Óttast meiriháttar faraldur í búðum farandverkamanna Kjartan Kjartansson skrifar 6. apríl 2020 16:38 Súpueldhús fyrir slasaða eða ólaunaða farandverkamenn í Singapúr. Slasist verkamennirnir missa þeir oft vinnuna og hafa ekki efni á að koma sér heim. Vísir/EPA Farandverkamenn sem yfirvöld í Singapúr hafa í reynd lokað inni í tveimur stórum svefnsölum óttast að þeir verði að gróðrarstíu fyrir kórónuveirusmit. Verkamennirnir hafast við í sölunum við þröngan og illan kost. Yfirvöld í Singapúr tilkynntu í gær að þau hefði sett nærri því tuttugu þúsund farandverkamenn í sóttkví í tveimur svefnsölum eftir að um níutíu kórónuveirusmit greindust í hópnum. Verkamennirnir koma flestir frá Bangladess og öðrum löndum Suður-Asíu en efnahagur Singapúr er að miklu leyti háður innfluttu vinnuafli. Sóttkvíin var sögð nauðsynleg til þess að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu smita í borgríkinu. Verkamennirnir fái laun, mat og læknisaðstoð og reynt verði að takmarka samskipti á milli þeirra í svefnsölunum. Skólum og fyrirtækjum verður lokað í vikunni eftir að smituðum fjölgaði. Mannréttindasamtök eru ósátt við aðgerðina og segja hana setja frískt fólk í hættu á að veikjast. Mannréttindavaktin segir að sóttkvíin skapi „púðurtunnu“ fyrir smit og hvatti yfirvöld til þess að skima alla verkamennina og flytja þá smituðu úr svefnsölunum. Amnesty International segir innilokun verkamannanna „uppskrift að stórslysi“. Verkamenn sem lýsa aðstæðunum í sölunum við Reuters-fréttastofuna segja að þeir sofi í herbergjum með tólf kojum. Þeir deili salerni sem stíflist reglulega. Kakkalakkar og yfirfullar ruslatunnur séu út um allt. „Ef einhver er smitaður af veirunni í herberginu okkar eða í blokkinni okkar er það bara tímaspursmál hvenær við smitumst,“ segir Majidul Haq, 25 ára gamall farandverkamaður frá Bangladess. Hann býr í öðrum svefnsalnum með um 13.000 öðum. Shahadat Hossain, þrítugur byggingaverkamaður frá Bangladess, segir að hann og félagar hans óttist tveggja vikna einangrun. „Það yrði alger hörmung ef einhver er smitaður í herberginu mínu. Hvernig getum við haft stjórn á smiti þegar við búum á svo fjölmennum stað?“ spyr Hossain. Stjórnvöld segjast vinna með eigendum salanna að því að tryggja velferð verkamannanna, þar á meðal með því að bæta ræstingar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Singapúr Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Sjá meira
Farandverkamenn sem yfirvöld í Singapúr hafa í reynd lokað inni í tveimur stórum svefnsölum óttast að þeir verði að gróðrarstíu fyrir kórónuveirusmit. Verkamennirnir hafast við í sölunum við þröngan og illan kost. Yfirvöld í Singapúr tilkynntu í gær að þau hefði sett nærri því tuttugu þúsund farandverkamenn í sóttkví í tveimur svefnsölum eftir að um níutíu kórónuveirusmit greindust í hópnum. Verkamennirnir koma flestir frá Bangladess og öðrum löndum Suður-Asíu en efnahagur Singapúr er að miklu leyti háður innfluttu vinnuafli. Sóttkvíin var sögð nauðsynleg til þess að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu smita í borgríkinu. Verkamennirnir fái laun, mat og læknisaðstoð og reynt verði að takmarka samskipti á milli þeirra í svefnsölunum. Skólum og fyrirtækjum verður lokað í vikunni eftir að smituðum fjölgaði. Mannréttindasamtök eru ósátt við aðgerðina og segja hana setja frískt fólk í hættu á að veikjast. Mannréttindavaktin segir að sóttkvíin skapi „púðurtunnu“ fyrir smit og hvatti yfirvöld til þess að skima alla verkamennina og flytja þá smituðu úr svefnsölunum. Amnesty International segir innilokun verkamannanna „uppskrift að stórslysi“. Verkamenn sem lýsa aðstæðunum í sölunum við Reuters-fréttastofuna segja að þeir sofi í herbergjum með tólf kojum. Þeir deili salerni sem stíflist reglulega. Kakkalakkar og yfirfullar ruslatunnur séu út um allt. „Ef einhver er smitaður af veirunni í herberginu okkar eða í blokkinni okkar er það bara tímaspursmál hvenær við smitumst,“ segir Majidul Haq, 25 ára gamall farandverkamaður frá Bangladess. Hann býr í öðrum svefnsalnum með um 13.000 öðum. Shahadat Hossain, þrítugur byggingaverkamaður frá Bangladess, segir að hann og félagar hans óttist tveggja vikna einangrun. „Það yrði alger hörmung ef einhver er smitaður í herberginu mínu. Hvernig getum við haft stjórn á smiti þegar við búum á svo fjölmennum stað?“ spyr Hossain. Stjórnvöld segjast vinna með eigendum salanna að því að tryggja velferð verkamannanna, þar á meðal með því að bæta ræstingar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Singapúr Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila