Landsréttur staðfestir dóm yfir tveimur föngum fyrir „sérstaklega hættulega“ líkamsárás Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. apríl 2020 23:30 Landsréttur staðfesti í dag dóm yfir tveimur föngum á Litla-Hrauni fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á ungum hælisleitenda. Vísir/Ernir Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Suðurlands yfir tveimur föngum á Litla-Hrauni fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Þá var annar maðurinn einnig sakfelldur fyrir að hafa kastað stól í fangavörð og hrækt í andlit hans. Mennirnir voru báðir dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir brotið af Héraðsdómi Suðurlands í lok mars síðasta árs. Þá var annar mannanna, Trausti Rafn Henriksson, dæmdur til að greiða fórnarlambinu, ungum hælisleitanda frá Marokkó, 600 þúsund króna miskabætur vegna árásarinnar. Sá er ráðist var á var einnig fangi á Litla-Hrauni þegar árásin átti sér stað í janúar árið 2018. Hann kom hingað til lands haustið 2016 en hann sat inni fyrir ítrekaðar flóttatilraunir en hann freistaðist til þess að smygla sér um borð í eitt af flutningaskipum Eimskips og komst þannig til Kanada. Skömmu eftir árásina var honum vísað af landi brott. Ákærðu, þeir Trausti Rafn Henriksson og Baldur Kolbeinsson, réðust á Houssin í íþróttasal fangelsisins þann 23. janúar 2018. Fram kemur í dómnum að Trausti hafi kýlt og sparkað ítrekað í höfuð og líkama fórnarlambsins auk þess að hafa tekið hann hálstaki. Baldur hafi þá einnig kýlt hann ítrekað í höfuð og líkama, sparkað í hann og snúið hann niður í gólfið. Sjá einnig: Dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir „fólskulega“ árás á ungan hælisleitanda Þá reyndi Baldur einnig að girða niður um hann buxurnar og sest klofvega yfir búk hans og kýlt ítrekað með báðum höndum í höfuð hans þar til hann missti meðvitund. Trausti hafi á meðan þrívegis stappað á höfði mannsins. Hann hlaut mikla áverka af árásinni. Trausta Rafni var einnig gefið að sök að hafa kastað stól í fangavörð á Litla-Hrauni í september árið 2016 og síðar hrækt í andlit hans. Þá var Baldur einnig ákærður fyrir að hafa bitið hluta úr efri vör fanga á íþróttavelli við Litla-Hraun í júlí árið 2017. Fangelsismál Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Suðurlands yfir tveimur föngum á Litla-Hrauni fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Þá var annar maðurinn einnig sakfelldur fyrir að hafa kastað stól í fangavörð og hrækt í andlit hans. Mennirnir voru báðir dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir brotið af Héraðsdómi Suðurlands í lok mars síðasta árs. Þá var annar mannanna, Trausti Rafn Henriksson, dæmdur til að greiða fórnarlambinu, ungum hælisleitanda frá Marokkó, 600 þúsund króna miskabætur vegna árásarinnar. Sá er ráðist var á var einnig fangi á Litla-Hrauni þegar árásin átti sér stað í janúar árið 2018. Hann kom hingað til lands haustið 2016 en hann sat inni fyrir ítrekaðar flóttatilraunir en hann freistaðist til þess að smygla sér um borð í eitt af flutningaskipum Eimskips og komst þannig til Kanada. Skömmu eftir árásina var honum vísað af landi brott. Ákærðu, þeir Trausti Rafn Henriksson og Baldur Kolbeinsson, réðust á Houssin í íþróttasal fangelsisins þann 23. janúar 2018. Fram kemur í dómnum að Trausti hafi kýlt og sparkað ítrekað í höfuð og líkama fórnarlambsins auk þess að hafa tekið hann hálstaki. Baldur hafi þá einnig kýlt hann ítrekað í höfuð og líkama, sparkað í hann og snúið hann niður í gólfið. Sjá einnig: Dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir „fólskulega“ árás á ungan hælisleitanda Þá reyndi Baldur einnig að girða niður um hann buxurnar og sest klofvega yfir búk hans og kýlt ítrekað með báðum höndum í höfuð hans þar til hann missti meðvitund. Trausti hafi á meðan þrívegis stappað á höfði mannsins. Hann hlaut mikla áverka af árásinni. Trausta Rafni var einnig gefið að sök að hafa kastað stól í fangavörð á Litla-Hrauni í september árið 2016 og síðar hrækt í andlit hans. Þá var Baldur einnig ákærður fyrir að hafa bitið hluta úr efri vör fanga á íþróttavelli við Litla-Hraun í júlí árið 2017.
Fangelsismál Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira