Íbúi á Bergi í Bolungarvík látinn af völdum Covid-19 Eiður Þór Árnason skrifar 6. apríl 2020 10:20 Bolungarvík undir Traðarhyrnu. Vísir/Samúel Karl Íbúi á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík lést í gær af völdum Covid-19, samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Sex hafa nú látist hér á landi vegna kórónuveirunnar. Fréttamiðilinn Bæjarins besta á Ísafirði greinir frá því að nafn hins látna sé Gunnsteinn Svavar Sigurðsson og hefur eftir dóttur hans. Gunnsteinn var fyrsti íbúinn á Bergi sem greindist með veiruna. Hann var fæddur árið 1938 og búsettur í Bolungarvík. Alvarlegt ástand á hjúkrunarheimilinu Tveir eru sýktir af Covid-19 á Bergi og er búið að taka sýni af þremur öðrum heimilismönnum sem eru þar í einangrun, segir í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Gylfi Ólafsson, forstjóri stofnunarinnar sagði í gær að ástandið á hjúkrunarheimilinu væri alvarlegt. Meirihluti fastra starfsmanna á hjúkrunarheimilinu er nú sagður vera í einangrun, þar af fimm með staðfest smit. Fimm íbúar eru í sóttkví án einkenna. Aðrir fastir starfsmenn utan þriggja eru í sóttkví og er heimilinu því sinnt nær eingöngu af fólki úr bakvarðasveit eða öðrum deildum stofnunarinnar. Liðsafli hefur þegar borist úr bakvarðasveit og von er á fleirum með þyrlu Landhelgisgæslunnar seinna í dag ef veður leyfir. Annað dauðsfallið í gær af völdum Covid-19 Um er að ræða annað dauðsfallið í gær af völdum Covid-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Sigurður Sverrisson, flugvirki og afreksmaður í bridge, andaðist á Landspítalanum í gær eftir baráttu við sjúkdóminn. Hann var fæddur árið 1953. Alls hafa sex nú látist af völdum Covid-19 hér á landi. Fyrst lést ástralskur ferðamaður á Húsavík þann 17. mars og svo rúmlega sjötug kona þann 23. mars á gjörgæslu Landspítalans. Síðasta fimmtudag var tilkynnt um tvö andlát þar til viðbótar, þar af fráfall 75 ára eiginmanns konunnar sem hafði látist af sömu sökum rúmri viku fyrr. 38 einstaklingar eru nú innlagðir á sjúkrahús vegna Covid-19 samkvæmt nýjustu upplýsingum og þar af 12 á gjörgæslu. Átta eru í öndunarvél vegna sjúkdómsins á Landspítalanum. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Íbúi á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík lést í gær af völdum Covid-19, samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Sex hafa nú látist hér á landi vegna kórónuveirunnar. Fréttamiðilinn Bæjarins besta á Ísafirði greinir frá því að nafn hins látna sé Gunnsteinn Svavar Sigurðsson og hefur eftir dóttur hans. Gunnsteinn var fyrsti íbúinn á Bergi sem greindist með veiruna. Hann var fæddur árið 1938 og búsettur í Bolungarvík. Alvarlegt ástand á hjúkrunarheimilinu Tveir eru sýktir af Covid-19 á Bergi og er búið að taka sýni af þremur öðrum heimilismönnum sem eru þar í einangrun, segir í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Gylfi Ólafsson, forstjóri stofnunarinnar sagði í gær að ástandið á hjúkrunarheimilinu væri alvarlegt. Meirihluti fastra starfsmanna á hjúkrunarheimilinu er nú sagður vera í einangrun, þar af fimm með staðfest smit. Fimm íbúar eru í sóttkví án einkenna. Aðrir fastir starfsmenn utan þriggja eru í sóttkví og er heimilinu því sinnt nær eingöngu af fólki úr bakvarðasveit eða öðrum deildum stofnunarinnar. Liðsafli hefur þegar borist úr bakvarðasveit og von er á fleirum með þyrlu Landhelgisgæslunnar seinna í dag ef veður leyfir. Annað dauðsfallið í gær af völdum Covid-19 Um er að ræða annað dauðsfallið í gær af völdum Covid-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Sigurður Sverrisson, flugvirki og afreksmaður í bridge, andaðist á Landspítalanum í gær eftir baráttu við sjúkdóminn. Hann var fæddur árið 1953. Alls hafa sex nú látist af völdum Covid-19 hér á landi. Fyrst lést ástralskur ferðamaður á Húsavík þann 17. mars og svo rúmlega sjötug kona þann 23. mars á gjörgæslu Landspítalans. Síðasta fimmtudag var tilkynnt um tvö andlát þar til viðbótar, þar af fráfall 75 ára eiginmanns konunnar sem hafði látist af sömu sökum rúmri viku fyrr. 38 einstaklingar eru nú innlagðir á sjúkrahús vegna Covid-19 samkvæmt nýjustu upplýsingum og þar af 12 á gjörgæslu. Átta eru í öndunarvél vegna sjúkdómsins á Landspítalanum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira