Gróðurinn fær loks sína rigningu til að taka vaxtarkipp Atli Ísleifsson skrifar 13. maí 2020 07:24 Veðurstofan gerir ráð fyrir fremur vætusömu veðri í dag og á morgun á vestanverðu landinu og sé líklegt að gróðurinn sé að bíða eftir vætunni til að taka vaxtarkipp. Búist er við vestan fimm til þrettán metra á sekúndu í dag, en þurrt að kalla á suðaustantil. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að Norðurlandið sleppi ekki alveg við úrkomu en þar verði svalara og ekki útilokað að hluti úrkomunar þar verði slyddukenndari. „Er hún einkum bundin við daginn i dag því á morgun verður að mestu þurrt fyrir norðan. Hitinn gæti náð 12 til 14 stigum þar sem best lætur á Suðausturlandi á meðan norðaustur- og austurland fá 1 til 5 stiga hita að deginum. Svo er útlit fyrir svala daga fram á sunnudag en þá fer að hlýna og framan af næstu viku er útlitið ágætt hvað hita varðar og norðanvert landið ætti að sjá til sólar að auki.“ Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Vestlæg átt, 3-10 m/s og rigning eða súld með köflum og hiti 5 til 12 stig, hlýjast á SA-landi, en þurrt að kalla NA-til og hiti 0 til 5 stig þar. Á föstudag: Norðlæg átt, 5-10 m/s og dálítil væta S-lands framan af degi, stöku él nyrst, en annars úrkomulítið. Hiti 0 til 8 stig, mildast sunnanlands. Á laugardag: Norðanstrekkingur og él fyrir norðan, einkum NA-lands, en annars mun hægari og léttskýjað. Hiti 1 til 10 stig, mildast syðst. Á sunnudag: Austan og síðar suðaustan strekkingur og bjart með köflum, en líku á smá vætu syðst. Heldur hlýnandi veður. Á mánudag: Suðaustanátt og rigningu með köflum S-lands, en þurrt fyrir norðan. Hiti víða 5 til 10 stig. Á þriðjudag: Útlit fyrir suðlæga átt með vætu en þurrt og bjart veður fyrir norðan. Milt veður. Veður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Næsta lægð væntanleg á morgun Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Rigning eða súld um mest allt land Búist við austlægri átt Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Élja- og snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri Vestan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum Lægð nálgast úr suðvestri Stormur og talsvert vatnsveður á vestanverðu landinu Sjá meira
Veðurstofan gerir ráð fyrir fremur vætusömu veðri í dag og á morgun á vestanverðu landinu og sé líklegt að gróðurinn sé að bíða eftir vætunni til að taka vaxtarkipp. Búist er við vestan fimm til þrettán metra á sekúndu í dag, en þurrt að kalla á suðaustantil. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að Norðurlandið sleppi ekki alveg við úrkomu en þar verði svalara og ekki útilokað að hluti úrkomunar þar verði slyddukenndari. „Er hún einkum bundin við daginn i dag því á morgun verður að mestu þurrt fyrir norðan. Hitinn gæti náð 12 til 14 stigum þar sem best lætur á Suðausturlandi á meðan norðaustur- og austurland fá 1 til 5 stiga hita að deginum. Svo er útlit fyrir svala daga fram á sunnudag en þá fer að hlýna og framan af næstu viku er útlitið ágætt hvað hita varðar og norðanvert landið ætti að sjá til sólar að auki.“ Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Vestlæg átt, 3-10 m/s og rigning eða súld með köflum og hiti 5 til 12 stig, hlýjast á SA-landi, en þurrt að kalla NA-til og hiti 0 til 5 stig þar. Á föstudag: Norðlæg átt, 5-10 m/s og dálítil væta S-lands framan af degi, stöku él nyrst, en annars úrkomulítið. Hiti 0 til 8 stig, mildast sunnanlands. Á laugardag: Norðanstrekkingur og él fyrir norðan, einkum NA-lands, en annars mun hægari og léttskýjað. Hiti 1 til 10 stig, mildast syðst. Á sunnudag: Austan og síðar suðaustan strekkingur og bjart með köflum, en líku á smá vætu syðst. Heldur hlýnandi veður. Á mánudag: Suðaustanátt og rigningu með köflum S-lands, en þurrt fyrir norðan. Hiti víða 5 til 10 stig. Á þriðjudag: Útlit fyrir suðlæga átt með vætu en þurrt og bjart veður fyrir norðan. Milt veður.
Veður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Næsta lægð væntanleg á morgun Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Rigning eða súld um mest allt land Búist við austlægri átt Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Élja- og snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri Vestan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum Lægð nálgast úr suðvestri Stormur og talsvert vatnsveður á vestanverðu landinu Sjá meira