Mesti samdráttur í heila öld rætist svartsýnustu spár Jóhann K. Jóhannsson skrifar 7. apríl 2020 18:40 Fjármála- og efnahagsráðherra segir áhrif kórónuveirufaraldursins miklu meiri en gert hafi verið ráð fyrir í mars. Vísir/Vilhelm Fjármála- og efnahagsráðherra segir að ef svartsýnustu spár gangi eftir stefni í mesta samdrátt hér á landi í heila öld. Augljóst sé að stjórnvöld þurfi að koma inn af meiri krafi til að spyrna við á móti efnahagsþrengingum. Á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun var staðan í þjóðfélaginu til umræðu og sömuleiðis farið yfir næstu skref vegna kórónuveirufaraldursins. Lögð var til breyting á þeim málum sem ríkisstjórnin hugðist leggja fram á alþingi, sem þýðir að sum mál munu ekki verða tekin fyrir en önnur munu koma inn í staðinn. Stærsta verkefni ráðherranna núna er að takast á við afleiðingar kórónuveirufaraldursins sem þegar hefur haft gífurleg áhrif og á sér engin fordæmi. Hlutafjáraukningin til Isavia til skilyrt við að ráðist sé í framkvæmdir strax á þessu ári.Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fyrir ríkisstjórn í morgun ákvörðun um hlutafjáraukningu um fjóra milljarða til Isavia, til að flýta framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli og er það hluti af aðgerðum til að spyrna við þeim efnahagsþrengingum sem fram undan eru. Áætlaður fjöldi nýrra starfa sem verða til vegna framkvæmdanna er á bilinu fimmtíu til hundrað tuttugu og fimm. Fyrir tæpum þremur vikum kynnti forysta ríkisstjórnarinnar 230 milljarða króna aðgerðapakka til þess að bregðast við áhrifum kórónuveirunnar. Bjarni segir að bæta þurfi verulega í. Rætist svartsýnasta spá verður samdrátturinn sá mesti í heila öld „Það er enginn spurning að efnahagslegu áhrifin af því sem er að eiga sér stað eru miklu meiri heldur en við sáum í upphafi marsmánaðar,“ segir Bjarni. Vegna ferðatakmarkana og samkomubanns víða um heim hefur ferðaþjónustan og orðið einna verst úti. Forysta ríkisstjórnarinnar kynnir fyrstu aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursinsVísir/Vilhelm „Ef að svartsýnustu spár ganga eftir fyrir árið 2020, til dæmis um komu ferðamanna, að þá erum við að sjá mesta samdrátt hér, jafnvel í heila öld á Íslandi,“ segir Bjarni. Á alþingi í upphafi mánaðarins sagði fjármála- og efnahagsráðherra að fljótlega þyrfti að taka afstöðu til þess hversu langt stjórnvöld væru mögulega tilbúin að ganga í beinum styrkjum til fyrirtækja til að þau missi ekki leiguhúsnæði, tapi ekki starfsmönnum og svo framvegis. „Beinn stuðningur hefur ekki verið ákveðinn. Við erum að fylgjast með því frá degi til dags hvernig úrræðin okkar eru að nýtast. Hvernig okkur tekst að leysa vanda þeirra sem að við vitum að eru að upplifa miklar þrengingar. En svo kemur meira og við munum stíga ölduna eftir því hvernig sjólagið er,“ segir Bjarni. Bjarni segir að þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa þegar kynnt séu ekki nægar og meira þurfi til. „Það held ég að sé alveg augljóst að við munum þurfa að ganga lengra. Það er bara í hverri viku sem það þyngist róðurinn í efnahagslífinu,“ segir Bjarni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Setja fjóra milljarða í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli Ríkisstjórnin hyggst auka hlutafé Isavia um fjóra milljarða með því skilyrði að félagið ráðist í innviðaverkefni á Keflavíkurflugvelli strax á þessu ári. 7. apríl 2020 15:49 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Sjá meira
