„Ef ég fengi að ráða einhverju þá væri ég alltaf berrösuð á tánum og í kjól“ Stefán Árni Pálsson skrifar 13. maí 2020 11:31 Andrea Magnúsdóttir á og rekur fataverslunina Andreu. Andrea Magnúsdóttir útskrifaðist úr tveggja ára námi í fatahönnun frá Margrethe skólanum í Kaupmannahöfn með hæstu einkunn árið 2009. Hún og eiginmaður hennar Óli sem er grafískur hönnuður og arkitekt stofnuðu verslunina Andreu og hafa unnið að merkinu saman undafarin ár, Andrea hefur séð um klæðnaðinn og Óli hefur séð um reksturinn, ásamt því að hanna allt sem kemur að útlit merkisins. Eva Laufey hitti Andreu fyrir nokkrum vikum þegar strangt samkomubann var enn í gildi og spurðu hana hvernig það væri að reka verslun á þessum tímum. Einnig fékk hún að vita hvernig svokölluð kjólaáskorun fór af stað á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að fólk gerði sér dagamun og klæddi sig upp. „Við byrjuðum í miðju hruni árið 2008 og erum í raun komin aftur þangað,“ segir Andrea og hlær. „Leynt og ljóst ætlaði ég alltaf að verða búðarkona. Þetta hefur gengið alveg ótrúlega vel allan tímann og við erum alltaf á tánum og þetta er svona hjól sem stoppar aldrei. Þetta er mikil vinna en meðan maður elskar það sem maður er að gera þá finnur maður ekki fyrir því. Þetta er sennilega skrýtnasti tími sem við höfum prófað. Það skiptir engu máli við hvern ég tala í Indlandi, Danmörku, Ítalíu, við erum öll við sama borðið.“ Vildu ekki taka neina sénsa Hún segir að auðvelt hafi verið fyrir þau hjónin að færa reksturinn allan yfir á netið. „Auðvitað er þetta allt önnur staða en á sama tíma í fyrra. Við lokuðum versluninni fljótlega og höfðum lokað í þrjár vikur, því við vildum ekki taka neina sénsa. Svo erum við hægt og rólega að koma okkur í sama farið aftur.“ Mæðgurnar nýttu tímann í samkomubanninu afar vel og deildu skemmtilegum myndböndum á samfélagsmiðlum sem vöktu mikla athygli. Ísabella átti að fermast á dögunum. „Á fermingardaginn hennar fórum við í sparikjólana og áttum góðan dag og skoruðum á aðrar konur að gera slíkt hið sama. Dagurinn verður bara öðruvísi og betri,“ segir Andrea en á samfélagsmiðlum má finna efni úr kjólaáskoruninni undir kassamerkinu #kjolaaskorun. „Ef ég fengi að ráða einhverju þá væri ég alltaf berrösuð á tánum og í kjól.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Tíska og hönnun Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Sjá meira
Andrea Magnúsdóttir útskrifaðist úr tveggja ára námi í fatahönnun frá Margrethe skólanum í Kaupmannahöfn með hæstu einkunn árið 2009. Hún og eiginmaður hennar Óli sem er grafískur hönnuður og arkitekt stofnuðu verslunina Andreu og hafa unnið að merkinu saman undafarin ár, Andrea hefur séð um klæðnaðinn og Óli hefur séð um reksturinn, ásamt því að hanna allt sem kemur að útlit merkisins. Eva Laufey hitti Andreu fyrir nokkrum vikum þegar strangt samkomubann var enn í gildi og spurðu hana hvernig það væri að reka verslun á þessum tímum. Einnig fékk hún að vita hvernig svokölluð kjólaáskorun fór af stað á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að fólk gerði sér dagamun og klæddi sig upp. „Við byrjuðum í miðju hruni árið 2008 og erum í raun komin aftur þangað,“ segir Andrea og hlær. „Leynt og ljóst ætlaði ég alltaf að verða búðarkona. Þetta hefur gengið alveg ótrúlega vel allan tímann og við erum alltaf á tánum og þetta er svona hjól sem stoppar aldrei. Þetta er mikil vinna en meðan maður elskar það sem maður er að gera þá finnur maður ekki fyrir því. Þetta er sennilega skrýtnasti tími sem við höfum prófað. Það skiptir engu máli við hvern ég tala í Indlandi, Danmörku, Ítalíu, við erum öll við sama borðið.“ Vildu ekki taka neina sénsa Hún segir að auðvelt hafi verið fyrir þau hjónin að færa reksturinn allan yfir á netið. „Auðvitað er þetta allt önnur staða en á sama tíma í fyrra. Við lokuðum versluninni fljótlega og höfðum lokað í þrjár vikur, því við vildum ekki taka neina sénsa. Svo erum við hægt og rólega að koma okkur í sama farið aftur.“ Mæðgurnar nýttu tímann í samkomubanninu afar vel og deildu skemmtilegum myndböndum á samfélagsmiðlum sem vöktu mikla athygli. Ísabella átti að fermast á dögunum. „Á fermingardaginn hennar fórum við í sparikjólana og áttum góðan dag og skoruðum á aðrar konur að gera slíkt hið sama. Dagurinn verður bara öðruvísi og betri,“ segir Andrea en á samfélagsmiðlum má finna efni úr kjólaáskoruninni undir kassamerkinu #kjolaaskorun. „Ef ég fengi að ráða einhverju þá væri ég alltaf berrösuð á tánum og í kjól.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Tíska og hönnun Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Sjá meira