Ferðamálaráðherra segir engar alvöru viðræður í gangi um flugvöll í Hvassahrauni Heimir Már Pétursson skrifar 13. maí 2020 12:03 Hér má sjá grafíska mynd sem Icelandair lét gera fyrir mögulegan Hvassahraunsflugvöll. Grafík/Icelandair Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferða-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segir engar alvöru viðræður eiga sér stað um byggingu flugvallar í Hvassahrauni. Hún skilji því ekki að Skipulagsstofnun taki mið af flugvelli þar í tillögum sínum um lagningu Suðurlínu tvö á Reykjanesi. Borgarstjóri segir málið hins vegar skoðað í fullri alvöru. Þórdís Kolbrún segir enga alvöru komna í viðræður um flugvöll í Hvassahrauni. Í Fréttablaðinu í dag undrast Þórdís Kolbrún að Skipulagsstofnun telji jarðstreng æskilegasta kostinn fyrir Suðurnesjalínu 2 þrátt fyrir að sú framkvæmd yrði ekki í samræmi við stefnu stjórnvalda um lagningu raflína. Haft er eftir ráðherra að hugmyndum um hugsanlegan flugvöll í Hvassahrauni sé gefið mikið vægi í matinu. Í fréttinni kemur einnig fram að Reykjanesbær og Vogar vilji að Suðurlína 2 verði lögð í jörð. En tekist hefur verið á um málið í tæpan áratug. Þórdís Kolbrún segir hugmyndir um flugvöll í Hvassahrauni ekki komnar á skrið, engar slíkar hugmyndir séu komnar í skipulag eða byrjað að ræða slíkt af alvöru og óvíst að það verði gert á næstu árum og áratugum. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og borgarstjóri skrifa undir samkomulag um Hvassahraun.Vísir Hinn 28. nóvember, eða fyrir sex mánuðum, skrifuðu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra undir samkomulag „um rannsóknir á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni með það að markmiði að fullkanna kosti á því að reisa og reka þar flugvöll til að gegna hlutverki varaflugvallar, innanlandsflugvallar og flugvallar fyrir æfinga-, kennslu- og einkaflug," eins og segir orðrétt á heimasíðu samgönguráðuneytisins. Ríkisstjórnin staðfesti samkomulagið síðan á fundi hinn 7. febrúar. En samgönguráðherra og borgarstjóri höfðu samþykkt að hvor aðili um sig setti hundrað milljónir til rannsókna vegna Hvassahrauns á næstu tveimur árum með fyrirvara um samþykki ríkisstjórnar og borgarráðs. Borgarráð samþykkti málið fljótlega eftir undirritun samkomulagsins. Borgarstjóri segir skynsamlegt hjá Skipulagsstofnun að gera ráð fyrir að flugvöllur verði byggður í Hvassahrauni.Vísir/Vilhelm „Jú það er alvara og viðræðum lauk í haust með þeirri niðurstöðu að fara í sameiginlegt verkefni. Að fullkanna þennan kost sem lítur mjög vel út miðað við allar þær veðurathuganir og aðrar kannanir sem gerðar hafa verið hingað til," segir Dagur. Það væri því skynsamleg langtímahugsun hjá Skipulagsstofnun þegar ráðast eigi í svo mikla fjárfestingu að gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni. Það sé líka í samræmi við vilja sveitarfélaga þar sem raflínan eigi að liggja í gegn. Hann ætli þó ekki að túlka orð iðanaðarráðherra þannig að stjórnvöldum sé ekki alvara með að skoða Hvassahraun sem flugvallarkost. Þessi kostur geti virst fjarlægur í huga fólks. „Um leið og fólk kíkir á gögnin þá sér það hið sama og sameiginlegur hópur hagsmunaaðila, ríkis og borgar komst að síðast liðið haust. Að það væri mjög mikið ábyrgðarleysi að fullkanna ekki Hvassahraunið og ráðast í flugvallagerð þar. Ef niðurstöður rannsókna sýna sem rannsóknir hafa hingað til sýnt; að þetta er frábær kostur sem flugvöllur og varaflugvöllur fyrir þetta svæði," segir Dagur B. Eggertsson. Samgöngur Fréttir af flugi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Borgarstjórn Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Sjá meira
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferða-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segir engar alvöru viðræður eiga sér stað um byggingu flugvallar í Hvassahrauni. Hún skilji því ekki að Skipulagsstofnun taki mið af flugvelli þar í tillögum sínum um lagningu Suðurlínu tvö á Reykjanesi. Borgarstjóri segir málið hins vegar skoðað í fullri alvöru. Þórdís Kolbrún segir enga alvöru komna í viðræður um flugvöll í Hvassahrauni. Í Fréttablaðinu í dag undrast Þórdís Kolbrún að Skipulagsstofnun telji jarðstreng æskilegasta kostinn fyrir Suðurnesjalínu 2 þrátt fyrir að sú framkvæmd yrði ekki í samræmi við stefnu stjórnvalda um lagningu raflína. Haft er eftir ráðherra að hugmyndum um hugsanlegan flugvöll í Hvassahrauni sé gefið mikið vægi í matinu. Í fréttinni kemur einnig fram að Reykjanesbær og Vogar vilji að Suðurlína 2 verði lögð í jörð. En tekist hefur verið á um málið í tæpan áratug. Þórdís Kolbrún segir hugmyndir um flugvöll í Hvassahrauni ekki komnar á skrið, engar slíkar hugmyndir séu komnar í skipulag eða byrjað að ræða slíkt af alvöru og óvíst að það verði gert á næstu árum og áratugum. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og borgarstjóri skrifa undir samkomulag um Hvassahraun.Vísir Hinn 28. nóvember, eða fyrir sex mánuðum, skrifuðu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra undir samkomulag „um rannsóknir á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni með það að markmiði að fullkanna kosti á því að reisa og reka þar flugvöll til að gegna hlutverki varaflugvallar, innanlandsflugvallar og flugvallar fyrir æfinga-, kennslu- og einkaflug," eins og segir orðrétt á heimasíðu samgönguráðuneytisins. Ríkisstjórnin staðfesti samkomulagið síðan á fundi hinn 7. febrúar. En samgönguráðherra og borgarstjóri höfðu samþykkt að hvor aðili um sig setti hundrað milljónir til rannsókna vegna Hvassahrauns á næstu tveimur árum með fyrirvara um samþykki ríkisstjórnar og borgarráðs. Borgarráð samþykkti málið fljótlega eftir undirritun samkomulagsins. Borgarstjóri segir skynsamlegt hjá Skipulagsstofnun að gera ráð fyrir að flugvöllur verði byggður í Hvassahrauni.Vísir/Vilhelm „Jú það er alvara og viðræðum lauk í haust með þeirri niðurstöðu að fara í sameiginlegt verkefni. Að fullkanna þennan kost sem lítur mjög vel út miðað við allar þær veðurathuganir og aðrar kannanir sem gerðar hafa verið hingað til," segir Dagur. Það væri því skynsamleg langtímahugsun hjá Skipulagsstofnun þegar ráðast eigi í svo mikla fjárfestingu að gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni. Það sé líka í samræmi við vilja sveitarfélaga þar sem raflínan eigi að liggja í gegn. Hann ætli þó ekki að túlka orð iðanaðarráðherra þannig að stjórnvöldum sé ekki alvara með að skoða Hvassahraun sem flugvallarkost. Þessi kostur geti virst fjarlægur í huga fólks. „Um leið og fólk kíkir á gögnin þá sér það hið sama og sameiginlegur hópur hagsmunaaðila, ríkis og borgar komst að síðast liðið haust. Að það væri mjög mikið ábyrgðarleysi að fullkanna ekki Hvassahraunið og ráðast í flugvallagerð þar. Ef niðurstöður rannsókna sýna sem rannsóknir hafa hingað til sýnt; að þetta er frábær kostur sem flugvöllur og varaflugvöllur fyrir þetta svæði," segir Dagur B. Eggertsson.
Samgöngur Fréttir af flugi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Borgarstjórn Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Sjá meira