Erlendir leikmenn spyrjast fyrir um leikmannasamtökin: Ísland langt á eftir Norðurlöndunum Anton Ingi Leifsson skrifar 7. apríl 2020 21:00 Arnar Sveinn Geirsson var gestur í Sportinu í dag en hann er forseti leikmannasamtakanna. mynd/s2s Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands, segir að það sýni sig hversu langt Ísland er á eftir öðrum löndum hvað varðar leikmannasamtök þegar erlendir leikmenn koma hingað og spila. Laun og umræða í kringum leikmenn hefur verið mikil upp á síðkastið og sér í lagi á tímum kórónuveirunnar. Arnar Sveinn er forseti leikmannasamtakanna og hann var gestur í Sportinu í dag. Hann segir að það séu þónokkrir skráðir og þar séu erlendir leikmenn fyrirferðamiklir. „Það eru um 350 til 400 skráðir félagsmenn í fótboltanum og í handboltanum eru 100 eða 150 leikmenn. Þetta eru mestmegnis efstu tvær deildirnar í karla og kvenna í fótboltanum og í handboltanum er þetta efstu deildirnar tvær í karla og kvenna. Það eru fleiri lið sem koma til í fótboltanum og svo fáum við líka inn útlendinganna sem koma hingað,“ sagði Arnar. „Það sýnir hversu mikið við erum á eftir í þessu er að þegar útlendingarnir koma hingað að þeir eru alltaf fyrstir til að skrá sig. Þeir spyrja hvar leikmannasamtökin eru því þeir þekkja þetta frá sínu heimalandi hvort sem það eru Norðurlöndin eða önnur lönd í Evrópu.“ Á Norðurlöndunum er haldið úti viðamiklu starfi innan Leikmannasamtakanna en Arnar Sveinn segir að betur megi ef duga skal hér heima. „Þetta er komið miklu lengra annars staðar, sérstaklega ef við tölum um lönd sem við berum okkur mikið saman við eins og Norðurlöndin. Þá eru þau mikið lengra komin en við í þessum málum. Við erum að reyna efla okkar starf og gera okkur sýnilegri en við höfum verið til þess að láta boltinn fara rúlla,“ sagði Arnar Sveinn. Klippa: Sportið í dag - Arnar Sveinn um erlenda leikmenn og leikmannasamtökin Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Íslenski handboltinn Íslenski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Sport Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjá meira
Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands, segir að það sýni sig hversu langt Ísland er á eftir öðrum löndum hvað varðar leikmannasamtök þegar erlendir leikmenn koma hingað og spila. Laun og umræða í kringum leikmenn hefur verið mikil upp á síðkastið og sér í lagi á tímum kórónuveirunnar. Arnar Sveinn er forseti leikmannasamtakanna og hann var gestur í Sportinu í dag. Hann segir að það séu þónokkrir skráðir og þar séu erlendir leikmenn fyrirferðamiklir. „Það eru um 350 til 400 skráðir félagsmenn í fótboltanum og í handboltanum eru 100 eða 150 leikmenn. Þetta eru mestmegnis efstu tvær deildirnar í karla og kvenna í fótboltanum og í handboltanum er þetta efstu deildirnar tvær í karla og kvenna. Það eru fleiri lið sem koma til í fótboltanum og svo fáum við líka inn útlendinganna sem koma hingað,“ sagði Arnar. „Það sýnir hversu mikið við erum á eftir í þessu er að þegar útlendingarnir koma hingað að þeir eru alltaf fyrstir til að skrá sig. Þeir spyrja hvar leikmannasamtökin eru því þeir þekkja þetta frá sínu heimalandi hvort sem það eru Norðurlöndin eða önnur lönd í Evrópu.“ Á Norðurlöndunum er haldið úti viðamiklu starfi innan Leikmannasamtakanna en Arnar Sveinn segir að betur megi ef duga skal hér heima. „Þetta er komið miklu lengra annars staðar, sérstaklega ef við tölum um lönd sem við berum okkur mikið saman við eins og Norðurlöndin. Þá eru þau mikið lengra komin en við í þessum málum. Við erum að reyna efla okkar starf og gera okkur sýnilegri en við höfum verið til þess að láta boltinn fara rúlla,“ sagði Arnar Sveinn. Klippa: Sportið í dag - Arnar Sveinn um erlenda leikmenn og leikmannasamtökin Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Íslenski handboltinn Íslenski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Sport Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjá meira