Efling lokar orlofshúsum sínum tímabundið Eiður Þór Árnason skrifar 4. apríl 2020 17:36 Íslendingar hafa verið hvattir til þess að halda sig heima um páskana. Stéttarfélagið Efling hefur tekið ákvörðun um að loka orlofshúsum sínum tímabundið og ógilda gerða samninga um leigu þeirra fram til 1. maí næstkomandi. Með þessu vill félagið koma til móts við tilmæli almannavarna og landlæknis um að fólk haldi sig heima um páskana og sleppi ferðalögum, er segir í tilkynningu frá félaginu. „Ég er mjög leið yfir að þurfa að taka þessa ákvörðun því að ég veit hvað dvölin í bústöðunum hefur mikla þýðingu fyrir mitt fólk enda hafa fæstir í hópi verkafólks aðgang að eigin bústað,“ er þar haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar. Greint hefur verið frá því orlofshúsbókanir hjá stéttarfélaginu VR hafi verið meiri í marsmánuði en árin áður. Á sama tíma hefur verið nokkuð um afbókanir á orlofshúsum á vegum Bandalags háskólamanna. Bæði félögin munu að öllum líkindum loka fyrir bókanir yfir páskana vegna faraldursins. Yfirvöld hafa hvatt landsmenn til þess að ferðast innanhúss í stað innanlands yfir páskana í næstu viku til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Víðir Reynisson hefur lýst yfir áhyggjum af því að ferðalög fólks yfir páskana geti valdið auknu álagi á heilbrigðiskerfi sem sé þegar á þönum vegna kórónuveirufaraldursins. Efling, sem er annað fjölmennasta stéttarfélag landsins, hvetur eigendur einkasumarbústaða til að fara að fordæmi félagsins, fylgja tilmælum almannavarna og halda sig heima um páskana. Félagið hefur þegar tilkynnt þeim sem höfðu tekið orlofshús á leigu í apríl um ákvörðunina. Leigutökum verður greitt til baka og leitast við að koma til móts við óskir þeirra um leigu orlofshúsa síðar á árinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Stéttarfélagið Efling hefur tekið ákvörðun um að loka orlofshúsum sínum tímabundið og ógilda gerða samninga um leigu þeirra fram til 1. maí næstkomandi. Með þessu vill félagið koma til móts við tilmæli almannavarna og landlæknis um að fólk haldi sig heima um páskana og sleppi ferðalögum, er segir í tilkynningu frá félaginu. „Ég er mjög leið yfir að þurfa að taka þessa ákvörðun því að ég veit hvað dvölin í bústöðunum hefur mikla þýðingu fyrir mitt fólk enda hafa fæstir í hópi verkafólks aðgang að eigin bústað,“ er þar haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar. Greint hefur verið frá því orlofshúsbókanir hjá stéttarfélaginu VR hafi verið meiri í marsmánuði en árin áður. Á sama tíma hefur verið nokkuð um afbókanir á orlofshúsum á vegum Bandalags háskólamanna. Bæði félögin munu að öllum líkindum loka fyrir bókanir yfir páskana vegna faraldursins. Yfirvöld hafa hvatt landsmenn til þess að ferðast innanhúss í stað innanlands yfir páskana í næstu viku til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Víðir Reynisson hefur lýst yfir áhyggjum af því að ferðalög fólks yfir páskana geti valdið auknu álagi á heilbrigðiskerfi sem sé þegar á þönum vegna kórónuveirufaraldursins. Efling, sem er annað fjölmennasta stéttarfélag landsins, hvetur eigendur einkasumarbústaða til að fara að fordæmi félagsins, fylgja tilmælum almannavarna og halda sig heima um páskana. Félagið hefur þegar tilkynnt þeim sem höfðu tekið orlofshús á leigu í apríl um ákvörðunina. Leigutökum verður greitt til baka og leitast við að koma til móts við óskir þeirra um leigu orlofshúsa síðar á árinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira