Sorg á tíma samkomubanns Anna Lísa Björnsdóttir skrifar 6. apríl 2020 15:30 Að syrgja er einmanalegt undir venjulegum kringumstæðum, að syrgja á þessum tíma samkomubanns er einangrandi. Jarðarfarir eru fyrir eftirlifendur – en núna þurfa nánustu vandamenn að velja að hámarki 20 manns með sér í athöfnina og sitja langt frá hvert öðru. Það er fámenn jarðarför, ef hún er þá haldin og syrgjendur geta ekki faðmað eða fengið faðmlög. Þannig missa syrgjendur ekki bara ástvin, en einnig nándina og dýrmæta kveðjustund sem er mikilvæg í sorgarúrvinnslu. Ástvinamissir Aðstæður syrgjenda hafa á nokkrum vikum breyst til muna, en það breytir því ekki að það þarf að læra að lifa með sorginni. Til þess að koma til móts við syrgjendur á þessum tíma hefur Sorgarmiðstöð stofnað lokaðan hóp á facebook fyrir þau sem misst hafa ástvin. Við viljum gefa syrgjendum tækfæri í öruggu umhverfi til að ræða og deila reynslu af missinum. Það að tjá tilfinningar sínar í hópi sem skilur hvernig þér líður er mikils virði og að hjálpa syrgjendum að læra að lifa við missinn í algjörlega breyttri tilveru - er það sem við stefnum að í Sorgarmiðstöð. Hægt er að finna hópinn á facebook. Aðstandendur Það er hægt að sýna syrgjendum hugulsemi og nánd þrátt fyrir kringumstæðurnar. Það má nota tæknina til þess að vera í sambandi, hringja eða nota myndsímtöl, því það getur verið gott að spjalla augliti til auglitis. Það minnir syrgjendur á að þau eru ekki ein, þótt það sé ekki líkamleg nánd til staðar. Aðstandendur og vinir geta stutt syrgjendur í að minnast ástvinar, til dæmis er hægt að skoða myndaalbúm í myndsímtali og minnast skemmtilegra augnablika. Einnig er hægt að skrifa niður minningar um hinn látna og senda í bréfi eða í textaskilaboðum. Þótt fátt komi í stað nándar getur það hjálpað að finna að það er verið að hugsa til þeirra sem syrgja og þegar hægt er að hittast í eigin persónu aftur er stutt í nándina og úrvinnslu sorgar saman. Með því að styðja þann sem syrgir núna, sýna samhug og samkennd í verki, með skilaboðum, hringingum eða blómasendingum, matarsendingum eða hverju öðru sem gæti minnt syrgjandann á að aðstandandinn eða vinur er til staðar, skapast nánd og minningar sem munu orna langt fram eftir. Höfundur er í stjórn Sorgarmiðstöðvar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Anna Lísa Björnsdóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Að syrgja er einmanalegt undir venjulegum kringumstæðum, að syrgja á þessum tíma samkomubanns er einangrandi. Jarðarfarir eru fyrir eftirlifendur – en núna þurfa nánustu vandamenn að velja að hámarki 20 manns með sér í athöfnina og sitja langt frá hvert öðru. Það er fámenn jarðarför, ef hún er þá haldin og syrgjendur geta ekki faðmað eða fengið faðmlög. Þannig missa syrgjendur ekki bara ástvin, en einnig nándina og dýrmæta kveðjustund sem er mikilvæg í sorgarúrvinnslu. Ástvinamissir Aðstæður syrgjenda hafa á nokkrum vikum breyst til muna, en það breytir því ekki að það þarf að læra að lifa með sorginni. Til þess að koma til móts við syrgjendur á þessum tíma hefur Sorgarmiðstöð stofnað lokaðan hóp á facebook fyrir þau sem misst hafa ástvin. Við viljum gefa syrgjendum tækfæri í öruggu umhverfi til að ræða og deila reynslu af missinum. Það að tjá tilfinningar sínar í hópi sem skilur hvernig þér líður er mikils virði og að hjálpa syrgjendum að læra að lifa við missinn í algjörlega breyttri tilveru - er það sem við stefnum að í Sorgarmiðstöð. Hægt er að finna hópinn á facebook. Aðstandendur Það er hægt að sýna syrgjendum hugulsemi og nánd þrátt fyrir kringumstæðurnar. Það má nota tæknina til þess að vera í sambandi, hringja eða nota myndsímtöl, því það getur verið gott að spjalla augliti til auglitis. Það minnir syrgjendur á að þau eru ekki ein, þótt það sé ekki líkamleg nánd til staðar. Aðstandendur og vinir geta stutt syrgjendur í að minnast ástvinar, til dæmis er hægt að skoða myndaalbúm í myndsímtali og minnast skemmtilegra augnablika. Einnig er hægt að skrifa niður minningar um hinn látna og senda í bréfi eða í textaskilaboðum. Þótt fátt komi í stað nándar getur það hjálpað að finna að það er verið að hugsa til þeirra sem syrgja og þegar hægt er að hittast í eigin persónu aftur er stutt í nándina og úrvinnslu sorgar saman. Með því að styðja þann sem syrgir núna, sýna samhug og samkennd í verki, með skilaboðum, hringingum eða blómasendingum, matarsendingum eða hverju öðru sem gæti minnt syrgjandann á að aðstandandinn eða vinur er til staðar, skapast nánd og minningar sem munu orna langt fram eftir. Höfundur er í stjórn Sorgarmiðstöðvar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun