Birtir til á Bergi eftir að liðsauki barst að sunnan Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. apríl 2020 12:36 Nú horfir til betri vegar á hjúkrunarheimilinu Bergi eftir að liðsauki barst að sunnan í gær. Fjórir heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík eru með staðfest Covid-19 smit. Sex starfsmenn eru með staðfest smit og sæta einangrun heima hjá sér og 23 starfsmenn til viðbótar eru ýmist í sóttkví eða einangrun. Fréttastofa greindi frá þeim sorgarfregnum í gær heimilismaður á Bergi hefði látist af völdum veirunnar eftir að hópsýking blossaði upp á heimilinu. Staðan var grafalvarleg um helgina, ekki síst vegna skorts á starfsfólki, en nú horfir til betri vegar eftir að liðsauki bakvarðasveitar barst frá Reykjavík með þyrlu gæslunnar í gær. Starfseminni á Bergi er nú nær alfarið sinnt af bakvarðasveit. „Okkur finnst við hafa náð utan um stöðuna og starfsemina og höfum veitt góða þjónustu og höldum áfram að gera það. En með þessum liðsauka sem barst í gær þá er meiri ró komin á starfsemina og ástandið betra,“ segir Gylfi Ólafsson, forstjóri heilbrigðisstofnunar Vestfjarða í hádegisfréttum Bylgjunnar. Skelfilegar afleiðingar þess að smit berist á elliheimili Gylfi bætir við að þótt aðgerðir sóttvarnayfirvalda til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar, líkt og heimsóknarbann á elliheimilum, séu íþyngjandi, séu þær nauðsynlegar. Gylfi Ólafsson forstjóri heilbrigðisstofnunar Vestfjarða hefur þurft að kalla til fólk úr bakvarðasveit til að manna deildir. „Þetta hópsmit hefur haft veruleg áhrif er það ástand sem allt kapp heilbrigðiskerfisins er lagt á að koma í veg fyrir, að smit komist inn á hjúkrunarheimili. Svona getur því miður gerst og þá er þetta niðurstaðan. Heimsóknarbann hefur gilt á Bergi um nokkurra vikna skeið og það gildir líka á öðrum stofnunum í kringum landið á öllum hjúkrunarheimilum, svo ég viti til og þetta er ástæðan. Ef smit berst inn á elliheimilin eru afleiðingarnar skelfilegar.“ Mikill velvilji og samstaða samfélagsins á Vestfjörðum Vestfirðingar hafa á undanförnum dögum hrundið af stað stöfnun fyrir tækjabúnaði, ýmiss konar, fyrir heilbrigðisstofnun Vestfjarða. „Tækjamálin hjá okkur er ekki eins og best væri á kosið. Meðal annars er verið að safna þarna fyrir svæfingarvélum sem eru hjá okkur orðnar 11 ára gamlar. Það er naumt skammtað í tækjakaup sem veittur er í fjárlögum á hverju ári. Það hefur verið skortur á þessu og ekki hægt að kaupa nýjustu tæki. Þessi velvilji sem við sjáum í samfélaginu er mjög skýr og fleytir okkur ansi langt. Þessi tækjakaup sem hér um ræðir. Svo er það þannig að kórónuveiran breytir þeirri þörf sem við höfum fyrir tæki. Ýmis tæki sem við í venjulegu árferði þyrftum ekki mörg eintök af, við þurfum þá kannski fleiri tæki af sambærilegri tegund á meðan þessi veira gengur yfir og það er væntanlega frekar talið í mánuðum heldur en vikum sem þetta ástand mun vara.“ Fjöldi Vestfirðinga hefur farið í sýnatöku á undanförnum dögum. Gylfi segir staðfestum smitum hafa fjölgað lítið eitt. Hertar aðgerðir tóku gildi í gær og eru nú allir norðanverðir Vestfirðir undir. Fréttastofa greindi frá því fyrir hádegi að karlmaður á sextugsaldri, sem fluttur var með sjúkraflugi á vegum Mýflugs frá Ísafirði til Reykjavíkur í gærkvöldi, væri kominn í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans. Maðurinn er þungt haldinn af Covid-19 sjúkdómnum. Bolungarvík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kominn suður og í öndunarvél á gjörgæslu Karlmaður á sextugsaldri sem fluttur var með sjúkraflugi á vegum Mýflugs frá Ísafirði til Reykjavíkur í gærkvöldi er kominn í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans. 7. apríl 2020 11:38 Ætla að flytja þungt haldinn Covid-19 sjúkling með sjúkraflugi frá Ísafirði Sex hafa látist af völdum Covid-19 sjúkdómsins hér á landi og tæplega sextán hundruð verið greindir. Flytja á karlmann sem er þungt haldinn af Covid-19 með sjúkraflugi frá Ísafirði. 6. apríl 2020 19:45 „Þetta tekur verulega á“ Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, segir hið alvarlega ástand á hjúkrunarheimilinu Bergi taka á bæði heimilis- og starfsfólk. 6. apríl 2020 13:12 Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Helti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Sjá meira
Fjórir heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík eru með staðfest Covid-19 smit. Sex starfsmenn eru með staðfest smit og sæta einangrun heima hjá sér og 23 starfsmenn til viðbótar eru ýmist í sóttkví eða einangrun. Fréttastofa greindi frá þeim sorgarfregnum í gær heimilismaður á Bergi hefði látist af völdum veirunnar eftir að hópsýking blossaði upp á heimilinu. Staðan var grafalvarleg um helgina, ekki síst vegna skorts á starfsfólki, en nú horfir til betri vegar eftir að liðsauki bakvarðasveitar barst frá Reykjavík með þyrlu gæslunnar í gær. Starfseminni á Bergi er nú nær alfarið sinnt af bakvarðasveit. „Okkur finnst við hafa náð utan um stöðuna og starfsemina og höfum veitt góða þjónustu og höldum áfram að gera það. En með þessum liðsauka sem barst í gær þá er meiri ró komin á starfsemina og ástandið betra,“ segir Gylfi Ólafsson, forstjóri heilbrigðisstofnunar Vestfjarða í hádegisfréttum Bylgjunnar. Skelfilegar afleiðingar þess að smit berist á elliheimili Gylfi bætir við að þótt aðgerðir sóttvarnayfirvalda til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar, líkt og heimsóknarbann á elliheimilum, séu íþyngjandi, séu þær nauðsynlegar. Gylfi Ólafsson forstjóri heilbrigðisstofnunar Vestfjarða hefur þurft að kalla til fólk úr bakvarðasveit til að manna deildir. „Þetta hópsmit hefur haft veruleg áhrif er það ástand sem allt kapp heilbrigðiskerfisins er lagt á að koma í veg fyrir, að smit komist inn á hjúkrunarheimili. Svona getur því miður gerst og þá er þetta niðurstaðan. Heimsóknarbann hefur gilt á Bergi um nokkurra vikna skeið og það gildir líka á öðrum stofnunum í kringum landið á öllum hjúkrunarheimilum, svo ég viti til og þetta er ástæðan. Ef smit berst inn á elliheimilin eru afleiðingarnar skelfilegar.“ Mikill velvilji og samstaða samfélagsins á Vestfjörðum Vestfirðingar hafa á undanförnum dögum hrundið af stað stöfnun fyrir tækjabúnaði, ýmiss konar, fyrir heilbrigðisstofnun Vestfjarða. „Tækjamálin hjá okkur er ekki eins og best væri á kosið. Meðal annars er verið að safna þarna fyrir svæfingarvélum sem eru hjá okkur orðnar 11 ára gamlar. Það er naumt skammtað í tækjakaup sem veittur er í fjárlögum á hverju ári. Það hefur verið skortur á þessu og ekki hægt að kaupa nýjustu tæki. Þessi velvilji sem við sjáum í samfélaginu er mjög skýr og fleytir okkur ansi langt. Þessi tækjakaup sem hér um ræðir. Svo er það þannig að kórónuveiran breytir þeirri þörf sem við höfum fyrir tæki. Ýmis tæki sem við í venjulegu árferði þyrftum ekki mörg eintök af, við þurfum þá kannski fleiri tæki af sambærilegri tegund á meðan þessi veira gengur yfir og það er væntanlega frekar talið í mánuðum heldur en vikum sem þetta ástand mun vara.“ Fjöldi Vestfirðinga hefur farið í sýnatöku á undanförnum dögum. Gylfi segir staðfestum smitum hafa fjölgað lítið eitt. Hertar aðgerðir tóku gildi í gær og eru nú allir norðanverðir Vestfirðir undir. Fréttastofa greindi frá því fyrir hádegi að karlmaður á sextugsaldri, sem fluttur var með sjúkraflugi á vegum Mýflugs frá Ísafirði til Reykjavíkur í gærkvöldi, væri kominn í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans. Maðurinn er þungt haldinn af Covid-19 sjúkdómnum.
Bolungarvík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kominn suður og í öndunarvél á gjörgæslu Karlmaður á sextugsaldri sem fluttur var með sjúkraflugi á vegum Mýflugs frá Ísafirði til Reykjavíkur í gærkvöldi er kominn í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans. 7. apríl 2020 11:38 Ætla að flytja þungt haldinn Covid-19 sjúkling með sjúkraflugi frá Ísafirði Sex hafa látist af völdum Covid-19 sjúkdómsins hér á landi og tæplega sextán hundruð verið greindir. Flytja á karlmann sem er þungt haldinn af Covid-19 með sjúkraflugi frá Ísafirði. 6. apríl 2020 19:45 „Þetta tekur verulega á“ Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, segir hið alvarlega ástand á hjúkrunarheimilinu Bergi taka á bæði heimilis- og starfsfólk. 6. apríl 2020 13:12 Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Helti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Sjá meira
Kominn suður og í öndunarvél á gjörgæslu Karlmaður á sextugsaldri sem fluttur var með sjúkraflugi á vegum Mýflugs frá Ísafirði til Reykjavíkur í gærkvöldi er kominn í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans. 7. apríl 2020 11:38
Ætla að flytja þungt haldinn Covid-19 sjúkling með sjúkraflugi frá Ísafirði Sex hafa látist af völdum Covid-19 sjúkdómsins hér á landi og tæplega sextán hundruð verið greindir. Flytja á karlmann sem er þungt haldinn af Covid-19 með sjúkraflugi frá Ísafirði. 6. apríl 2020 19:45
„Þetta tekur verulega á“ Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, segir hið alvarlega ástand á hjúkrunarheimilinu Bergi taka á bæði heimilis- og starfsfólk. 6. apríl 2020 13:12