Eiður einn sá besti sem Svíar misstu af – „Óskiljanlegt að þeir tækju ekki við honum“ Sindri Sverrisson skrifar 5. apríl 2020 17:00 Eiður Smári Guðjohnsen varð meðal annars Englandsmeistari með Chelsea og Spánar- og Evrópumeistari með Barcelona eftir að Örebro ákvað að veðja ekki á hann. VÍSIR/EPA Eiður Smári Guðjohnsen, Hristov Stoichkov og Neymar eru á meðal bestu knattspyrnumanna sem sænsk knattspyrnufélög hafa „misst af“ í gegnum tíðina. Sænska blaðið Aftonbladet hefur tekið saman lista yfir stjörnuleikmenn sem segja má að hefðu getað spilað í Svíþjóð. Eiður er þar á blaði vegna þess, segir Aftonbladet, að hann hefði getað gengið til liðs við Örebro eftir dvöl sína hjá PSV Eindhoven. PSV var með Eið og hinn brasilíska Ronaldo í sínum röðum tímabilið 1995-96 en eftir að Eiður fótbrotnaði í U21-landsleik um vorið 1996 tók við löng endurhæfing og samningur hans við hollenska félagið rann út. Eiður þurfti að hefja ferilinn upp á nýtt og samkvæmt Aftonbladet bauðst Örebro að taka við honum, en Arnór faðir Eiðs var þar sannkölluð goðsögn og að spila sitt síðasta tímabil með liðinu. „En forráðamönnum Örebro fannst hann liggja of mikið niðri og að hann væri bara ekki nógu góður,“ hefur Aftonbladet eftir þjálfaranum Alexander Axén, sem á þessum tíma þjálfaði hjá smáliði Hovsta í nágrenni Örebro en tók síðar til starfa hjá félaginu. „Fyrir mér var þetta dauðafæri. Það er óskiljanlegt að þeir hafi ekki tekið við honum, þó ekki væri nema vegna alls þess sem Arnór gerði fyrir félagið,“ sagði Axén. Hamrén leist vel á Kallon Af öðrum stjörnum sem Svíar misstu af má nefna búlgarska markahrókinn Hristov Stoichkov sem hefði getað endað hjá Brage þegar hann var 19 ára, eftir að leikmenn úr röðum Levski og CSKA Sofia voru settir í árs bann í Búlgaríu vegna hópslagsmála í bikarúrslitaleik árið 1985. Forráðamenn Brage fengu tvo búlgarska leikmenn til sín en kveiktu ekki á hinum unga Stoichkov og vissu ekkert um hans hæfileika. Kaká og Filippo Inzaghi fagna marki með AC Milan.Nordic Photos / AFP Sami Hyypiä var í sigti IFK Gautaborgar árið 1990 en þótti of hægur þegar hann var skoðaður í U21-landsleik með Finnum gegn Rússum. Gautaborgarar skoðuðu það líka að fá brasilískan leikmann, Kaká, til sín á sínum tíma. Þá var Kaká enn táningur en kostaði engu að síður 4-5 sænskar milljónir sem þótti of mikið. AIK skoðaði það að fá Mohamed Kallon árið 1995, þegar hann var 15 ára. Núverandi landsliðsþjálfari Íslands, Erik Hamrén, var aðstoðarþjálfari AIK og sagði leikmanninn hafa mjög goða tækni og vera fljótan með boltann, en hefði mjög margt að læra hvað taktík varðaði. Hann væri þó mjög viljugur til þess. En Kallon fór á endanum til Inter í staðinn. Neymar hefði kostað Häcken drjúgan skilding Möguleikinn á að Neymar færi til Häcken virðist ekki hafa verið mikill en Sonny Karlsson, yfirmaður íþróttamála hjá Häcken, rifjaði upp ferð sína til Santos í Brasilíu árið 2008. Ferðin var farin til að koma á samstarfi á milli félaganna. Sonur Pelés leiddi Karlsson um æfingasvæði Santos og benti á leikmann sem hann sagði góðan, en bætti við að hann kostaði 30 sænskar milljónir. Það var allt of mikið fyrir Häcken, en um var að ræða 16 ára gamlan Neymar sem síðar varð dýrasti