Icelandair flýgur til Alicante og sækir fegna farþega Jakob Bjarnar skrifar 6. apríl 2020 13:13 Gréta er afar ánægð með að fá flug heim til Íslands. Á laugardaginn voru 70 manns búnir að bóka sig í flug Icelandair frá Alicante. „Komið flug! Alicante - Ísland 8. apríl,“ segir Gréta Jónsdóttir fegin í samtali við Vísi. Vísir ræddi við Grétu í síðustu viku sem ásamt eiginmanni sínum hefur dvalið á Spáni og hafa átt erfitt með að finna leið heim til Íslands. Á Spáni er ástandið afar alvarlegt; Covid-19 hefur leikið Spánverja og þá sem þar eru grátt. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í landinu og Gréta hefur óttast mjög um sinn hag. Orðin hrædd úti á Spáni Fyrir milligöngu samgönguráðuneytisins sem fer með samninginn við Icelandair var ákveðið að Icelandair færi þessa ferð. „Við erum bæði lungna-, hjarta- og gigtarsjúklingar, maðurinn minn skerta lungnastarfsemi vegna fylgikvilla gigtar,“ segir Gréta. Þau hjónin tilheyra þannig áhættuhópi en Gréta segir að svo sé um marga Íslendinga aðra á svæðinu. Icelandair efndi til flugferða frá Alicante fyrir mánaðarmót en þá voru þeir sem reiða sig á bætur og lífeyri ekki í aðstöðu til að kaupa sér miða sem kostar um 82 þúsund krónur. 70 manns búnir að bóka sig í flug heim Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu hefur verið hringt í alla Íslendinga á á svæðinu þá sem hafa látið vita af sér hjá borgaraþjónustunni. Þeir telja 475 einstaklinga sem tilheyra 271 málum/fjölskyldum. Þar af reyndust 17 komin heim, einhverjir vilja vera áfram en hinum er boðið að kaupa sér far heim með Icelandair. Þetta er í samræmi við samning ríkisins við Icelandair, þar sem ríkið borgar tap af fluginu ef eitthvert er. Á laugardaginn voru 70 manns búnir að bóka sig í flugið þannig að víst er að þarna var veruleg þörf. Samkomulag íslenskra stjórnvalda við Icelandair kveða á um að flugsamgöngur séu til og frá landinu í gegnum London og Boston fram til 15. apríl næstkomandi auk þess sem flogið verður til og frá Stokkhólmi 7. apríl næstkomandi og svo þetta flug frá Alicante til Íslands þann 8. apríl.Uppfært 15:00 Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair er staðan nú sú að í flugið hafa skráð sig 90 farþegar sem er um það bil hálf vél setin. Icelandair Utanríkismál Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
„Komið flug! Alicante - Ísland 8. apríl,“ segir Gréta Jónsdóttir fegin í samtali við Vísi. Vísir ræddi við Grétu í síðustu viku sem ásamt eiginmanni sínum hefur dvalið á Spáni og hafa átt erfitt með að finna leið heim til Íslands. Á Spáni er ástandið afar alvarlegt; Covid-19 hefur leikið Spánverja og þá sem þar eru grátt. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í landinu og Gréta hefur óttast mjög um sinn hag. Orðin hrædd úti á Spáni Fyrir milligöngu samgönguráðuneytisins sem fer með samninginn við Icelandair var ákveðið að Icelandair færi þessa ferð. „Við erum bæði lungna-, hjarta- og gigtarsjúklingar, maðurinn minn skerta lungnastarfsemi vegna fylgikvilla gigtar,“ segir Gréta. Þau hjónin tilheyra þannig áhættuhópi en Gréta segir að svo sé um marga Íslendinga aðra á svæðinu. Icelandair efndi til flugferða frá Alicante fyrir mánaðarmót en þá voru þeir sem reiða sig á bætur og lífeyri ekki í aðstöðu til að kaupa sér miða sem kostar um 82 þúsund krónur. 70 manns búnir að bóka sig í flug heim Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu hefur verið hringt í alla Íslendinga á á svæðinu þá sem hafa látið vita af sér hjá borgaraþjónustunni. Þeir telja 475 einstaklinga sem tilheyra 271 málum/fjölskyldum. Þar af reyndust 17 komin heim, einhverjir vilja vera áfram en hinum er boðið að kaupa sér far heim með Icelandair. Þetta er í samræmi við samning ríkisins við Icelandair, þar sem ríkið borgar tap af fluginu ef eitthvert er. Á laugardaginn voru 70 manns búnir að bóka sig í flugið þannig að víst er að þarna var veruleg þörf. Samkomulag íslenskra stjórnvalda við Icelandair kveða á um að flugsamgöngur séu til og frá landinu í gegnum London og Boston fram til 15. apríl næstkomandi auk þess sem flogið verður til og frá Stokkhólmi 7. apríl næstkomandi og svo þetta flug frá Alicante til Íslands þann 8. apríl.Uppfært 15:00 Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair er staðan nú sú að í flugið hafa skráð sig 90 farþegar sem er um það bil hálf vél setin.
Icelandair Utanríkismál Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira