ASÍ krefst umfangsmikilla aðgerða fyrir launafólk Heimir Már Pétursson skrifar 14. maí 2020 19:20 Forysta Alþýðusambandsins krefst þess að gripið verði til umfangsmikilla aðgerða til að tryggja hag heimilanna í kórónukrísunni og að henni lokinni. Mörkuð verði framtíðarstefna í atvinnumálum þar sem vinnandi fólk verði ekki látið standa undir samdrætti í efnahagsmálum. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins, Kristján Þórður Snæbjarnarson fyrsti varaforseti og Sólveig Anna Jónsdóttir þriðji varaforseti kynntu umfangsmikinn aðgerðarpakka undir heitinu „Rétta leiðin, frá kreppu til lífsgæða og öryggis fyrir okkur öll" í Gerðarsafni í Kópavogi í dag. „Þar erum við bæði í vörn og sókn. Það er að segja við erum að tryggja okkar innviði til lengri tíma. Tryggja velferð okkar og heilsu akkúrat núna. En síðan erum við líka að leggja til ákveðna uppbyggingu í atvinnusköpun. Hvernig samfélag við viljum sjá til framtíðar. Af því við vitum að þær ákvarðanir sem eru teknar núna munu enduróma inn í framtíðina," segir Drífa. Ekki verði ráðist í niðurskurð, uppsagnir og hækkanir og láta þannig heimilin í landinu standa undir kostnaðinum við kreppuna. Aðgerðirnar eru fjölþættar: Grunnatvinnuleysisbætur hækki í 335.000 þegar í stað, tímabil tekjutengdra atvinnuleysisbóta verði lengt úr þremur í sex mánuði og greiðslur vegna barna hækkaðar. Forysta Alþýðusambandsins telur eðlilegt að setja ýmis skilyrði fyrir því að fyrirtæki njóti aðstoða stjórnvalda vegna kórónuveiru faraldurins og ríkið eignist hlut í þeim fari stuðningurinn yfir 100 milljónir króna.Stöð 2/Sigurjón Er raunhæft að fara fram á þetta á þessum tíma? „Já það er ekki bara raunhæft heldur nauðsynlegt. Þetta eru ríki í kring um okkur einmitt að gera til að reyna að tryggja afkomu fólks. Við vitum að ef við höfum það ekki núna og á næstu mánuðum og árum sem leiðarstef að tryggja afkomu- og húsnæðiöryggi fólks verður þessi kreppa dýpri en hún þarf að vera. Þannig að endurreisnin felst í því að vernda lífsgæði og afkomuöryggi fólks," segir forseti ASÍ. Komið verði í veg fyrir að lántakendur húsnæðislána og leigjendur greiði kostnað vegna mögulegrar verðbólgu með því að frysta tengingu við vísitölu. Leigjendur í miklu tekjufalli fái tímabundið hærri húsaleigubætur og námsmönnum verði tryggðar atvinnuleysisbætur. Þá verði styrkir til nýsköpunar háðir því að til verði nú störf í gegnum sveitarfélögin ekki síður en ríkið og vinnuvikan stytt enn frekar. „Fólki í ákveðnum stéttum er gert að hlaupa hraðar. Sem veldur kulnun og hugsanlegri örorku. Við höfum áhyggjur af því að það gerist núna. Þess vegna viljum við stytta vinnudaginn hjá þeim sem eru í erfiðisvinnu líkamlega og andlega," segir Drífa. ASÍ vill að sett verði ýmis skilyrði við stuðningi við fyrirtæki eins og að þau haldi kjarasamninga og hafi ekki stundað félagsleg undirboð. Eigendur þeirra hafi þegar nýtt eigin bjargir áður en þau fái aðstoð stjórnvalda og styrkir fari til að viðhalda störfum og skapa ný. Þá vill AS'I að nemi stuðningur stjórnvalda við fyrirtæki meira en hundrað milljónum króna eignist ríkið hlut í fyrirtækinu. Þýðir það ekki að ansi stór hluti atvinnulífsins verður ríkisvæddur? „Við vitum það reyndar ekki. En hins vegar er það alveg sjálfsagt að skilyrði séu reist við því þegar okkar skattpeningar, okkar sameiginlegu sjóðir, eru notaðir til að styðja við fyrirtæki og koma þeim út úr kreppu. Að það verði ekki gert skilyrðislaust og við erum reyndar með ýmis önnur skilyrði sem okkur finnst eðlilegt að reisa við slíkar aðstæður," segir Drífa. Til að mynda leggur ASÍ áherslu á að fyrirtækjum verði gert að eiga fyrir launakostnaði í þrjá mánuði áður en greiddur er út arður til framtíðar. Ýmsar aðrar tillögur ASÍ má sjá hér. Vinnumarkaður Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vilja að ríkið eignist hlut í fyrirtækjum sem fá yfir 100 milljóna stuðning ASÍ vill að atvinnuleysisbætur séu tryggðar námsmönnum og að skilyrði séu sett fyrir öllum opinberum stuðningi við fyrirtæki á tímum kórónuveirunnar. 14. maí 2020 14:41 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Forysta Alþýðusambandsins krefst þess að gripið verði til umfangsmikilla aðgerða til að tryggja hag heimilanna í kórónukrísunni og að henni lokinni. Mörkuð verði framtíðarstefna í atvinnumálum þar sem vinnandi fólk verði ekki látið standa undir samdrætti í efnahagsmálum. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins, Kristján Þórður Snæbjarnarson fyrsti varaforseti og Sólveig Anna Jónsdóttir þriðji varaforseti kynntu umfangsmikinn aðgerðarpakka undir heitinu „Rétta leiðin, frá kreppu til lífsgæða og öryggis fyrir okkur öll" í Gerðarsafni í Kópavogi í dag. „Þar erum við bæði í vörn og sókn. Það er að segja við erum að tryggja okkar innviði til lengri tíma. Tryggja velferð okkar og heilsu akkúrat núna. En síðan erum við líka að leggja til ákveðna uppbyggingu í atvinnusköpun. Hvernig samfélag við viljum sjá til framtíðar. Af því við vitum að þær ákvarðanir sem eru teknar núna munu enduróma inn í framtíðina," segir Drífa. Ekki verði ráðist í niðurskurð, uppsagnir og hækkanir og láta þannig heimilin í landinu standa undir kostnaðinum við kreppuna. Aðgerðirnar eru fjölþættar: Grunnatvinnuleysisbætur hækki í 335.000 þegar í stað, tímabil tekjutengdra atvinnuleysisbóta verði lengt úr þremur í sex mánuði og greiðslur vegna barna hækkaðar. Forysta Alþýðusambandsins telur eðlilegt að setja ýmis skilyrði fyrir því að fyrirtæki njóti aðstoða stjórnvalda vegna kórónuveiru faraldurins og ríkið eignist hlut í þeim fari stuðningurinn yfir 100 milljónir króna.Stöð 2/Sigurjón Er raunhæft að fara fram á þetta á þessum tíma? „Já það er ekki bara raunhæft heldur nauðsynlegt. Þetta eru ríki í kring um okkur einmitt að gera til að reyna að tryggja afkomu fólks. Við vitum að ef við höfum það ekki núna og á næstu mánuðum og árum sem leiðarstef að tryggja afkomu- og húsnæðiöryggi fólks verður þessi kreppa dýpri en hún þarf að vera. Þannig að endurreisnin felst í því að vernda lífsgæði og afkomuöryggi fólks," segir forseti ASÍ. Komið verði í veg fyrir að lántakendur húsnæðislána og leigjendur greiði kostnað vegna mögulegrar verðbólgu með því að frysta tengingu við vísitölu. Leigjendur í miklu tekjufalli fái tímabundið hærri húsaleigubætur og námsmönnum verði tryggðar atvinnuleysisbætur. Þá verði styrkir til nýsköpunar háðir því að til verði nú störf í gegnum sveitarfélögin ekki síður en ríkið og vinnuvikan stytt enn frekar. „Fólki í ákveðnum stéttum er gert að hlaupa hraðar. Sem veldur kulnun og hugsanlegri örorku. Við höfum áhyggjur af því að það gerist núna. Þess vegna viljum við stytta vinnudaginn hjá þeim sem eru í erfiðisvinnu líkamlega og andlega," segir Drífa. ASÍ vill að sett verði ýmis skilyrði við stuðningi við fyrirtæki eins og að þau haldi kjarasamninga og hafi ekki stundað félagsleg undirboð. Eigendur þeirra hafi þegar nýtt eigin bjargir áður en þau fái aðstoð stjórnvalda og styrkir fari til að viðhalda störfum og skapa ný. Þá vill AS'I að nemi stuðningur stjórnvalda við fyrirtæki meira en hundrað milljónum króna eignist ríkið hlut í fyrirtækinu. Þýðir það ekki að ansi stór hluti atvinnulífsins verður ríkisvæddur? „Við vitum það reyndar ekki. En hins vegar er það alveg sjálfsagt að skilyrði séu reist við því þegar okkar skattpeningar, okkar sameiginlegu sjóðir, eru notaðir til að styðja við fyrirtæki og koma þeim út úr kreppu. Að það verði ekki gert skilyrðislaust og við erum reyndar með ýmis önnur skilyrði sem okkur finnst eðlilegt að reisa við slíkar aðstæður," segir Drífa. Til að mynda leggur ASÍ áherslu á að fyrirtækjum verði gert að eiga fyrir launakostnaði í þrjá mánuði áður en greiddur er út arður til framtíðar. Ýmsar aðrar tillögur ASÍ má sjá hér.
Vinnumarkaður Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vilja að ríkið eignist hlut í fyrirtækjum sem fá yfir 100 milljóna stuðning ASÍ vill að atvinnuleysisbætur séu tryggðar námsmönnum og að skilyrði séu sett fyrir öllum opinberum stuðningi við fyrirtæki á tímum kórónuveirunnar. 14. maí 2020 14:41 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Vilja að ríkið eignist hlut í fyrirtækjum sem fá yfir 100 milljóna stuðning ASÍ vill að atvinnuleysisbætur séu tryggðar námsmönnum og að skilyrði séu sett fyrir öllum opinberum stuðningi við fyrirtæki á tímum kórónuveirunnar. 14. maí 2020 14:41