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að ef svartsýnustu spár gangi eftir stefni í mesta samdrátt hér á landi í heila öld. Augljóst sé að stjórnvöld þurfi að koma inn af meiri krafi til að spyrna við á móti efnahagsþrengingum. Á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun var staðan í þjóðfélaginu til umræðu og sömuleiðis farið yfir næstu skref vegna kórónuveirufaraldursins. Lögð var til breyting á þeim málum sem ríkisstjórnin hugðist leggja fram á alþingi, sem þýðir að sum mál munu ekki verða tekin fyrir en önnur munu koma inn í staðinn. Stærsta verkefni ráðherranna núna er að takast á við afleiðingar kórónuveirufaraldursins sem þegar hefur haft gífurleg áhrif og á sér engin fordæmi. Hlutafjáraukningin til Isavia til skilyrt við að ráðist sé í framkvæmdir strax á þessu ári.Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fyrir ríkisstjórn í morgun ákvörðun um hlutafjáraukningu um fjóra milljarða til Isavia, til að flýta framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli og er það hluti af aðgerðum til að spyrna við þeim efnahagsþrengingum sem fram undan eru. Áætlaður fjöldi nýrra starfa sem verða til vegna framkvæmdanna er á bilinu fimmtíu til hundrað tuttugu og fimm. Fyrir tæpum þremur vikum kynnti forysta ríkisstjórnarinnar 230 milljarða króna aðgerðapakka til þess að bregðast við áhrifum kórónuveirunnar. Bjarni segir að bæta þurfi verulega í. Rætist svartsýnasta spá verður samdrátturinn sá mesti í heila öld „Það er enginn spurning að efnahagslegu áhrifin af því sem er að eiga sér stað eru miklu meiri heldur en við sáum í upphafi marsmánaðar,“ segir Bjarni. Vegna ferðatakmarkana og samkomubanns víða um heim hefur ferðaþjónustan og orðið einna verst úti. Forysta ríkisstjórnarinnar kynnir fyrstu aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursinsVísir/Vilhelm „Ef að svartsýnustu spár ganga eftir fyrir árið 2020, til dæmis um komu ferðamanna, að þá erum við að sjá mesta samdrátt hér, jafnvel í heila öld á Íslandi,“ segir Bjarni. Á alþingi í upphafi mánaðarins sagði fjármála- og efnahagsráðherra að fljótlega þyrfti að taka afstöðu til þess hversu langt stjórnvöld væru mögulega tilbúin að ganga í beinum styrkjum til fyrirtækja til að þau missi ekki leiguhúsnæði, tapi ekki starfsmönnum og svo framvegis. „Beinn stuðningur hefur ekki verið ákveðinn. Við erum að fylgjast með því frá degi til dags hvernig úrræðin okkar eru að nýtast. Hvernig okkur tekst að leysa vanda þeirra sem að við vitum að eru að upplifa miklar þrengingar. En svo kemur meira og við munum stíga ölduna eftir því hvernig sjólagið er,“ segir Bjarni. Bjarni segir að þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa þegar kynnt séu ekki nægar og meira þurfi til. „Það held ég að sé alveg augljóst að við munum þurfa að ganga lengra. Það er bara í hverri viku sem það þyngist róðurinn í efnahagslífinu,“ segir Bjarni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Setja fjóra milljarða í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli Ríkisstjórnin hyggst auka hlutafé Isavia um fjóra milljarða með því skilyrði að félagið ráðist í innviðaverkefni á Keflavíkurflugvelli strax á þessu ári. 7. apríl 2020 15:49 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Sjá meira
Setja fjóra milljarða í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli Ríkisstjórnin hyggst auka hlutafé Isavia um fjóra milljarða með því skilyrði að félagið ráðist í innviðaverkefni á Keflavíkurflugvelli strax á þessu ári. 7. apríl 2020 15:49