leikmaður heims. Sænski boltinn Fótbolti Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fleiri fréttir Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, Hristov Stoichkov og Neymar eru á meðal bestu knattspyrnumanna sem sænsk knattspyrnufélög hafa „misst af“ í gegnum tíðina. Sænska blaðið Aftonbladet hefur tekið saman lista yfir stjörnuleikmenn sem segja má að hefðu getað spilað í Svíþjóð. Eiður er þar á blaði vegna þess, segir Aftonbladet, að hann hefði getað gengið til liðs við Örebro eftir dvöl sína hjá PSV Eindhoven. PSV var með Eið og hinn brasilíska Ronaldo í sínum röðum tímabilið 1995-96 en eftir að Eiður fótbrotnaði í U21-landsleik um vorið 1996 tók við löng endurhæfing og samningur hans við hollenska félagið rann út. Eiður þurfti að hefja ferilinn upp á nýtt og samkvæmt Aftonbladet bauðst Örebro að taka við honum, en Arnór faðir Eiðs var þar sannkölluð goðsögn og að spila sitt síðasta tímabil með liðinu. „En forráðamönnum Örebro fannst hann liggja of mikið niðri og að hann væri bara ekki nógu góður,“ hefur Aftonbladet eftir þjálfaranum Alexander Axén, sem á þessum tíma þjálfaði hjá smáliði Hovsta í nágrenni Örebro en tók síðar til starfa hjá félaginu. „Fyrir mér var þetta dauðafæri. Það er óskiljanlegt að þeir hafi ekki tekið við honum, þó ekki væri nema vegna alls þess sem Arnór gerði fyrir félagið,“ sagði Axén. Hamrén leist vel á Kallon Af öðrum stjörnum sem Svíar misstu af má nefna búlgarska markahrókinn Hristov Stoichkov sem hefði getað endað hjá Brage þegar hann var 19 ára, eftir að leikmenn úr röðum Levski og CSKA Sofia voru settir í árs bann í Búlgaríu vegna hópslagsmála í bikarúrslitaleik árið 1985. Forráðamenn Brage fengu tvo búlgarska leikmenn til sín en kveiktu ekki á hinum unga Stoichkov og vissu ekkert um hans hæfileika. Kaká og Filippo Inzaghi fagna marki með AC Milan.Nordic Photos / AFP Sami Hyypiä var í sigti IFK Gautaborgar árið 1990 en þótti of hægur þegar hann var skoðaður í U21-landsleik með Finnum gegn Rússum. Gautaborgarar skoðuðu það líka að fá brasilískan leikmann, Kaká, til sín á sínum tíma. Þá var Kaká enn táningur en kostaði engu að síður 4-5 sænskar milljónir sem þótti of mikið. AIK skoðaði það að fá Mohamed Kallon árið 1995, þegar hann var 15 ára. Núverandi landsliðsþjálfari Íslands, Erik Hamrén, var aðstoðarþjálfari AIK og sagði leikmanninn hafa mjög goða tækni og vera fljótan með boltann, en hefði mjög margt að læra hvað taktík varðaði. Hann væri þó mjög viljugur til þess. En Kallon fór á endanum til Inter í staðinn. Neymar hefði kostað Häcken drjúgan skilding Möguleikinn á að Neymar færi til Häcken virðist ekki hafa verið mikill en Sonny Karlsson, yfirmaður íþróttamála hjá Häcken, rifjaði upp ferð sína til Santos í Brasilíu árið 2008. Ferðin var farin til að koma á samstarfi á milli félaganna. Sonur Pelés leiddi Karlsson um æfingasvæði Santos og benti á leikmann sem hann sagði góðan, en bætti við að hann kostaði 30 sænskar milljónir. Það var allt of mikið fyrir Häcken, en um var að ræða 16 ára gamlan Neymar sem síðar varð dýrasti leikmaður heims.
Sænski boltinn Fótbolti Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fleiri fréttir Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Sjá meira