Sorg á tíma samkomubanns Anna Lísa Björnsdóttir skrifar 6. apríl 2020 15:30 Að syrgja er einmanalegt undir venjulegum kringumstæðum, að syrgja á þessum tíma samkomubanns er einangrandi. Jarðarfarir eru fyrir eftirlifendur – en núna þurfa nánustu vandamenn að velja að hámarki 20 manns með sér í athöfnina og sitja langt frá hvert öðru. Það er fámenn jarðarför, ef hún er þá haldin og syrgjendur geta ekki faðmað eða fengið faðmlög. Þannig missa syrgjendur ekki bara ástvin, en einnig nándina og dýrmæta kveðjustund sem er mikilvæg í sorgarúrvinnslu. Ástvinamissir Aðstæður syrgjenda hafa á nokkrum vikum breyst til muna, en það breytir því ekki að það þarf að læra að lifa með sorginni. Til þess að koma til móts við syrgjendur á þessum tíma hefur Sorgarmiðstöð stofnað lokaðan hóp á facebook fyrir þau sem misst hafa ástvin. Við viljum gefa syrgjendum tækfæri í öruggu umhverfi til að ræða og deila reynslu af missinum. Það að tjá tilfinningar sínar í hópi sem skilur hvernig þér líður er mikils virði og að hjálpa syrgjendum að læra að lifa við missinn í algjörlega breyttri tilveru - er það sem við stefnum að í Sorgarmiðstöð. Hægt er að finna hópinn á facebook. Aðstandendur Það er hægt að sýna syrgjendum hugulsemi og nánd þrátt fyrir kringumstæðurnar. Það má nota tæknina til þess að vera í sambandi, hringja eða nota myndsímtöl, því það getur verið gott að spjalla augliti til auglitis. Það minnir syrgjendur á að þau eru ekki ein, þótt það sé ekki líkamleg nánd til staðar. Aðstandendur og vinir geta stutt syrgjendur í að minnast ástvinar, til dæmis er hægt að skoða myndaalbúm í myndsímtali og minnast skemmtilegra augnablika. Einnig er hægt að skrifa niður minningar um hinn látna og senda í bréfi eða í textaskilaboðum. Þótt fátt komi í stað nándar getur það hjálpað að finna að það er verið að hugsa til þeirra sem syrgja og þegar hægt er að hittast í eigin persónu aftur er stutt í nándina og úrvinnslu sorgar saman. Með því að styðja þann sem syrgir núna, sýna samhug og samkennd í verki, með skilaboðum, hringingum eða blómasendingum, matarsendingum eða hverju öðru sem gæti minnt syrgjandann á að aðstandandinn eða vinur er til staðar, skapast nánd og minningar sem munu orna langt fram eftir. Höfundur er í stjórn Sorgarmiðstöðvar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Anna Lísa Björnsdóttir Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Að syrgja er einmanalegt undir venjulegum kringumstæðum, að syrgja á þessum tíma samkomubanns er einangrandi. Jarðarfarir eru fyrir eftirlifendur – en núna þurfa nánustu vandamenn að velja að hámarki 20 manns með sér í athöfnina og sitja langt frá hvert öðru. Það er fámenn jarðarför, ef hún er þá haldin og syrgjendur geta ekki faðmað eða fengið faðmlög. Þannig missa syrgjendur ekki bara ástvin, en einnig nándina og dýrmæta kveðjustund sem er mikilvæg í sorgarúrvinnslu. Ástvinamissir Aðstæður syrgjenda hafa á nokkrum vikum breyst til muna, en það breytir því ekki að það þarf að læra að lifa með sorginni. Til þess að koma til móts við syrgjendur á þessum tíma hefur Sorgarmiðstöð stofnað lokaðan hóp á facebook fyrir þau sem misst hafa ástvin. Við viljum gefa syrgjendum tækfæri í öruggu umhverfi til að ræða og deila reynslu af missinum. Það að tjá tilfinningar sínar í hópi sem skilur hvernig þér líður er mikils virði og að hjálpa syrgjendum að læra að lifa við missinn í algjörlega breyttri tilveru - er það sem við stefnum að í Sorgarmiðstöð. Hægt er að finna hópinn á facebook. Aðstandendur Það er hægt að sýna syrgjendum hugulsemi og nánd þrátt fyrir kringumstæðurnar. Það má nota tæknina til þess að vera í sambandi, hringja eða nota myndsímtöl, því það getur verið gott að spjalla augliti til auglitis. Það minnir syrgjendur á að þau eru ekki ein, þótt það sé ekki líkamleg nánd til staðar. Aðstandendur og vinir geta stutt syrgjendur í að minnast ástvinar, til dæmis er hægt að skoða myndaalbúm í myndsímtali og minnast skemmtilegra augnablika. Einnig er hægt að skrifa niður minningar um hinn látna og senda í bréfi eða í textaskilaboðum. Þótt fátt komi í stað nándar getur það hjálpað að finna að það er verið að hugsa til þeirra sem syrgja og þegar hægt er að hittast í eigin persónu aftur er stutt í nándina og úrvinnslu sorgar saman. Með því að styðja þann sem syrgir núna, sýna samhug og samkennd í verki, með skilaboðum, hringingum eða blómasendingum, matarsendingum eða hverju öðru sem gæti minnt syrgjandann á að aðstandandinn eða vinur er til staðar, skapast nánd og minningar sem munu orna langt fram eftir. Höfundur er í stjórn Sorgarmiðstöðvar.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun