstjóri
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Menning Kjaramál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira